Vinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016 nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 10:30 Kaupmannahöfn og Lundúnir eru vinsælustu áfangastaðir Íslendinga. Vísir/Vilhelm Kaupmannahöfn og London eru langvinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016. Dohop tók saman þá áfangastaði sem oftast voru slegnir inn í leitarvél þeirra af Íslendingum á árinu fyrir Vísi. Tölurnar miðast ekki við keyptar ferðir, heldur þá áfangastaði sem landsmenn hafa oftast slegið inn í leitarvélina. Hér er listinn í heild sinni: 1. Kaupmannahöfn 2. London 3. París 4. Barselóna 5. Osló 6. Tenerife 7. Alicante 8. Berlín 9. Amsterdam 10. Mílanó Kaupmannahöfn er á toppi listans en borgin hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í áraraðir. Samkvæmt upplýsingum frá Dohop er borgin jafnframt í öðru sæti á lista yfir borgir þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Lundúnir eru í öðru sæti listans og borgin er efst á lista yfir þá áfangastaði þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru Lundúnir og Kaupmannahöfn þær borgir sem flestir sækja heim og þannig hafi það lengi verið. París er í þriðja sæti á listanum. Fjölmargir Íslendingar lögðu leið sína til Frakklands á EM í fótbolta og mörg flugfélög bættu við flugum til Parísar og annarra áfangastaða í Frakklandi í júní. Nice komst ekki á lista yfir tíu vinsælustu áfangastaðina en borgin vermir þó tólfta sæti. Barselóna er í fjórða sæti en nú er flogið beint til borgarinnar allt árið um kring. Beint flug er frá Keflavíkurflugvelli til allra áfangastaðanna sem eru á listanum. Flugleitir Íslendinga til Lundúna og Kaupmannahafnar voru yfir 400 þúsund á árinu.mynd/vísirÞrátt fyrir að beint flug sé frá Íslandi til yfir tuttugu áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum komst engin borg vestanhafs á listann. Dohop tók einnig saman tölur um hótelbókanir Íslendinga í gegnum síðuna og þar var New York í áttunda sæti.Mikil aukning í ferðamennsku Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði í samtali við Vísi að ferðalög Íslendinga væru að aukast og farþegatölur ferðaskrifstofunnar væru ekki ólíkar því sem var árið 2007. Hann spáði því að ferðalög Íslendinga til útlanda verði enn meiri á næsta ári. „Sólarlandaferðirnar í vetur hafa selst afar vel hjá okkur,“ fullyrti Tómas. Að sama skapi fjölgar ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Samkvæmt vef Isavia hafa 6,3 milljónir manna farið í gegnum flugvöllinn það sem af er árinu, samanborið við rúmlega 4,5 milljónir á sama tíma í fyrra. 317 Íslendingar bókuðu hótel í Reykjavík í gegnum Dohop.mynd/vísir Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16 55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Kaupmannahöfn og London eru langvinsælustu áfangastaðir Íslendinga árið 2016. Dohop tók saman þá áfangastaði sem oftast voru slegnir inn í leitarvél þeirra af Íslendingum á árinu fyrir Vísi. Tölurnar miðast ekki við keyptar ferðir, heldur þá áfangastaði sem landsmenn hafa oftast slegið inn í leitarvélina. Hér er listinn í heild sinni: 1. Kaupmannahöfn 2. London 3. París 4. Barselóna 5. Osló 6. Tenerife 7. Alicante 8. Berlín 9. Amsterdam 10. Mílanó Kaupmannahöfn er á toppi listans en borgin hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í áraraðir. Samkvæmt upplýsingum frá Dohop er borgin jafnframt í öðru sæti á lista yfir borgir þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Lundúnir eru í öðru sæti listans og borgin er efst á lista yfir þá áfangastaði þar sem flestir Íslendingar bóka hótel. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru Lundúnir og Kaupmannahöfn þær borgir sem flestir sækja heim og þannig hafi það lengi verið. París er í þriðja sæti á listanum. Fjölmargir Íslendingar lögðu leið sína til Frakklands á EM í fótbolta og mörg flugfélög bættu við flugum til Parísar og annarra áfangastaða í Frakklandi í júní. Nice komst ekki á lista yfir tíu vinsælustu áfangastaðina en borgin vermir þó tólfta sæti. Barselóna er í fjórða sæti en nú er flogið beint til borgarinnar allt árið um kring. Beint flug er frá Keflavíkurflugvelli til allra áfangastaðanna sem eru á listanum. Flugleitir Íslendinga til Lundúna og Kaupmannahafnar voru yfir 400 þúsund á árinu.mynd/vísirÞrátt fyrir að beint flug sé frá Íslandi til yfir tuttugu áfangastaða í Kanada og Bandaríkjunum komst engin borg vestanhafs á listann. Dohop tók einnig saman tölur um hótelbókanir Íslendinga í gegnum síðuna og þar var New York í áttunda sæti.Mikil aukning í ferðamennsku Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði í samtali við Vísi að ferðalög Íslendinga væru að aukast og farþegatölur ferðaskrifstofunnar væru ekki ólíkar því sem var árið 2007. Hann spáði því að ferðalög Íslendinga til útlanda verði enn meiri á næsta ári. „Sólarlandaferðirnar í vetur hafa selst afar vel hjá okkur,“ fullyrti Tómas. Að sama skapi fjölgar ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Samkvæmt vef Isavia hafa 6,3 milljónir manna farið í gegnum flugvöllinn það sem af er árinu, samanborið við rúmlega 4,5 milljónir á sama tíma í fyrra. 317 Íslendingar bókuðu hótel í Reykjavík í gegnum Dohop.mynd/vísir
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16 55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Flugfargjöld fara sífellt lækkandi Meðalverð fargjalds í janúar árið 2017 er 20 þúsund krónum lægra en á sama tíma fyrir ári. 29. desember 2016 13:16
55 prósent Íslendinga ferðuðust til útlanda í sumar Um 75 prósent aðspurðra sögðust hafa ferðast innanlands í sumar samkvmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 25. október 2016 10:59