Einn fremsti íþróttamaður Belga fékk leyfi fyrir líknardrápi: „Friðsæll dauði lætur mér líða vel“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 13:00 Marieke Vervoort vill ráða því sjálf hvenær hún kveður þennan heim. vísir/getty Marieke Vervoort, 37 ára belgísk kona sem vann gull og silfur í hjólastólaspretti á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í sumar, hefur fengið leyfi fyrir líknardrápi en hún vakti mikla athygli í sumar þegar hún sagði opinberlega að hún íhugaði að taka eigið líf beint eftir mótið í Ríó. Vervoort glímir við sjaldgæfan vöðvahrörnunarsjúkdóm en verkirnir eru svo svakalegir að hún vekur nágranna sína með öskrum á næturnar. Hún segir sögu sína í afar áhugaverðu viðtali við breska ríkisútvarpið. Vervoort er frá bænum Diest í Belgíu og er kölluð „The Beast from Diest“ eða skrímslið frá Diest. Þar er hún elskuð og dáð en risa auglýsingaskilti má finna í bænum með mynd af henni. Líknardráp var gert löglegt í Belgíu árið 2002 en afar erfitt er að komast í gegnum pappírsvinnuna og fá leyfið. Líknardráp er aðeins fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóma en það er því miður raunveruleiki þessarar belgísku afrekskonu.Vervoort vann gull og silfur á ÓL.vísir/gettyDauðinn lætur mér líða vel „Ég veit hvernig mér líður núna en ég veit ekki hvernig líðanin verður eftir hálftíma. Kannski mun mér líða alveg skelfilega og ég fer í flogakast. Ég græt og öskra af sársauka. Ég þarf mikið af verkjalyfjum til að ráða við þetta,“ segir Vervoort sem greindist með sjúkdóminn 21 árs gömul. „Ég er oft spurð hvernig ég get náð svona árangri og brosað þrátt fyrir að vera á svona mikið af lyfjum sem éta upp vöðvana. Fyrir mér eru íþróttir og hjólastólasprettur einskonar lyf.“ Vervoort vann sem fyrr segir gull og silfurverðlaun á Ólympíumótinu í Ríó en þangað ætlaði hún ekki að fara nema að hún væri komin með líknardrápsleyfið. „Ég var svo þunglynd að ég hefði aldrei geta keppt án þess að vita af leyfinu. Ég hugsaði bara um hvernig ég ætti að taka eigið líf,“ segir hún. „Öllum sem fá þetta leyfi í Belgíu líður vel því það vill enginn deyja í sársauka. Það er gott að geta valið stundina sjálf. Það að geta valið hvenær þú ferð og vera með þeim sem þú elskar er svo fallegur dauðdagi. Fyrir mér er dauðinn friðsæll. Eitthvað sem lætur mér líða vel,“ segir Marieke Vervoort. Aðrar íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
Marieke Vervoort, 37 ára belgísk kona sem vann gull og silfur í hjólastólaspretti á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í sumar, hefur fengið leyfi fyrir líknardrápi en hún vakti mikla athygli í sumar þegar hún sagði opinberlega að hún íhugaði að taka eigið líf beint eftir mótið í Ríó. Vervoort glímir við sjaldgæfan vöðvahrörnunarsjúkdóm en verkirnir eru svo svakalegir að hún vekur nágranna sína með öskrum á næturnar. Hún segir sögu sína í afar áhugaverðu viðtali við breska ríkisútvarpið. Vervoort er frá bænum Diest í Belgíu og er kölluð „The Beast from Diest“ eða skrímslið frá Diest. Þar er hún elskuð og dáð en risa auglýsingaskilti má finna í bænum með mynd af henni. Líknardráp var gert löglegt í Belgíu árið 2002 en afar erfitt er að komast í gegnum pappírsvinnuna og fá leyfið. Líknardráp er aðeins fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóma en það er því miður raunveruleiki þessarar belgísku afrekskonu.Vervoort vann gull og silfur á ÓL.vísir/gettyDauðinn lætur mér líða vel „Ég veit hvernig mér líður núna en ég veit ekki hvernig líðanin verður eftir hálftíma. Kannski mun mér líða alveg skelfilega og ég fer í flogakast. Ég græt og öskra af sársauka. Ég þarf mikið af verkjalyfjum til að ráða við þetta,“ segir Vervoort sem greindist með sjúkdóminn 21 árs gömul. „Ég er oft spurð hvernig ég get náð svona árangri og brosað þrátt fyrir að vera á svona mikið af lyfjum sem éta upp vöðvana. Fyrir mér eru íþróttir og hjólastólasprettur einskonar lyf.“ Vervoort vann sem fyrr segir gull og silfurverðlaun á Ólympíumótinu í Ríó en þangað ætlaði hún ekki að fara nema að hún væri komin með líknardrápsleyfið. „Ég var svo þunglynd að ég hefði aldrei geta keppt án þess að vita af leyfinu. Ég hugsaði bara um hvernig ég ætti að taka eigið líf,“ segir hún. „Öllum sem fá þetta leyfi í Belgíu líður vel því það vill enginn deyja í sársauka. Það er gott að geta valið stundina sjálf. Það að geta valið hvenær þú ferð og vera með þeim sem þú elskar er svo fallegur dauðdagi. Fyrir mér er dauðinn friðsæll. Eitthvað sem lætur mér líða vel,“ segir Marieke Vervoort.
Aðrar íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira