Ást í svartri framtíð Elín Albertsdóttir skrifar 17. desember 2016 10:00 Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir. MYND/ERNIR Leikritið Andaðu eftir Duncan Macmillan varð mjög vinsælt þegar það var sett upp í London 2011. Síðan hefur það hlotið mörg verðlaun og verið sýnt víða um heim. Íslendingar fá að berja það augum í janúar með stórstjörnunum Heru Hilmarsdóttur og Þorvaldi Davíð Kristjánsson í aðalhlutverkum. Leikritið verður frumsýnt í Iðnó 22. janúar. Það fjallar um ungt par sem stendur á krossgötum í lífinu. Getur fólk, sem er annt um umhverfið og hina hröðu hlýnun jarðar, fjölgað sér?, er spurning sem parið veltir meðal annars fyrir sér. „Þetta er tragísk ástarsaga,“ segir Þorvaldur Davíð þegar við setjumst niður með honum, Heru og Andra Snæ Magnasyni en nýlega kom út bók hans Sofðu ást mín. Í verkum Andra er farið inn á svipaðar hugleiðingar og í leikritinu og fengu leikararnir Andra til að spjalla um loftslagsbreytingar og umhverfismál sér til fróðleiks. „Andri Snær hefur alltaf látið umhverfismál sig miklu varða og því var skemmtilegt að fá hans sýn á leikritið. Ég myndi segja að þetta væri ástarsaga ungs pars á tímamótum en þau standa frammi fyrir stærstu ákvörðun lífs síns, andspænis áhyggjum af framtíðinni í skugga loftslagsbreytinga,“ útskýrir Hera.Listamenn spjalla saman á djúpum nótum um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. MYND/ERNIRKrefjandi spurningar „Verkið tekst á við grundvallarspurningar,“ segir Andri Snær. „Það er hluti af ferli leikara að fara í gegnum leikritið og spyrja sig sömu spurninga. Við erum að því núna. Ég hef verið að fara í gegnum samskonar ferli undanfarin tvö ár í skrifum mínum á bókinni. Í leikritinu er ungt par að velta fyrir sér hvort það eigi að eignast barn, hvort það sé rétt umhverfislega að leggja það á jörðina að fjölga mannkyninu. Höfundurinn veltir upp krefjandi spurningum sem eru persónulegar en jafnframt samfélagslegar. Það eru ekki öll leikskáld sem þora að vaða í svona stór málefni, þau eru vandmeðfarin í listum. Mér finnst hann gera þetta mjög vel og verkið krefst mikillar hæfni leikara til að segja söguna,“ útskýrir Andri Snær og bætir við að lengi vel hafi kjarnorkuvá ógnað fólki, kalda stríðið og síðan hræðslan við eyðni. Fólk óttaðist að sjúkdómurinn gæti þurrkað út mannkynið. Núna eru það loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar sem ógna okkur og við sjáum svarta framtíðarsýn í verkinu. Svörtustu spárnar úr æsku okkar rættust ekki, það er spurning hvort það hafi virkað eins og úlfur úlfur, svo við tökum ekki varnararðorð vísindamanna alvarlega.“ Þorvaldur Davíð segir að Andri hafi lengi verið virkur þátttakandi í umræðum um umhverfismál. „Það er mjög áhugavert að heyra hvernig hægt er að tengja bókina hans við þetta verk. Bókin varpar á einlægan hátt fram spurningum um lífið og tilveruna. Spurningum sem hugsandi fólk mætir á lífsleiðinni. Um ástina, samfélagið og framtíðina. Og hún er svört á köflum alveg eins og leikritið,“ segir hann.Ógnvekjandi staðreyndir „Við fylgjumst með þessum tveimur karakterum í gegnum líf þeirra á þessum stutta tíma sem leikritið spannar. Leikritið vakti mig til frekari umhugsunar um það hvað við erum að gera í lífinu sem manneskjur, og svo sérstaklega í dag, miðað við það sem er í gangi í heiminum,“ segir Hera. „Hlýnun jarðar er til dæmis staðreynd og áhrifin þegar orðin sýnileg. Ég upplifi þessa ógn mjög sterkt og afstaða nýkjörins Bandaríkjaforseta Donalds Trump til loftslagsbreytinga veldur mér áhyggjum,“ segir hún. „Heilu samfélögin eru klofin, hugmyndafræðilega séð, er varðar áherslur og afstöðu til stórra mála er snerta núið og framtíðina. Ég bý í London og þar hafa verið miklar umræður vegna Brexit. Þjóðin er klofin í því máli og mikil óvissa ríkir. Ég lít á mig sem umhverfissinna og vil breyta rétt en veit samt að ég á enn þá nokkuð í land í að læra allar mögulegar leiðir til þess að standa undir svoleiðis hugtaki. Leikritið hefur haft mikil áhrif á mig og ég spyr mig stöðugt um ábyrgð einstaklingsins í þessu öllu saman. Ég held að við verðum að byrja þar,“ segir Hera og Þorvaldur Davíð segist vonast til að leikritið geti vakið upp spurningar hjá áhorfendum. „Erum við að tortíma heiminum?“Aftur saman Hera og Þorvaldur Davíð léku saman í kvikmyndinni Vonarstræti. Hera hlaut Edduna fyrir leik sinn í myndinni. Hún dvelur nú á Íslandi við æfingar á verkinu og verður hér þar til hópurinn klárar sýningar í febrúar en móðir hennar, Þórey Sigþórsdóttir, er leikstjóri verksins. Hera hefur ekki leikið á íslensku sviði síðan hún útskrifaðist frá LAMDA 2011. Nú á komandi nýju ári munu tvær kvikmyndir koma út þar sem hún leikur á móti Óskarsverðlaunahafanum Ben Kingsley í báðum, en þær eru The Ottoman Lieutenant og svo tvíleikurinn An Ordinary Man. Þorvaldur Davíð hefur vakið athygli bæði í bíómyndum og á leiksviði. Hann var tilnefndur til Grímunnar árið 2014 fyrir aðalhlutverkið í leikritinu Furðulegt háttalag hunds um nótt sem sýnt var við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu. Þá leikur hann einnig eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndunum Ég man þig sem byggð er á metsölubók Yrsu Sigurðardóttir og Svaninum eftir Guðberg Bergsson. Myndirnar koma í kvikmyndahús snemma árs 2017.Engin leikmynd Það má segja að miklar stjörnur stigi á svið í Iðnó í janúar, leikarar sem ná vel saman og hafa mikinn áhuga á viðfangsefninu. Bæði segjast þau hafa heillast af þessu verki. Iðnó varð fyrir valinu þar sem þau vildu skapa kósí og heimilislegt andrúmsloft í kringum verkið. „Í þessu verki er engin leikmynd, engir búningar og ekkert svið. Við leikum á miðju gólfi og áhorfendur verða allt í kringum okkur. Það er því mikil nálægð í sýningunni sem gerir enn meiri kröfur til okkar,“ segir Þorvaldur Davíð. „Fólkið í leikritinu spyr sig spurninga sem ég held að flestir séu að spyrja sig í dag. Er ég góð manneskja? Hvaða áhrif hefur það á heiminn ef ég eignast barn? Þetta er nútímasaga sem margir geta samsamað sig við.“ Þar sem við sitjum í lítilli kósí stofu í Iðnó velta þau Andri Snær, Þorvaldur Davíð og Hera upp margvíslegum spurningum um lífið og tilveruna. Andri segir sögur af jarðfræðingi sem tekur niðurstöður sinna rannsókna svo alvarlega að þegar hann var beðinn um að vera með umhverfisfyrirlestur í Kína fór hann með Síberíulestinni og var tvær vikur á leiðinni. Hann hélt líka fyrirlestur hér á landi og kom með Brúarfossi. „Við lítum á þetta sem þráhyggju í dag en við eigum eftir að líta þetta öðrum augum eftir 15 ár,“ segir hann.Heimspekilegar vangaveltur Það er móðir Heru, Þórey, sem á hugmyndina að uppsetningu verksins hér á landi. „Hún hitti höfundinn, Duncan Macmillan, í London þar sem hún var í námi og heillaðist af verkinu sem heitir LUNGS á frummálinu og kom því yfir á mig. Ég varð strax mjög spennt fyrir sögunni,“ segir Hera. „Þótt alvarlegur undirtónn sé í leikritinu þá fjallar það fyrst og fremst um ástina. Í leikritinu leynist þó mikil togstreita, dramatík, jafnréttisbarátta, sorg og húmor,“ útskýrir Hera. Þorvaldur Davíð, Hera og Þórey hafa nú haft verkið á milli handanna í nokkurn tíma og beðið eftir rétta tímanum til að koma því á fjalirnar. Undirbúningur er nú strangur og æfingar á fullu enda styttist í frumsýningu. „Við hlökkum mikið til,“ segja þau. Eftir djúpar heimspekilegar vangaveltur um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar eru þau sammála um að ákveðin hugarfarsbreyting þurfi að eiga sér stað. „Umræðan hefur sem betur fer aukist og meiri skilningur fólks á hættunni samfara umhverfisbreytingum,“ segir Andri Snær og bendir á að margt hafi breyst frá því bók hans, Draumalandið, kom út. „Vísindamenn hafa bent á að breytingarnar eru hraðari og meiri en við töldum að yrði fyrir tíu árum,“ segir Andri og Þorvaldur Davíð bætir við að stundum skilji fólk ekki hættuna fyrr en hún sé sjáanleg. „Vísindamaður sagði mér eitt sinn að mannsheilinn skilji ekki svona umhverfishættu fyrr en listamenn séu búnir að meðhöndla hana og setja inn í sögur, leikrit eða ljóð. Við skildum ekki sjálfstæðið fyrr en skáldin voru búin að yrkja um það,“ segir Andri Snær. Hera og Þorvaldur Davíð segjast hafa haft mikið gagn af spjallinu við Andra. „Það er alltaf gott að tala við hann,“ segja þau. „Svo er líka skemmtilegt að tala við aðra listamenn og tengja listgreinar saman. Við erum jú öll samferða í lífinu og verðum að sætta okkur við það og reyna vinna saman í að gera heiminn betri og skilja eftir okkur aðeins betri heim fyrir komandi kynslóðir. Hver kynslóð fær jörðina að láni. Við getum ekki treyst á að halda partíinu gangandi á annarri plánetu.“ Brexit Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikritið Andaðu eftir Duncan Macmillan varð mjög vinsælt þegar það var sett upp í London 2011. Síðan hefur það hlotið mörg verðlaun og verið sýnt víða um heim. Íslendingar fá að berja það augum í janúar með stórstjörnunum Heru Hilmarsdóttur og Þorvaldi Davíð Kristjánsson í aðalhlutverkum. Leikritið verður frumsýnt í Iðnó 22. janúar. Það fjallar um ungt par sem stendur á krossgötum í lífinu. Getur fólk, sem er annt um umhverfið og hina hröðu hlýnun jarðar, fjölgað sér?, er spurning sem parið veltir meðal annars fyrir sér. „Þetta er tragísk ástarsaga,“ segir Þorvaldur Davíð þegar við setjumst niður með honum, Heru og Andra Snæ Magnasyni en nýlega kom út bók hans Sofðu ást mín. Í verkum Andra er farið inn á svipaðar hugleiðingar og í leikritinu og fengu leikararnir Andra til að spjalla um loftslagsbreytingar og umhverfismál sér til fróðleiks. „Andri Snær hefur alltaf látið umhverfismál sig miklu varða og því var skemmtilegt að fá hans sýn á leikritið. Ég myndi segja að þetta væri ástarsaga ungs pars á tímamótum en þau standa frammi fyrir stærstu ákvörðun lífs síns, andspænis áhyggjum af framtíðinni í skugga loftslagsbreytinga,“ útskýrir Hera.Listamenn spjalla saman á djúpum nótum um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. MYND/ERNIRKrefjandi spurningar „Verkið tekst á við grundvallarspurningar,“ segir Andri Snær. „Það er hluti af ferli leikara að fara í gegnum leikritið og spyrja sig sömu spurninga. Við erum að því núna. Ég hef verið að fara í gegnum samskonar ferli undanfarin tvö ár í skrifum mínum á bókinni. Í leikritinu er ungt par að velta fyrir sér hvort það eigi að eignast barn, hvort það sé rétt umhverfislega að leggja það á jörðina að fjölga mannkyninu. Höfundurinn veltir upp krefjandi spurningum sem eru persónulegar en jafnframt samfélagslegar. Það eru ekki öll leikskáld sem þora að vaða í svona stór málefni, þau eru vandmeðfarin í listum. Mér finnst hann gera þetta mjög vel og verkið krefst mikillar hæfni leikara til að segja söguna,“ útskýrir Andri Snær og bætir við að lengi vel hafi kjarnorkuvá ógnað fólki, kalda stríðið og síðan hræðslan við eyðni. Fólk óttaðist að sjúkdómurinn gæti þurrkað út mannkynið. Núna eru það loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar sem ógna okkur og við sjáum svarta framtíðarsýn í verkinu. Svörtustu spárnar úr æsku okkar rættust ekki, það er spurning hvort það hafi virkað eins og úlfur úlfur, svo við tökum ekki varnararðorð vísindamanna alvarlega.“ Þorvaldur Davíð segir að Andri hafi lengi verið virkur þátttakandi í umræðum um umhverfismál. „Það er mjög áhugavert að heyra hvernig hægt er að tengja bókina hans við þetta verk. Bókin varpar á einlægan hátt fram spurningum um lífið og tilveruna. Spurningum sem hugsandi fólk mætir á lífsleiðinni. Um ástina, samfélagið og framtíðina. Og hún er svört á köflum alveg eins og leikritið,“ segir hann.Ógnvekjandi staðreyndir „Við fylgjumst með þessum tveimur karakterum í gegnum líf þeirra á þessum stutta tíma sem leikritið spannar. Leikritið vakti mig til frekari umhugsunar um það hvað við erum að gera í lífinu sem manneskjur, og svo sérstaklega í dag, miðað við það sem er í gangi í heiminum,“ segir Hera. „Hlýnun jarðar er til dæmis staðreynd og áhrifin þegar orðin sýnileg. Ég upplifi þessa ógn mjög sterkt og afstaða nýkjörins Bandaríkjaforseta Donalds Trump til loftslagsbreytinga veldur mér áhyggjum,“ segir hún. „Heilu samfélögin eru klofin, hugmyndafræðilega séð, er varðar áherslur og afstöðu til stórra mála er snerta núið og framtíðina. Ég bý í London og þar hafa verið miklar umræður vegna Brexit. Þjóðin er klofin í því máli og mikil óvissa ríkir. Ég lít á mig sem umhverfissinna og vil breyta rétt en veit samt að ég á enn þá nokkuð í land í að læra allar mögulegar leiðir til þess að standa undir svoleiðis hugtaki. Leikritið hefur haft mikil áhrif á mig og ég spyr mig stöðugt um ábyrgð einstaklingsins í þessu öllu saman. Ég held að við verðum að byrja þar,“ segir Hera og Þorvaldur Davíð segist vonast til að leikritið geti vakið upp spurningar hjá áhorfendum. „Erum við að tortíma heiminum?“Aftur saman Hera og Þorvaldur Davíð léku saman í kvikmyndinni Vonarstræti. Hera hlaut Edduna fyrir leik sinn í myndinni. Hún dvelur nú á Íslandi við æfingar á verkinu og verður hér þar til hópurinn klárar sýningar í febrúar en móðir hennar, Þórey Sigþórsdóttir, er leikstjóri verksins. Hera hefur ekki leikið á íslensku sviði síðan hún útskrifaðist frá LAMDA 2011. Nú á komandi nýju ári munu tvær kvikmyndir koma út þar sem hún leikur á móti Óskarsverðlaunahafanum Ben Kingsley í báðum, en þær eru The Ottoman Lieutenant og svo tvíleikurinn An Ordinary Man. Þorvaldur Davíð hefur vakið athygli bæði í bíómyndum og á leiksviði. Hann var tilnefndur til Grímunnar árið 2014 fyrir aðalhlutverkið í leikritinu Furðulegt háttalag hunds um nótt sem sýnt var við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu. Þá leikur hann einnig eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndunum Ég man þig sem byggð er á metsölubók Yrsu Sigurðardóttir og Svaninum eftir Guðberg Bergsson. Myndirnar koma í kvikmyndahús snemma árs 2017.Engin leikmynd Það má segja að miklar stjörnur stigi á svið í Iðnó í janúar, leikarar sem ná vel saman og hafa mikinn áhuga á viðfangsefninu. Bæði segjast þau hafa heillast af þessu verki. Iðnó varð fyrir valinu þar sem þau vildu skapa kósí og heimilislegt andrúmsloft í kringum verkið. „Í þessu verki er engin leikmynd, engir búningar og ekkert svið. Við leikum á miðju gólfi og áhorfendur verða allt í kringum okkur. Það er því mikil nálægð í sýningunni sem gerir enn meiri kröfur til okkar,“ segir Þorvaldur Davíð. „Fólkið í leikritinu spyr sig spurninga sem ég held að flestir séu að spyrja sig í dag. Er ég góð manneskja? Hvaða áhrif hefur það á heiminn ef ég eignast barn? Þetta er nútímasaga sem margir geta samsamað sig við.“ Þar sem við sitjum í lítilli kósí stofu í Iðnó velta þau Andri Snær, Þorvaldur Davíð og Hera upp margvíslegum spurningum um lífið og tilveruna. Andri segir sögur af jarðfræðingi sem tekur niðurstöður sinna rannsókna svo alvarlega að þegar hann var beðinn um að vera með umhverfisfyrirlestur í Kína fór hann með Síberíulestinni og var tvær vikur á leiðinni. Hann hélt líka fyrirlestur hér á landi og kom með Brúarfossi. „Við lítum á þetta sem þráhyggju í dag en við eigum eftir að líta þetta öðrum augum eftir 15 ár,“ segir hann.Heimspekilegar vangaveltur Það er móðir Heru, Þórey, sem á hugmyndina að uppsetningu verksins hér á landi. „Hún hitti höfundinn, Duncan Macmillan, í London þar sem hún var í námi og heillaðist af verkinu sem heitir LUNGS á frummálinu og kom því yfir á mig. Ég varð strax mjög spennt fyrir sögunni,“ segir Hera. „Þótt alvarlegur undirtónn sé í leikritinu þá fjallar það fyrst og fremst um ástina. Í leikritinu leynist þó mikil togstreita, dramatík, jafnréttisbarátta, sorg og húmor,“ útskýrir Hera. Þorvaldur Davíð, Hera og Þórey hafa nú haft verkið á milli handanna í nokkurn tíma og beðið eftir rétta tímanum til að koma því á fjalirnar. Undirbúningur er nú strangur og æfingar á fullu enda styttist í frumsýningu. „Við hlökkum mikið til,“ segja þau. Eftir djúpar heimspekilegar vangaveltur um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar eru þau sammála um að ákveðin hugarfarsbreyting þurfi að eiga sér stað. „Umræðan hefur sem betur fer aukist og meiri skilningur fólks á hættunni samfara umhverfisbreytingum,“ segir Andri Snær og bendir á að margt hafi breyst frá því bók hans, Draumalandið, kom út. „Vísindamenn hafa bent á að breytingarnar eru hraðari og meiri en við töldum að yrði fyrir tíu árum,“ segir Andri og Þorvaldur Davíð bætir við að stundum skilji fólk ekki hættuna fyrr en hún sé sjáanleg. „Vísindamaður sagði mér eitt sinn að mannsheilinn skilji ekki svona umhverfishættu fyrr en listamenn séu búnir að meðhöndla hana og setja inn í sögur, leikrit eða ljóð. Við skildum ekki sjálfstæðið fyrr en skáldin voru búin að yrkja um það,“ segir Andri Snær. Hera og Þorvaldur Davíð segjast hafa haft mikið gagn af spjallinu við Andra. „Það er alltaf gott að tala við hann,“ segja þau. „Svo er líka skemmtilegt að tala við aðra listamenn og tengja listgreinar saman. Við erum jú öll samferða í lífinu og verðum að sætta okkur við það og reyna vinna saman í að gera heiminn betri og skilja eftir okkur aðeins betri heim fyrir komandi kynslóðir. Hver kynslóð fær jörðina að láni. Við getum ekki treyst á að halda partíinu gangandi á annarri plánetu.“
Brexit Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira