Valdís Þóra á parinu í Marokkó Anton Ingi Leifsson skrifar 17. desember 2016 16:00 Valdís Þóra er byrjuð að spila í Marokkó. vísir/gva Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi byrjaði ágætlega á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Valdís er við æfingar og keppni í Marokkó og lék fyrsta hringinn í dag á 72 höggum eða pari vallarins, en hún er í 31. sæti. Þó hafa ekki allir keppendur lokið leik. Fyrstu 30 fá keppnisrétt á mótaröðinni, sem er sú sterkasta í Evrópu og sú næsta sterkasta á heimsvísu, en þeir sem lenda í sætum 31. - 60. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. „Valdís fékk tvo fugla og tvo skolla á hringnum. Hún náði einu góðu pútti ofaní og þetta var svona stöngin út dagur hjá henni. Hún er að nota 5-6 högg á samtals einn metra í dag og hún á því nóg inni," sagði Hlynur Geir Hjartarson þjálfari hennar við golf.is í dag. „Þetta er fín byrjun og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Hún er að slá vel, hitta margar brautir og flatir. Núna er að finna smá heppni og þolinmæði á flötunum. Það er nóg eftir." Valdís byrjaði á Amelkis vellinum í dag, en hún byrjar svo klukkan 9 í fyrramálið á Samanah vellinum. Leiknir eru fimm hringir, en þetta er í fjórða sinn sem Valdís Þóra tekur þátt í úrtökumótinu. Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi byrjaði ágætlega á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Valdís er við æfingar og keppni í Marokkó og lék fyrsta hringinn í dag á 72 höggum eða pari vallarins, en hún er í 31. sæti. Þó hafa ekki allir keppendur lokið leik. Fyrstu 30 fá keppnisrétt á mótaröðinni, sem er sú sterkasta í Evrópu og sú næsta sterkasta á heimsvísu, en þeir sem lenda í sætum 31. - 60. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. „Valdís fékk tvo fugla og tvo skolla á hringnum. Hún náði einu góðu pútti ofaní og þetta var svona stöngin út dagur hjá henni. Hún er að nota 5-6 högg á samtals einn metra í dag og hún á því nóg inni," sagði Hlynur Geir Hjartarson þjálfari hennar við golf.is í dag. „Þetta er fín byrjun og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Hún er að slá vel, hitta margar brautir og flatir. Núna er að finna smá heppni og þolinmæði á flötunum. Það er nóg eftir." Valdís byrjaði á Amelkis vellinum í dag, en hún byrjar svo klukkan 9 í fyrramálið á Samanah vellinum. Leiknir eru fimm hringir, en þetta er í fjórða sinn sem Valdís Þóra tekur þátt í úrtökumótinu.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira