Olíuverð nær fyrri hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2016 10:46 Um er að ræða fyrsta samkomulag olíuríkja á heimsvísu í 15 ár. Vísir/EPA Olíuverð hefur rokið upp á við í dag og hefur ekki verið hærra frá því í júlí í fyrra. Olíuríki, sem ekki eru innan OPEC, samþykktu um helgina að draga úr framleiðslu um 558 þúsund tunnur til að draga úr offramboði og hækka verð. OPEC ríkin tilkynntu slík skref í síðasta mánuði, en þau ætla að draga úr framleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag. Um er að ræða fyrsta samkomulag olíuríkja á heimsvísu í 15 ár. Olíuverð hafði lækkað nánast samfleitt í tvö ár og hafði það helmingast frá 2014. Greinendur eru þó ekki sammála um áhrif samkomulagsins á olíuverð til lengri tíma. segja að þegar framleiðslubreytingarnar taka gildi í byrjun næsta árs verði. Einn sérfræðingur sem BBC ræddi við sagði að rúmlega ein og hálf milljón tunna væru ekki það mikið. Miðað við að einungis OPEC-ríkin framleiði um 33 milljónir á dag. Þá segja aðrir að til þess að samkomulagið muni duga þurfi öll ríkin að fylgja því eftir. Samkvæmt Reuters gætu einstök ríki séð færi á tekjuaukningu með því að auka framleiðsluna með hækkandi olíuverði. Þá segja greinendur Barclays að samkomulagið muni ekki lifa út næsta ár og líklega muni það leiða til verðlækkunar á seinni hluta ársins. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuverð hefur rokið upp á við í dag og hefur ekki verið hærra frá því í júlí í fyrra. Olíuríki, sem ekki eru innan OPEC, samþykktu um helgina að draga úr framleiðslu um 558 þúsund tunnur til að draga úr offramboði og hækka verð. OPEC ríkin tilkynntu slík skref í síðasta mánuði, en þau ætla að draga úr framleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag. Um er að ræða fyrsta samkomulag olíuríkja á heimsvísu í 15 ár. Olíuverð hafði lækkað nánast samfleitt í tvö ár og hafði það helmingast frá 2014. Greinendur eru þó ekki sammála um áhrif samkomulagsins á olíuverð til lengri tíma. segja að þegar framleiðslubreytingarnar taka gildi í byrjun næsta árs verði. Einn sérfræðingur sem BBC ræddi við sagði að rúmlega ein og hálf milljón tunna væru ekki það mikið. Miðað við að einungis OPEC-ríkin framleiði um 33 milljónir á dag. Þá segja aðrir að til þess að samkomulagið muni duga þurfi öll ríkin að fylgja því eftir. Samkvæmt Reuters gætu einstök ríki séð færi á tekjuaukningu með því að auka framleiðsluna með hækkandi olíuverði. Þá segja greinendur Barclays að samkomulagið muni ekki lifa út næsta ár og líklega muni það leiða til verðlækkunar á seinni hluta ársins.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira