Kærður til lögreglu og gat ekki sótt mikla peninga til Dúbaí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2016 13:30 Hinrik Ingi Óskarsson varð af um 7000 dollurum í Dúbaí. mynd/hinrik ingi Hinrik Ingi Óskarsson, sem sviptur var Íslandsmeistaratitli í Crossfit fyrir rúmum þremur vikum, hefur verið kærður til lögreglu af lyfjaeftirliti Íþrótta- og Ólympíusambands vegna hótana Hinriks í garð tveggja starfsmanna lyfjaeftirlitsins sem hugðust framkvæma lyfjapróf. Eins og fram hefur komið neitaði Hinrik Ingi að gangast undir lyfjapróf og sömu sögu var að segja um Berg Sverrisson sem hafnaði í öðru sæti. Settir í bann Óhætt er að segja að uppákoman í Digranesi hafi verið hin undarlegasta því Hinrik og Bergur voru báðir sæmdir verðlaunum sínum eftir að hafa neitað að gangast undir lyfjaprófið. Síðar um kvöldið var svo greint frá því að Hinrik og Bergur hefðu verið sviptir verðlaununum og settir í tveggja ára bann frá keppni og æfingum í Crossfitstöðvum hér á landi.Nú er málið á borði lögreglu og staðfestir Hinrik Ingi í samtali við Vísi að tekin hafi verið skýrsla af honum vegna málsins. Hann eigi þó ekki von á því að málið fari neitt lengra miðað við orð lögreglumanna í skýrslutökunni. Hinrik gerði upp helgina í viðtali við Vísi og sömuleiðis í Akraborginni eftir Íslandsmótið. Þar þvertók hann fyrir að hafa hótað einum né neinum í tengslum við lyfjaprófið. Hann hefði tekið möppu af lyfjaeftirlitsmanni en það hefði verið allt og sumt. Hann væri ekki af baki dottinn og væri á leiðinni til keppni á Crossfit-móti í Dúbaí um tveimur vikum síðar. Missti af 800 þúsund krónum Svo fór hins vegar að Hinrik Ingi keppti ekki á mótinu í Dúbaí og varð af um 7000 dollurum, um átta hundruð þúsund krónum, sem hann hafði unnið sér inn með því að öðlast keppnisrétt. Hinrik mætti hins vegar aldrei til Dúbaí og var því ekki á svæðinu þegar nafn hans var lesið upp fyrsta daginn. Hinrik segir í samtali við Vísi að það hafi hins vegar ekkert tengst lyfjaprófum í Dúbaí. Þvert á móti hefði hann einmitt vilja fara til Dúbaí og gangast undir lyfjapróf til að sanna að hann væri ekki á sterum. Upp hafi komið vandamál með vegabréf hans þegar halda átti frá Amsterdam til Dúbaí. Innan við hálft ár hafi verið eftir af gildistíma vegabréfsins og hann hafi því ekki getað flogið til Dúbaí. „Þetta var ákveðinn skellur, ofan á allt hitt,“ segir Hinrik en ljóst er að tveggja ára bannið hefur haft mikil áhrif á Hinrik enda snýst líf hans um Crossfit. Hann sér eðlilega á eftir peningunum og sömuleiðis þeim sem fóru í flug og gistingu en ekkert af því fékkst endurgreitt. Það séu þó smámunir samanborið við að hafa misst af tækifærinu til að keppa, fara í lyfjapróf og sanna sakleysi sitt. CrossFit Tengdar fréttir Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45 Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46 Úrslit Íslandsmótsins í CrossFit uppfærð Eins og fram kom á Vísi voru Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson, sem lentu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit, sviptir verðlaunum sínum eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf að mótinu loknu. Þeir voru einnig dæmdir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. 28. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Hinrik Ingi Óskarsson, sem sviptur var Íslandsmeistaratitli í Crossfit fyrir rúmum þremur vikum, hefur verið kærður til lögreglu af lyfjaeftirliti Íþrótta- og Ólympíusambands vegna hótana Hinriks í garð tveggja starfsmanna lyfjaeftirlitsins sem hugðust framkvæma lyfjapróf. Eins og fram hefur komið neitaði Hinrik Ingi að gangast undir lyfjapróf og sömu sögu var að segja um Berg Sverrisson sem hafnaði í öðru sæti. Settir í bann Óhætt er að segja að uppákoman í Digranesi hafi verið hin undarlegasta því Hinrik og Bergur voru báðir sæmdir verðlaunum sínum eftir að hafa neitað að gangast undir lyfjaprófið. Síðar um kvöldið var svo greint frá því að Hinrik og Bergur hefðu verið sviptir verðlaununum og settir í tveggja ára bann frá keppni og æfingum í Crossfitstöðvum hér á landi.Nú er málið á borði lögreglu og staðfestir Hinrik Ingi í samtali við Vísi að tekin hafi verið skýrsla af honum vegna málsins. Hann eigi þó ekki von á því að málið fari neitt lengra miðað við orð lögreglumanna í skýrslutökunni. Hinrik gerði upp helgina í viðtali við Vísi og sömuleiðis í Akraborginni eftir Íslandsmótið. Þar þvertók hann fyrir að hafa hótað einum né neinum í tengslum við lyfjaprófið. Hann hefði tekið möppu af lyfjaeftirlitsmanni en það hefði verið allt og sumt. Hann væri ekki af baki dottinn og væri á leiðinni til keppni á Crossfit-móti í Dúbaí um tveimur vikum síðar. Missti af 800 þúsund krónum Svo fór hins vegar að Hinrik Ingi keppti ekki á mótinu í Dúbaí og varð af um 7000 dollurum, um átta hundruð þúsund krónum, sem hann hafði unnið sér inn með því að öðlast keppnisrétt. Hinrik mætti hins vegar aldrei til Dúbaí og var því ekki á svæðinu þegar nafn hans var lesið upp fyrsta daginn. Hinrik segir í samtali við Vísi að það hafi hins vegar ekkert tengst lyfjaprófum í Dúbaí. Þvert á móti hefði hann einmitt vilja fara til Dúbaí og gangast undir lyfjapróf til að sanna að hann væri ekki á sterum. Upp hafi komið vandamál með vegabréf hans þegar halda átti frá Amsterdam til Dúbaí. Innan við hálft ár hafi verið eftir af gildistíma vegabréfsins og hann hafi því ekki getað flogið til Dúbaí. „Þetta var ákveðinn skellur, ofan á allt hitt,“ segir Hinrik en ljóst er að tveggja ára bannið hefur haft mikil áhrif á Hinrik enda snýst líf hans um Crossfit. Hann sér eðlilega á eftir peningunum og sömuleiðis þeim sem fóru í flug og gistingu en ekkert af því fékkst endurgreitt. Það séu þó smámunir samanborið við að hafa misst af tækifærinu til að keppa, fara í lyfjapróf og sanna sakleysi sitt.
CrossFit Tengdar fréttir Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45 Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46 Úrslit Íslandsmótsins í CrossFit uppfærð Eins og fram kom á Vísi voru Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson, sem lentu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit, sviptir verðlaunum sínum eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf að mótinu loknu. Þeir voru einnig dæmdir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. 28. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45
Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01
Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46
Úrslit Íslandsmótsins í CrossFit uppfærð Eins og fram kom á Vísi voru Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson, sem lentu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit, sviptir verðlaunum sínum eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf að mótinu loknu. Þeir voru einnig dæmdir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. 28. nóvember 2016 23:00