Flugfargjöld fara sífellt lækkandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2016 13:16 Sífellt ódýrara er fyrir Íslendinga að ferðast út fyrir landsteinana. Mynd/Pjetur Samkvæmt verðkönnun sem gerð var af Dohop hafa flugfargjöld lækkað umtalsvert frá því í fyrra. Nú er meðalverð flugfargjalds fram og til baka frá Íslandi 45.482 krónur en það var tæpum 10 þúsund krónum hærra í desember í fyrra. Meðalverð flugfargjalda náði lágmarki í október á þessu ári, en það var aðeins 41 þúsund fyrir báðar leiðir. Í janúar á næsta ári stefnir í að meðalverðið fari undir 40 þúsund krónur. Á bloggsíðu Dohop segir að lækkun flugfargjalda til borga í Evrópu, til dæmis til Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna, hafi haft mikið að segja varðandi hina ríflegu lækkun. Flugfargjald í janúar 2017 er 20 þúsund krónum lægra að meðaltali en á sama tíma fyrir ári.mynd/dohopEnn meiri verðlækkanir á næsta áriDohop spáir því að verð á flugmiðum eigi eftir að halda áfram að lækka á næstu mánuðum. Til að mynda má sjá á línuritinu hér fyrir ofan að meðalverð flugfargjalda í janúar á næsta ári er aðeins 36.668 krónur sem er næstum því 20 þúsund krónum lægra verð en á sama tíma fyrir ári. Tölur um meðalverð á flugi til tíu vinsælla borga næstu vikur sýna meðal annars að hægt er að komast til hins sólríka áfangastaðar Alikante fyrir rúmar 30 þúsund krónur báðar leiðir og hægt er að fara til Edinborgar fyrir enn lægri upphæð. Eins og gefur að skilja eru ferðalög vestur um haf talsvert dýrari, meðalfargjald til Nýju Jórvíkur í janúar er rúmar 94 þúsund krónur og til Boston rúmar 63 þúsund.Íslendingar flykkjast til ódýrari borgaTómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að verðin hjá ferðaskrifstofunni hafi einnig lækkað. Margir þættir spili þó inn í verð á ferðum ferðaskrifstofunnar. Flugfargjöld eru þannig ekki eini þátturinn sem ákvarðar verð þeirra. Gisting er oftast innifalin í þessum ferðum og því hefur kostnaður við hótelgistingu einnig mikil áhrif á heildarverðið. Þess auki spilar gengi gjaldmiðla og eldsneytiskostnaður inn í. Tómas segir að Heimsferðir hafi á síðustu misserum lækkað verð sín jafnt og þétt. „Verðin hjá okkur hafa farið lækkandi að mestu leyti þótt hótelkostnaður, sem er í evrum, hafi reyndar farið hækkandi,“ segir Tómas. Tómas fullyrðir að borgir, þar sem uppihald og gisting eru með ódýrara móti, séu vinsælar meðal Íslendinga. „Borgir eins og Lissabon og Portó sem eru töluvert ódýrari en þessar „dýru“ borgir í norðurhluta Evrópu,“ segir hann. Tómas segir að Austur-Evrópa fagni að sama skapi auknum vinsældum meðal Íslendinga enda ekki ýkja dýrt að gista þar og snæða. Flugfargjöld til Barselóna og Kaupmannahafnar hafa lækkað umtalsvert á síðustu misserum.mynd/dohopTölur ekki ósvipaðar og árið 2007Tómas segir að ferðalöngum sem fóru með Heimsferðum á árinu hafi fjölgað frá því í fyrra og síðustu ár. „Við sjáum aukningu, jafnvel þótt EM hafi sett strik í reikninginn hvað varðar sólarlandaferðirnar. Aukningin var sérstaklega mikil með haustinu og vetrinum.“ Tómas spáir enn tíðari utanlandsferðum Íslendinga á næsta ári, sólarlandaferðir til Kanaríeyja í vetur hafa til að mynda selst vel. Hann segist ekki hafa séð jafn góðar farþegatölur frá því fyrir kreppu. „Tölurnar eru í raun ekkert ósvipaðar og árið 2007“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Sjá meira
Samkvæmt verðkönnun sem gerð var af Dohop hafa flugfargjöld lækkað umtalsvert frá því í fyrra. Nú er meðalverð flugfargjalds fram og til baka frá Íslandi 45.482 krónur en það var tæpum 10 þúsund krónum hærra í desember í fyrra. Meðalverð flugfargjalda náði lágmarki í október á þessu ári, en það var aðeins 41 þúsund fyrir báðar leiðir. Í janúar á næsta ári stefnir í að meðalverðið fari undir 40 þúsund krónur. Á bloggsíðu Dohop segir að lækkun flugfargjalda til borga í Evrópu, til dæmis til Mílanó, Kaupmannahafnar og Barselóna, hafi haft mikið að segja varðandi hina ríflegu lækkun. Flugfargjald í janúar 2017 er 20 þúsund krónum lægra að meðaltali en á sama tíma fyrir ári.mynd/dohopEnn meiri verðlækkanir á næsta áriDohop spáir því að verð á flugmiðum eigi eftir að halda áfram að lækka á næstu mánuðum. Til að mynda má sjá á línuritinu hér fyrir ofan að meðalverð flugfargjalda í janúar á næsta ári er aðeins 36.668 krónur sem er næstum því 20 þúsund krónum lægra verð en á sama tíma fyrir ári. Tölur um meðalverð á flugi til tíu vinsælla borga næstu vikur sýna meðal annars að hægt er að komast til hins sólríka áfangastaðar Alikante fyrir rúmar 30 þúsund krónur báðar leiðir og hægt er að fara til Edinborgar fyrir enn lægri upphæð. Eins og gefur að skilja eru ferðalög vestur um haf talsvert dýrari, meðalfargjald til Nýju Jórvíkur í janúar er rúmar 94 þúsund krónur og til Boston rúmar 63 þúsund.Íslendingar flykkjast til ódýrari borgaTómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að verðin hjá ferðaskrifstofunni hafi einnig lækkað. Margir þættir spili þó inn í verð á ferðum ferðaskrifstofunnar. Flugfargjöld eru þannig ekki eini þátturinn sem ákvarðar verð þeirra. Gisting er oftast innifalin í þessum ferðum og því hefur kostnaður við hótelgistingu einnig mikil áhrif á heildarverðið. Þess auki spilar gengi gjaldmiðla og eldsneytiskostnaður inn í. Tómas segir að Heimsferðir hafi á síðustu misserum lækkað verð sín jafnt og þétt. „Verðin hjá okkur hafa farið lækkandi að mestu leyti þótt hótelkostnaður, sem er í evrum, hafi reyndar farið hækkandi,“ segir Tómas. Tómas fullyrðir að borgir, þar sem uppihald og gisting eru með ódýrara móti, séu vinsælar meðal Íslendinga. „Borgir eins og Lissabon og Portó sem eru töluvert ódýrari en þessar „dýru“ borgir í norðurhluta Evrópu,“ segir hann. Tómas segir að Austur-Evrópa fagni að sama skapi auknum vinsældum meðal Íslendinga enda ekki ýkja dýrt að gista þar og snæða. Flugfargjöld til Barselóna og Kaupmannahafnar hafa lækkað umtalsvert á síðustu misserum.mynd/dohopTölur ekki ósvipaðar og árið 2007Tómas segir að ferðalöngum sem fóru með Heimsferðum á árinu hafi fjölgað frá því í fyrra og síðustu ár. „Við sjáum aukningu, jafnvel þótt EM hafi sett strik í reikninginn hvað varðar sólarlandaferðirnar. Aukningin var sérstaklega mikil með haustinu og vetrinum.“ Tómas spáir enn tíðari utanlandsferðum Íslendinga á næsta ári, sólarlandaferðir til Kanaríeyja í vetur hafa til að mynda selst vel. Hann segist ekki hafa séð jafn góðar farþegatölur frá því fyrir kreppu. „Tölurnar eru í raun ekkert ósvipaðar og árið 2007“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Sjá meira