Einn fremsti íþróttamaður Belga fékk leyfi fyrir líknardrápi: „Friðsæll dauði lætur mér líða vel“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 13:00 Marieke Vervoort vill ráða því sjálf hvenær hún kveður þennan heim. vísir/getty Marieke Vervoort, 37 ára belgísk kona sem vann gull og silfur í hjólastólaspretti á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í sumar, hefur fengið leyfi fyrir líknardrápi en hún vakti mikla athygli í sumar þegar hún sagði opinberlega að hún íhugaði að taka eigið líf beint eftir mótið í Ríó. Vervoort glímir við sjaldgæfan vöðvahrörnunarsjúkdóm en verkirnir eru svo svakalegir að hún vekur nágranna sína með öskrum á næturnar. Hún segir sögu sína í afar áhugaverðu viðtali við breska ríkisútvarpið. Vervoort er frá bænum Diest í Belgíu og er kölluð „The Beast from Diest“ eða skrímslið frá Diest. Þar er hún elskuð og dáð en risa auglýsingaskilti má finna í bænum með mynd af henni. Líknardráp var gert löglegt í Belgíu árið 2002 en afar erfitt er að komast í gegnum pappírsvinnuna og fá leyfið. Líknardráp er aðeins fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóma en það er því miður raunveruleiki þessarar belgísku afrekskonu.Vervoort vann gull og silfur á ÓL.vísir/gettyDauðinn lætur mér líða vel „Ég veit hvernig mér líður núna en ég veit ekki hvernig líðanin verður eftir hálftíma. Kannski mun mér líða alveg skelfilega og ég fer í flogakast. Ég græt og öskra af sársauka. Ég þarf mikið af verkjalyfjum til að ráða við þetta,“ segir Vervoort sem greindist með sjúkdóminn 21 árs gömul. „Ég er oft spurð hvernig ég get náð svona árangri og brosað þrátt fyrir að vera á svona mikið af lyfjum sem éta upp vöðvana. Fyrir mér eru íþróttir og hjólastólasprettur einskonar lyf.“ Vervoort vann sem fyrr segir gull og silfurverðlaun á Ólympíumótinu í Ríó en þangað ætlaði hún ekki að fara nema að hún væri komin með líknardrápsleyfið. „Ég var svo þunglynd að ég hefði aldrei geta keppt án þess að vita af leyfinu. Ég hugsaði bara um hvernig ég ætti að taka eigið líf,“ segir hún. „Öllum sem fá þetta leyfi í Belgíu líður vel því það vill enginn deyja í sársauka. Það er gott að geta valið stundina sjálf. Það að geta valið hvenær þú ferð og vera með þeim sem þú elskar er svo fallegur dauðdagi. Fyrir mér er dauðinn friðsæll. Eitthvað sem lætur mér líða vel,“ segir Marieke Vervoort. Aðrar íþróttir Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Sport Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Dagskráin í dag: Fjórða umferð FA bikarsins klárast Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Tvær þrennur í níu marka stórsigri Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Sjá meira
Marieke Vervoort, 37 ára belgísk kona sem vann gull og silfur í hjólastólaspretti á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í sumar, hefur fengið leyfi fyrir líknardrápi en hún vakti mikla athygli í sumar þegar hún sagði opinberlega að hún íhugaði að taka eigið líf beint eftir mótið í Ríó. Vervoort glímir við sjaldgæfan vöðvahrörnunarsjúkdóm en verkirnir eru svo svakalegir að hún vekur nágranna sína með öskrum á næturnar. Hún segir sögu sína í afar áhugaverðu viðtali við breska ríkisútvarpið. Vervoort er frá bænum Diest í Belgíu og er kölluð „The Beast from Diest“ eða skrímslið frá Diest. Þar er hún elskuð og dáð en risa auglýsingaskilti má finna í bænum með mynd af henni. Líknardráp var gert löglegt í Belgíu árið 2002 en afar erfitt er að komast í gegnum pappírsvinnuna og fá leyfið. Líknardráp er aðeins fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóma en það er því miður raunveruleiki þessarar belgísku afrekskonu.Vervoort vann gull og silfur á ÓL.vísir/gettyDauðinn lætur mér líða vel „Ég veit hvernig mér líður núna en ég veit ekki hvernig líðanin verður eftir hálftíma. Kannski mun mér líða alveg skelfilega og ég fer í flogakast. Ég græt og öskra af sársauka. Ég þarf mikið af verkjalyfjum til að ráða við þetta,“ segir Vervoort sem greindist með sjúkdóminn 21 árs gömul. „Ég er oft spurð hvernig ég get náð svona árangri og brosað þrátt fyrir að vera á svona mikið af lyfjum sem éta upp vöðvana. Fyrir mér eru íþróttir og hjólastólasprettur einskonar lyf.“ Vervoort vann sem fyrr segir gull og silfurverðlaun á Ólympíumótinu í Ríó en þangað ætlaði hún ekki að fara nema að hún væri komin með líknardrápsleyfið. „Ég var svo þunglynd að ég hefði aldrei geta keppt án þess að vita af leyfinu. Ég hugsaði bara um hvernig ég ætti að taka eigið líf,“ segir hún. „Öllum sem fá þetta leyfi í Belgíu líður vel því það vill enginn deyja í sársauka. Það er gott að geta valið stundina sjálf. Það að geta valið hvenær þú ferð og vera með þeim sem þú elskar er svo fallegur dauðdagi. Fyrir mér er dauðinn friðsæll. Eitthvað sem lætur mér líða vel,“ segir Marieke Vervoort.
Aðrar íþróttir Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Sport Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Dagskráin í dag: Fjórða umferð FA bikarsins klárast Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Tvær þrennur í níu marka stórsigri Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Sjá meira