Ógeðslega mikilvægt Berglind Pétursdóttir skrifar 19. desember 2016 00:00 Desember er undarlegur mánuður. Mér finnst ég annaðhvort vera kófsveitt í Kringlunni eða jólabjórablindfull með hneppt frá á jólaskemmtun. Ætli þetta sé þó ekki í ágætis jafnvægi, ef ég væri ekki að svitna þessum lítrum í Kringlunni væri ég eflaust komin með mikinn bjúg af öllum söltuðu réttunum sem ég er að maula á þessum hlaðborðum. Desember er líka góður tími til að æfa sig í þolinmæði. Þegar ég stend í röð á pósthúsinu og það eru 40 manns á undan mér leiði ég jafnan hugann að Jesúbarninu og hvað það væri nú ánægt með mig að vera ekki pirruð í röðinni. Maður þarf nefnilega sjaldan að anda jafn djúpt og í desember. Ég hef til dæmis andað svo djúpt í leikfangadeildum borgarinnar nýlega að ég hélt að lungun ætluðu út um brjóstkassann á mér. Af hverju kosta Legókubbar svona mikið? Skiptir ekki máli. Ég ætla að taka Visareikningnum með svo miklu æðruleysi í janúar að annað eins hefur aldrei sést á plánetunni jörð. Þessi pistill hættir núna snarlega að fjalla um ofneyslu mína og hugsunarlausa þátttöku í þessu kapítalíska jólaævintýri. Ég ætla að nýta mér aðstöðu mína hér á þessari baksíðu til þess að biðja ykkur að smella ykkur inn á sannargjafir.is og klára að kaupa jólagjafirnar. Það er fátt jólalegra en að gefa hlýtt teppi, vatnshreinsitöflur, lyf, námsgögn eða neyðartjald til fólks sem á engan séns á að eiga svona rugluð jól eins og við erum að stressa okkur á. Þúsundkall sem hefði annars farið í risastóran jólabjór eftir ömurlega verslunarferð þar sem var ekkert bílastæði. Svo þegar við erum öll búin að þessu öndum við djúpt og förum beint að öskra á næstu afgreiðslustúlku. Öskra á hana að við séum þakklát fyrir framlag hennar. Gleðileg jól og takk. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun
Desember er undarlegur mánuður. Mér finnst ég annaðhvort vera kófsveitt í Kringlunni eða jólabjórablindfull með hneppt frá á jólaskemmtun. Ætli þetta sé þó ekki í ágætis jafnvægi, ef ég væri ekki að svitna þessum lítrum í Kringlunni væri ég eflaust komin með mikinn bjúg af öllum söltuðu réttunum sem ég er að maula á þessum hlaðborðum. Desember er líka góður tími til að æfa sig í þolinmæði. Þegar ég stend í röð á pósthúsinu og það eru 40 manns á undan mér leiði ég jafnan hugann að Jesúbarninu og hvað það væri nú ánægt með mig að vera ekki pirruð í röðinni. Maður þarf nefnilega sjaldan að anda jafn djúpt og í desember. Ég hef til dæmis andað svo djúpt í leikfangadeildum borgarinnar nýlega að ég hélt að lungun ætluðu út um brjóstkassann á mér. Af hverju kosta Legókubbar svona mikið? Skiptir ekki máli. Ég ætla að taka Visareikningnum með svo miklu æðruleysi í janúar að annað eins hefur aldrei sést á plánetunni jörð. Þessi pistill hættir núna snarlega að fjalla um ofneyslu mína og hugsunarlausa þátttöku í þessu kapítalíska jólaævintýri. Ég ætla að nýta mér aðstöðu mína hér á þessari baksíðu til þess að biðja ykkur að smella ykkur inn á sannargjafir.is og klára að kaupa jólagjafirnar. Það er fátt jólalegra en að gefa hlýtt teppi, vatnshreinsitöflur, lyf, námsgögn eða neyðartjald til fólks sem á engan séns á að eiga svona rugluð jól eins og við erum að stressa okkur á. Þúsundkall sem hefði annars farið í risastóran jólabjór eftir ömurlega verslunarferð þar sem var ekkert bílastæði. Svo þegar við erum öll búin að þessu öndum við djúpt og förum beint að öskra á næstu afgreiðslustúlku. Öskra á hana að við séum þakklát fyrir framlag hennar. Gleðileg jól og takk. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.