Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi.
Þar takast sérfræðingar þáttarins á um fimm málefni og oft skapast skemmtilegar umræður.
Þeir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í síðasta þætti og þeir rökræddu um eftirfarandi atriði:
-Hver eru bestu kaupin á Íslendingi í Domino's deild karla?
-Hvaða lið er skemmtilegast á að horfa í deildinni?
-Eru Ragnarrök í Reykjanesbæ?
-Hvaða lið getur tekið mesta stökkið?
-Hver er mesta kempa deildarinnar?
Framlenginguna má sjá í spilaranum hér að ofan.
