Geðveik jólagjöf María Bjarnadóttir skrifar 23. desember 2016 07:00 Landlæknir skrifaði nýlega um að Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun ætti rætur í kerfisvanda og að það þyrfti að huga að fleiri geðheilbrigðisúrræðum en ávísun lyfja. Þetta eru engar fréttir fyrir almenning sem hefur kallað eftir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er undirskriftalisti á Facebook. Þetta var meira að segja sjóðheitt kosningamál. Fyrir kosningar voru allir flokkar sammála um að það þyrfti aukið fjármagn í geðheilbrigðismál. Meira fjármagn og fleiri sálfræðinga. Alveg akút. Fjármálaráðherra sagði í umræðum um heilbrigðismál fyrir kosningar að við værum „að missa alltof margt ungt fólk í örorku af því að við erum að bregðast þessu fólki á fyrstu stigum vandans“. Nýkjörinn þingmaður Pírata var í mikilvægu viðtali í vikunni þar sem hann benti á að íslenskt samfélag hefði misst 49 einstaklinga í sjálfsvíg á síðasta ári og að það yrði að veita fé til forvarna og stórauka þjónustu. Það væri hreinlega lífsnauðsynlegt. Heppilegt að nú eru til umræðu fjárlög á Alþingi. Í frumvarpinu er tekið fram að auka eigi fjármagn til heilsugæslu svo hún geti veitt sálfræðiþjónustu í samræmi við ályktun Alþingis frá í apríl. Fjárhæðin er 60 milljónir. Með launatengdum gjöldum dekkar þetta laun fyrir rúmlega 6 sálfræðinga. Þvílík ofurmenni ef þessir 6 starfsmenn eiga að duga til að bregðast við vandanum. Hvernig væri að þingmenn myndu standa við gefin kosningaloforð, bregðast við ábendingum sérfræðinga og notenda og þrykkja í gegn almennilegri fjárveitingu í málaflokkinn? Væri það ekki geðveik jólagjöf til okkar allra? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi María Bjarnadóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Landlæknir skrifaði nýlega um að Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun ætti rætur í kerfisvanda og að það þyrfti að huga að fleiri geðheilbrigðisúrræðum en ávísun lyfja. Þetta eru engar fréttir fyrir almenning sem hefur kallað eftir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er undirskriftalisti á Facebook. Þetta var meira að segja sjóðheitt kosningamál. Fyrir kosningar voru allir flokkar sammála um að það þyrfti aukið fjármagn í geðheilbrigðismál. Meira fjármagn og fleiri sálfræðinga. Alveg akút. Fjármálaráðherra sagði í umræðum um heilbrigðismál fyrir kosningar að við værum „að missa alltof margt ungt fólk í örorku af því að við erum að bregðast þessu fólki á fyrstu stigum vandans“. Nýkjörinn þingmaður Pírata var í mikilvægu viðtali í vikunni þar sem hann benti á að íslenskt samfélag hefði misst 49 einstaklinga í sjálfsvíg á síðasta ári og að það yrði að veita fé til forvarna og stórauka þjónustu. Það væri hreinlega lífsnauðsynlegt. Heppilegt að nú eru til umræðu fjárlög á Alþingi. Í frumvarpinu er tekið fram að auka eigi fjármagn til heilsugæslu svo hún geti veitt sálfræðiþjónustu í samræmi við ályktun Alþingis frá í apríl. Fjárhæðin er 60 milljónir. Með launatengdum gjöldum dekkar þetta laun fyrir rúmlega 6 sálfræðinga. Þvílík ofurmenni ef þessir 6 starfsmenn eiga að duga til að bregðast við vandanum. Hvernig væri að þingmenn myndu standa við gefin kosningaloforð, bregðast við ábendingum sérfræðinga og notenda og þrykkja í gegn almennilegri fjárveitingu í málaflokkinn? Væri það ekki geðveik jólagjöf til okkar allra? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun