Vildi gera stærri og meiri kröfur til mín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2016 06:00 Sara Björk hefur staðið sig vel með nýju liði, Wolfsburg í Þýskalandi. Hún fékk langþráð frí yfir hátíðarnar. vísir/stefán Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skipað sér sess meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu. Á árinu sem er að líða samdi hún við þýska stórliðið Wolfsburg, eitt besta félagslið Evrópu, þar sem hún hefur verið byrjunarliðsmaður síðustu vikur og mánuði. Hún var þar að auki lykilleikmaður í frábæru íslensku landsliði sem vann sér þátttökurétt á sínu þriðja Evrópumeistaramóti í röð. Sara Björk fékk svo þann mikla heiður að vera fyrsta íslenski knattspyrnumaðurinn sem kemst á lista yfir bestu leikmenn Evrópu, þegar Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti tilnefningar til knattspyrnumanns ársins. Var Sara Björk í nítjánda sæti í kvennaflokki en til greina komu allir evrópskir leikmenn sem og þeir sem spila með félagsliðum í Evrópu. Hún ákvað um mitt þetta ár að ganga að tilboði Wolfsburg eftir fimm ára dvöl hjá Rosengård í Svíþjóð, þar sem hún varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari. Hún segir sjálf að það hafi verið risastórt skref á ferlinum. „Ég vildi taka almennilegri áskorun og ákvað að hoppa beint út í djúpu laugina. Samkeppnin er gríðarleg hjá félagi sem þessu, það eru meiri væntingar gerðar til manns og meiri pressa á manni. Þetta var mjög erfitt en ég vildi gera stærri kröfur til mín. Ég var á þeim tímapunkti á mínum ferli þar sem ég þurfti á því að halda,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið.Sara Björk er ánægð með dvölina í Þýskalandi.vísir/stefánÞýskur og ferkantaður Sara Björk samdi við Wolfsburg í júní en spilaði með Rosengård fram að sumarfríi í Svíþjóð. En þá tók strax við undirbúningstímabil í Þýskalandi fyrir nýtt tímabil sem hófst í lok sumars. Sara Björk fékk því litla hvíld í sumar. „Ég finn að ég er enn að aðlagast öllu – nýju landi, tungumáli og deild og á enn mikið inni. Ég byrjaði á bekknum í fyrstu leikjunum en hef síðan þá spilað alla leiki og náð að stimpla mig nokkuð vel inn,“ segir hún enn fremur. „Þetta er búið að vera erfitt og krefjandi en um leið afar mikilvægt á mínum ferli.“ Sara Björk kom við sögu í fjórtán leikjum með Wolfsburg í öllum keppnum á þessu ári og hefur skorað í þeim eitt mark. Hún segir að þó svo að álagið sé á köflum mikið sé afar vel hugsað um leikmenn hjá Wolfsburg og fagmannlega að öllu staðið. Þjálfarinn Ralf Kellermann gefur þó leikmönnum lítinn slaka. „Hann er mjög þýskur – ferkantaður og það má ekkert út af bregða,“ segir hún í léttum dúr. „Hann lætur mann óhikað vita af því ef maður gerir mistök. Það tekur á sjálfstraustið og annaðhvort styrkir eða brýtur niður. Maður þarf bara að vera duglegur að segja sjálfum sér að halda áfram og þekkja sína eigin styrkleika.“Út úr þægindarammanum Hún segir að samkeppni á milli leikmanna um stöður í liðinu sé ólík öllu því sem hún hefur áður kynnst. Ekki nái allir nýir leikmenn að aðlagast því. „Þetta heldur manni á tánum. Og ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Ef þú átt lélega æfingaviku þá eru líkur á að þú byrjir á bekknum. Samkeppnin var mestu viðbrigðin fyrir mig því hjá Rosengård gat maður átt tvo slaka leiki án þess að manni yrði sérstaklega refsað fyrir það. Þetta ýtir manni út úr ákveðnum þægindaramma og það var ástæðan fyrir því að ég vildi fara til Þýskalands.“Sara Björk er í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem keppir á EM í Hollandi næsta sumar.vísir/antonHef þroskast helling Sara Björk hefur ávallt verið mikill dugnaðarforkur á miðjunni – leikmaður sem vinnur marga bolta með dugnaði og vilja. En hún segist hafa bætt sig á öðrum sviðum líka með tíð og tíma. „Ég er enn þessi leikmaður sem ég var alltaf. En í dag tel ég að ég sé komin með betri yfirsýn, hef meiri yfirvegun á bolta og er betri spilandi leikmaður. Ég spara hlaupin mín og spara orkuna. Ég tel að ég hafi þroskast heilan helling,“ segir hún. Hún segist hafa lært af þeim mörgu þjálfurum sem hún hafi haft í gegnum tíðina. Það hafi til dæmis byrjað í Svíþjóð þegar hún þurfti að aðlagast gæðunum þar. En hún hafi líka tekið út ákveðinn þroska með landsliðinu, þar sem þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir miklar kröfur til hennar. „Hann vill að boltinn fari mikið í gegnum mig og ég er best þegar ég fæ að vera mikið með boltann. Þetta er eitthvað sem hann og aðrir þjálfarar hafa bent mér á í gegnum tíðina en svona lagað kemur líka frá manni sjálfum, því maður vill einfaldlega alltaf bæta sig.“Vinna titla á nýju ári Fram undan er risastórt ár hjá Söru Björk. Ekki síst vegna þátttöku Íslands á EM í Hollandi næsta sumar heldur vill hún einnig vinna stór afrek með Wolfsburg. „Það eru margir titlar í boði í Þýskalandi sem við ætlum að berjast um. Við fengum sterkan andstæðing í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar [Evrópumeistara Lyon frá Frakklandi] en viljum ná langt í þeirri keppni líka,“ segir hún. Sara Björk fékk sem fyrr segir lítið sumarfrí og hefur spilað mikið í haust. Hún ætlar því að nota jólafríið vel. „Ég verð að gæta mín og ætla að hugsa vel um mig. Ég kem svo inn í nýtt ár af miklum krafti.“ EM 2017 í Hollandi Þýski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skipað sér sess meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu. Á árinu sem er að líða samdi hún við þýska stórliðið Wolfsburg, eitt besta félagslið Evrópu, þar sem hún hefur verið byrjunarliðsmaður síðustu vikur og mánuði. Hún var þar að auki lykilleikmaður í frábæru íslensku landsliði sem vann sér þátttökurétt á sínu þriðja Evrópumeistaramóti í röð. Sara Björk fékk svo þann mikla heiður að vera fyrsta íslenski knattspyrnumaðurinn sem kemst á lista yfir bestu leikmenn Evrópu, þegar Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti tilnefningar til knattspyrnumanns ársins. Var Sara Björk í nítjánda sæti í kvennaflokki en til greina komu allir evrópskir leikmenn sem og þeir sem spila með félagsliðum í Evrópu. Hún ákvað um mitt þetta ár að ganga að tilboði Wolfsburg eftir fimm ára dvöl hjá Rosengård í Svíþjóð, þar sem hún varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari. Hún segir sjálf að það hafi verið risastórt skref á ferlinum. „Ég vildi taka almennilegri áskorun og ákvað að hoppa beint út í djúpu laugina. Samkeppnin er gríðarleg hjá félagi sem þessu, það eru meiri væntingar gerðar til manns og meiri pressa á manni. Þetta var mjög erfitt en ég vildi gera stærri kröfur til mín. Ég var á þeim tímapunkti á mínum ferli þar sem ég þurfti á því að halda,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið.Sara Björk er ánægð með dvölina í Þýskalandi.vísir/stefánÞýskur og ferkantaður Sara Björk samdi við Wolfsburg í júní en spilaði með Rosengård fram að sumarfríi í Svíþjóð. En þá tók strax við undirbúningstímabil í Þýskalandi fyrir nýtt tímabil sem hófst í lok sumars. Sara Björk fékk því litla hvíld í sumar. „Ég finn að ég er enn að aðlagast öllu – nýju landi, tungumáli og deild og á enn mikið inni. Ég byrjaði á bekknum í fyrstu leikjunum en hef síðan þá spilað alla leiki og náð að stimpla mig nokkuð vel inn,“ segir hún enn fremur. „Þetta er búið að vera erfitt og krefjandi en um leið afar mikilvægt á mínum ferli.“ Sara Björk kom við sögu í fjórtán leikjum með Wolfsburg í öllum keppnum á þessu ári og hefur skorað í þeim eitt mark. Hún segir að þó svo að álagið sé á köflum mikið sé afar vel hugsað um leikmenn hjá Wolfsburg og fagmannlega að öllu staðið. Þjálfarinn Ralf Kellermann gefur þó leikmönnum lítinn slaka. „Hann er mjög þýskur – ferkantaður og það má ekkert út af bregða,“ segir hún í léttum dúr. „Hann lætur mann óhikað vita af því ef maður gerir mistök. Það tekur á sjálfstraustið og annaðhvort styrkir eða brýtur niður. Maður þarf bara að vera duglegur að segja sjálfum sér að halda áfram og þekkja sína eigin styrkleika.“Út úr þægindarammanum Hún segir að samkeppni á milli leikmanna um stöður í liðinu sé ólík öllu því sem hún hefur áður kynnst. Ekki nái allir nýir leikmenn að aðlagast því. „Þetta heldur manni á tánum. Og ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Ef þú átt lélega æfingaviku þá eru líkur á að þú byrjir á bekknum. Samkeppnin var mestu viðbrigðin fyrir mig því hjá Rosengård gat maður átt tvo slaka leiki án þess að manni yrði sérstaklega refsað fyrir það. Þetta ýtir manni út úr ákveðnum þægindaramma og það var ástæðan fyrir því að ég vildi fara til Þýskalands.“Sara Björk er í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem keppir á EM í Hollandi næsta sumar.vísir/antonHef þroskast helling Sara Björk hefur ávallt verið mikill dugnaðarforkur á miðjunni – leikmaður sem vinnur marga bolta með dugnaði og vilja. En hún segist hafa bætt sig á öðrum sviðum líka með tíð og tíma. „Ég er enn þessi leikmaður sem ég var alltaf. En í dag tel ég að ég sé komin með betri yfirsýn, hef meiri yfirvegun á bolta og er betri spilandi leikmaður. Ég spara hlaupin mín og spara orkuna. Ég tel að ég hafi þroskast heilan helling,“ segir hún. Hún segist hafa lært af þeim mörgu þjálfurum sem hún hafi haft í gegnum tíðina. Það hafi til dæmis byrjað í Svíþjóð þegar hún þurfti að aðlagast gæðunum þar. En hún hafi líka tekið út ákveðinn þroska með landsliðinu, þar sem þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir miklar kröfur til hennar. „Hann vill að boltinn fari mikið í gegnum mig og ég er best þegar ég fæ að vera mikið með boltann. Þetta er eitthvað sem hann og aðrir þjálfarar hafa bent mér á í gegnum tíðina en svona lagað kemur líka frá manni sjálfum, því maður vill einfaldlega alltaf bæta sig.“Vinna titla á nýju ári Fram undan er risastórt ár hjá Söru Björk. Ekki síst vegna þátttöku Íslands á EM í Hollandi næsta sumar heldur vill hún einnig vinna stór afrek með Wolfsburg. „Það eru margir titlar í boði í Þýskalandi sem við ætlum að berjast um. Við fengum sterkan andstæðing í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar [Evrópumeistara Lyon frá Frakklandi] en viljum ná langt í þeirri keppni líka,“ segir hún. Sara Björk fékk sem fyrr segir lítið sumarfrí og hefur spilað mikið í haust. Hún ætlar því að nota jólafríið vel. „Ég verð að gæta mín og ætla að hugsa vel um mig. Ég kem svo inn í nýtt ár af miklum krafti.“
EM 2017 í Hollandi Þýski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira