Skatan í öndvegi á Twitter: Bestu Þorláksmessutístin Nína Hjördís Þorkelsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 23. desember 2016 23:05 Skatan þótti ekki fínn matur hér áður fyrr. Fréttablaðið/GVA Sannkölluð hátíðarstemning var í miðbænum í dag og í kvöld þegar þúsundir manna áttu þar leið um í jólaerindagjörðum á Þorláksmessukvöldi enda örstutt í jólin. Að sögn lögreglu gekk umferð í miðbænum almennt vel þrátt fyrir þann gífurlega fjölda vegfarenda sem fóru bæði gangandi og akandi um Laugaveginn. Að sögn Arnars Más Eyfells, yfirumsjónarmanns á Ingólfssvelli var mikill mannfjöldi samankominn á Ingólfstorgi í allan dag og í kvöld og var stemningin góð. Ekki virðist fólk hafa verið mikið stressað fyrir jólunum en að sögn Arnars var mannskapurinn í sannkölluðu hátíðarskapi. “Það var enginn stressaður, allir voru gríðarlega kátir” sagði Arnar sem sagði jafnframt að snjókoma kvöldsins hefði verið sérstaklega þægileg og jólaleg. Þorláksmessa, er líkt og flestir vita, haldin hátíðleg 23. desember ár hvert. Hátíðin er tileinkuð Þorláki helga Þórhallssyni sem er annar tveggja Íslendinga sem teknir hafa verið í dýrlingatölu. Á Vísindavefnum segir að þar sem Þorláksmessu ber upp á síðasta dag jólaföstunnar sé löng hefð fyrir því að neyta ekki kjöts þennan dag. Lélegur fiskur þótti hæfilegur matur daginn fyrir aðfangadag og þótti skötuát því vel til fallin en hún var ekki álitin neinn herramannsmatur í þá daga. Hins vegar hafa Íslendingar haldið þessum sið og þykir mörgum skatan ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Skemmtileg umræða myndaðist jafnframt á Twitter þar sem fólk tísti um daginn og sagði frá reynslu sinni af búðarröltinu á Laugaveginum og af skötuátinu í dag, þar sem margir voru sammála um að lyktin væri ekki sú besta. Talsvert var um skemmtileg tíst frá útlendingum sem voru mishrifnir af skötunni.Klukkan er 21:33 á þorláksmessu og ég er búinn að kaupa allar gjafir, ég er óvenju snemma í ár! Gleðileg jól vinir— Steindi jR (@SteindiJR) December 23, 2016 Psa: Skata er ekki góður þynnkumatur. Var að æla á bílinn minn.— ma bjrk (@tilhvers) December 23, 2016 Mér finnst skata mjög góð á bragðið. Það er engin lygi. Hef stóran hluta þeirra sem hallmæla henni grunaðan um að hafa aldrei smakkað hana.— Stígur Helgason (@Stigurh) December 23, 2016 Kl 12: Skata!Kl 17: Skata!Kl 20: Bráðamóttakan í Fossvogi.— Stefán Máni (@Svartur_a_leik) December 23, 2016 Góður brandari í dag er að kalla öll pör sem þið sjáið skötuhjú ☺— Gyða Lóa Ólafsdóttir (@gydaloa) December 23, 2016 Note to self fyrir næsta ár. Ekki fá sér kók með skötu.— Natan Marx (@NatanKol) December 23, 2016 Þorláksmessa: the day Iceland smells of putrid fish & you are forced to participate in the name of Christmas. pic.twitter.com/eSaIzgNjym— Lara Hogg (@archaeomadillo) December 23, 2016 #þorláksmessa Tweets Jólafréttir Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Sannkölluð hátíðarstemning var í miðbænum í dag og í kvöld þegar þúsundir manna áttu þar leið um í jólaerindagjörðum á Þorláksmessukvöldi enda örstutt í jólin. Að sögn lögreglu gekk umferð í miðbænum almennt vel þrátt fyrir þann gífurlega fjölda vegfarenda sem fóru bæði gangandi og akandi um Laugaveginn. Að sögn Arnars Más Eyfells, yfirumsjónarmanns á Ingólfssvelli var mikill mannfjöldi samankominn á Ingólfstorgi í allan dag og í kvöld og var stemningin góð. Ekki virðist fólk hafa verið mikið stressað fyrir jólunum en að sögn Arnars var mannskapurinn í sannkölluðu hátíðarskapi. “Það var enginn stressaður, allir voru gríðarlega kátir” sagði Arnar sem sagði jafnframt að snjókoma kvöldsins hefði verið sérstaklega þægileg og jólaleg. Þorláksmessa, er líkt og flestir vita, haldin hátíðleg 23. desember ár hvert. Hátíðin er tileinkuð Þorláki helga Þórhallssyni sem er annar tveggja Íslendinga sem teknir hafa verið í dýrlingatölu. Á Vísindavefnum segir að þar sem Þorláksmessu ber upp á síðasta dag jólaföstunnar sé löng hefð fyrir því að neyta ekki kjöts þennan dag. Lélegur fiskur þótti hæfilegur matur daginn fyrir aðfangadag og þótti skötuát því vel til fallin en hún var ekki álitin neinn herramannsmatur í þá daga. Hins vegar hafa Íslendingar haldið þessum sið og þykir mörgum skatan ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Skemmtileg umræða myndaðist jafnframt á Twitter þar sem fólk tísti um daginn og sagði frá reynslu sinni af búðarröltinu á Laugaveginum og af skötuátinu í dag, þar sem margir voru sammála um að lyktin væri ekki sú besta. Talsvert var um skemmtileg tíst frá útlendingum sem voru mishrifnir af skötunni.Klukkan er 21:33 á þorláksmessu og ég er búinn að kaupa allar gjafir, ég er óvenju snemma í ár! Gleðileg jól vinir— Steindi jR (@SteindiJR) December 23, 2016 Psa: Skata er ekki góður þynnkumatur. Var að æla á bílinn minn.— ma bjrk (@tilhvers) December 23, 2016 Mér finnst skata mjög góð á bragðið. Það er engin lygi. Hef stóran hluta þeirra sem hallmæla henni grunaðan um að hafa aldrei smakkað hana.— Stígur Helgason (@Stigurh) December 23, 2016 Kl 12: Skata!Kl 17: Skata!Kl 20: Bráðamóttakan í Fossvogi.— Stefán Máni (@Svartur_a_leik) December 23, 2016 Góður brandari í dag er að kalla öll pör sem þið sjáið skötuhjú ☺— Gyða Lóa Ólafsdóttir (@gydaloa) December 23, 2016 Note to self fyrir næsta ár. Ekki fá sér kók með skötu.— Natan Marx (@NatanKol) December 23, 2016 Þorláksmessa: the day Iceland smells of putrid fish & you are forced to participate in the name of Christmas. pic.twitter.com/eSaIzgNjym— Lara Hogg (@archaeomadillo) December 23, 2016 #þorláksmessa Tweets
Jólafréttir Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira