Viðskipti erlent

IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Bandarísk neytendasamtök hafa gagnrýnt MALM-kommóðurnar vinsælu.
Bandarísk neytendasamtök hafa gagnrýnt MALM-kommóðurnar vinsælu. Vísir/AFP
Húsgagnarisinn IKEA mun greiða þremur fjölskyldum í Bandaríkjunum 50 milljónir Bandaríkjadala, um 5,7 milljarða króna, í skaðabætur eftir að þrjú börn létust eftir að hafa fengið hinar vinsælu MALM-kommóður yfir sig.

NBC greinir frá þessu. Lögfræðistofan sem rak mál fjölskyldnanna segir að upphæðin deilist á milli þeirra.

IKEA hyggst einnig styrkja þrjá barnaspítala og stofnun sem vinnur að því að tryggja öryggi barna um alls 30 milljónir króna.

Í frétt SVT um málið kemur fram að IKEA í Bandaríkjunum hafi greint frá því í kjölfar þriðja banaslyssins í júní að 29 milljónir MALM-kommóða yrðu innkallaðar og sölu kommóðunnar hætt í Bandaríkjunum.

Áður hafði fyrirtækið hvatt viðskiptavini sem ekki höfðu skrúfað kómmóðurnar fastar við vegg að gera það án tafar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×