Æðri máttur Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. desember 2016 07:00 Steve Jobs, einn mesti frumkvöðull sinnar kynslóðar, segir í ævisögu sinni sem Walter Isaacson skrásetti að ólík trúarbrögð séu í grunninn margar dyr að sama húsi. Stundum taldi hann húsið vera þarna. Aðra daga efaðist hann um tilvist þess. Í því væri hin stóra ráðgáta fólgin, skorti á vitneskjunni. Trúleysingjar telja að sín eigin mannlega hugsun hafi síðasta orðið. Hún sé upphaf og endir alls. Það er skiljanlegt því að trúa á annað en það sem er hægt að færa sönnur á með rökum og vísindum, hvort sem þau eru áþreifanleg eða ekki, gengur í berhögg við skynsemina. Það er samt mjög sjálfhverf afstaða að mannleg hugsun sé upphaf og endir alls. Hún miðast við einhvers konar yfirburði mannlegrar vitundar. Að eingöngu maðurinn geti útskýrt heiminn. Ef menn gefa sér í þágu efans að æðri máttur sé til þá á hann sér eflaust rætur í lögmálum sem nútímavísindin geta ekki útskýrt. Það má ímynda sér að þessi óáþreifanlegi æðri máttur sé með okkur öllum stundum, alla sólarhringa ársins en á sama tíma er hann svo fjarlægur. Vísindi eiga erfitt með að útskýra margt í efnisheiminum. Jafnframt er sumt, sem er viðurkennt í vísindum okkar daga, svo flókið og langsótt að það er næstum ómögulegt að útskýra það. Hér má nefna skammtaeðlisfræði. Danski eðlisfræðingurinn Niels Bohr sagði að maður sem væri ekki í áfalli yfir skammtaeðlisfræði og hvernig hún virkaði, hefði ekki öðlast skilning á henni. Það verður verkefni afkomenda þeirra sem þetta lesa, mörg hundruð ef ekki þúsund ár inn í framtíðina, að beisla vísindaþekkingu sem getur útskýrt þennan æðri mátt og búið til einhvers konar umgjörð undir skilning á honum. Hver veit nema eðlisfræðingar framtíðarinnar muni þá setja fram vísindakenningar um virkni hans? Hvað sem þessum vangaveltum líður er það heilbrigð afstaða að líta svo á að ólík trúarbrögð séu mismunandi dyr að sama húsi. Að trúarbrögðin séu tæki mannsins til að setja hugmyndir sínar um æðri mátt í samhengi. Þær séu aðferð til að skapa vettvang til að rækta sambandið við þennan æðri mátt. Því tilhugsunin um tilvistarleysi hans er of dapurleg. Hin evangelísk-lútherska kirkja, ein af mörgum dyrum að þessu sama húsi, er ríkiskirkja á Íslandi. Stjórnarskráin áskilur að breyta megi þessu með lögum. Blessunarlega hefur sambúð ólíkra trúarbragða ekki verið stormasöm hér á landi. Jafnræðisreglan tryggir síðan jafna stöðu einstaklinga af ólíkri trú, þótt ríkisvaldið styrki og verndi eitt trúfélag fram yfir önnur. Í ljósi brýnna verkefna, meðal annars á sviði velferðarþjónustu og vegagerðar, er endurskoðun þessa sambands ríkisins og þjóðkirkjunnar ekki aðkallandi. Ef aðskilnaður á að vera raunhæfur þarf jafnframt að eiga sér stað fjárhagslegt uppgjör á kirkjujarðasamkomulaginu frá 1997 sem verður bæði flókið og kostnaðarsamt. Við sem samfélag þurfum samt í fyllingu tímans að ákveða hvernig sambandi ríkisins og kirkjunnar skuli háttað, hvaða sambúðarform sé eðlilegt og endurspegli þau gildi sem við viljum standa fyrir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Steve Jobs, einn mesti frumkvöðull sinnar kynslóðar, segir í ævisögu sinni sem Walter Isaacson skrásetti að ólík trúarbrögð séu í grunninn margar dyr að sama húsi. Stundum taldi hann húsið vera þarna. Aðra daga efaðist hann um tilvist þess. Í því væri hin stóra ráðgáta fólgin, skorti á vitneskjunni. Trúleysingjar telja að sín eigin mannlega hugsun hafi síðasta orðið. Hún sé upphaf og endir alls. Það er skiljanlegt því að trúa á annað en það sem er hægt að færa sönnur á með rökum og vísindum, hvort sem þau eru áþreifanleg eða ekki, gengur í berhögg við skynsemina. Það er samt mjög sjálfhverf afstaða að mannleg hugsun sé upphaf og endir alls. Hún miðast við einhvers konar yfirburði mannlegrar vitundar. Að eingöngu maðurinn geti útskýrt heiminn. Ef menn gefa sér í þágu efans að æðri máttur sé til þá á hann sér eflaust rætur í lögmálum sem nútímavísindin geta ekki útskýrt. Það má ímynda sér að þessi óáþreifanlegi æðri máttur sé með okkur öllum stundum, alla sólarhringa ársins en á sama tíma er hann svo fjarlægur. Vísindi eiga erfitt með að útskýra margt í efnisheiminum. Jafnframt er sumt, sem er viðurkennt í vísindum okkar daga, svo flókið og langsótt að það er næstum ómögulegt að útskýra það. Hér má nefna skammtaeðlisfræði. Danski eðlisfræðingurinn Niels Bohr sagði að maður sem væri ekki í áfalli yfir skammtaeðlisfræði og hvernig hún virkaði, hefði ekki öðlast skilning á henni. Það verður verkefni afkomenda þeirra sem þetta lesa, mörg hundruð ef ekki þúsund ár inn í framtíðina, að beisla vísindaþekkingu sem getur útskýrt þennan æðri mátt og búið til einhvers konar umgjörð undir skilning á honum. Hver veit nema eðlisfræðingar framtíðarinnar muni þá setja fram vísindakenningar um virkni hans? Hvað sem þessum vangaveltum líður er það heilbrigð afstaða að líta svo á að ólík trúarbrögð séu mismunandi dyr að sama húsi. Að trúarbrögðin séu tæki mannsins til að setja hugmyndir sínar um æðri mátt í samhengi. Þær séu aðferð til að skapa vettvang til að rækta sambandið við þennan æðri mátt. Því tilhugsunin um tilvistarleysi hans er of dapurleg. Hin evangelísk-lútherska kirkja, ein af mörgum dyrum að þessu sama húsi, er ríkiskirkja á Íslandi. Stjórnarskráin áskilur að breyta megi þessu með lögum. Blessunarlega hefur sambúð ólíkra trúarbragða ekki verið stormasöm hér á landi. Jafnræðisreglan tryggir síðan jafna stöðu einstaklinga af ólíkri trú, þótt ríkisvaldið styrki og verndi eitt trúfélag fram yfir önnur. Í ljósi brýnna verkefna, meðal annars á sviði velferðarþjónustu og vegagerðar, er endurskoðun þessa sambands ríkisins og þjóðkirkjunnar ekki aðkallandi. Ef aðskilnaður á að vera raunhæfur þarf jafnframt að eiga sér stað fjárhagslegt uppgjör á kirkjujarðasamkomulaginu frá 1997 sem verður bæði flókið og kostnaðarsamt. Við sem samfélag þurfum samt í fyllingu tímans að ákveða hvernig sambandi ríkisins og kirkjunnar skuli háttað, hvaða sambúðarform sé eðlilegt og endurspegli þau gildi sem við viljum standa fyrir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun