Tólfunni flogið til Lúxemborgar til að taka Víkingaklappið á jólagleði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2016 12:02 Sex meðlimum Tólfunnar, stuðningsveitar íslensku landsliðanna í knattspyrnu, var sérstaklega flogið út til Lúxemborgar á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka Víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. „Það var haft samband við okkur og við beðnir um að safna saman þremur trommurum og þremur fylgisveinum,“ segir Friðgeir Bergsteinsson, einn af þeim sem fóru út fyrir hönd Tólfunnar. Vísir náði í skottið á honum rétt áður en Tólfumeðlimirnir flugu heim frá Lúxembúrg en ferðin var stutt, þeir fóru út í gær. „Það var ráðstefna hjá þeim fyrr um daginn og þetta var svona pepp fyrir jólagleðina,“ segir Friðgeir en það eina sem þeir þurftu að gera var að taka Víkingaklappið fræga þrisvar sinnum. Friðgeir segir að klappið hafi slegið í gegn líkt og sjá má meðfylgjandi myndbandi. „Við fórum upp á svið og Joey Drummer og Benni Bongó gerðu sitt Það var svaka stemmning í fólkinu og við vorum að peppa fólkið.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Tólfumeðlimirnir taka að sér eitthvað á borð við þetta og var ferðin ekki af lakari taginu en Friðgeir segir að afar vel hafi verið tekið á móti þeim félögum. Það er mikið um að vera hjá Tólfunni þessa dagana en tilkynnt var í gær að Tólfan og stuðningsmenn Íslands á EM í Frakklandi í sumar hafi verið tilnefndir sem stuðningsmenn ársins af FIFA. „Við fréttum það bara í gær og viljum endilega að fólk kjósi okkur,“ segir Friðgeir en hægt er að greiða atkvæði hér. Tengdar fréttir Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45 Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum umfram fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Sex meðlimum Tólfunnar, stuðningsveitar íslensku landsliðanna í knattspyrnu, var sérstaklega flogið út til Lúxemborgar á vegum endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young til að taka Víkingaklappið fræga á jólagleði fyrirtækisins. „Það var haft samband við okkur og við beðnir um að safna saman þremur trommurum og þremur fylgisveinum,“ segir Friðgeir Bergsteinsson, einn af þeim sem fóru út fyrir hönd Tólfunnar. Vísir náði í skottið á honum rétt áður en Tólfumeðlimirnir flugu heim frá Lúxembúrg en ferðin var stutt, þeir fóru út í gær. „Það var ráðstefna hjá þeim fyrr um daginn og þetta var svona pepp fyrir jólagleðina,“ segir Friðgeir en það eina sem þeir þurftu að gera var að taka Víkingaklappið fræga þrisvar sinnum. Friðgeir segir að klappið hafi slegið í gegn líkt og sjá má meðfylgjandi myndbandi. „Við fórum upp á svið og Joey Drummer og Benni Bongó gerðu sitt Það var svaka stemmning í fólkinu og við vorum að peppa fólkið.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Tólfumeðlimirnir taka að sér eitthvað á borð við þetta og var ferðin ekki af lakari taginu en Friðgeir segir að afar vel hafi verið tekið á móti þeim félögum. Það er mikið um að vera hjá Tólfunni þessa dagana en tilkynnt var í gær að Tólfan og stuðningsmenn Íslands á EM í Frakklandi í sumar hafi verið tilnefndir sem stuðningsmenn ársins af FIFA. „Við fréttum það bara í gær og viljum endilega að fólk kjósi okkur,“ segir Friðgeir en hægt er að greiða atkvæði hér.
Tengdar fréttir Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45 Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum umfram fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Íslenska þjóðin getur hjálpað Íslandi að eignast stuðningsmenn ársins hjá FIFA | Hér getur þú kosið Stuðningsmenn íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi koma til greina sem stuðningsmenn ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. 9. desember 2016 22:45
Ísland á stuðningsmenn ársins hjá stærsta fótboltatímariti heims Víkingaklappið sló í gegn á árinu og íslenskir stuðningsmenn eiga sinn sess í uppgjöri fótboltaársins hjá Four Four Two. 7. desember 2016 14:30