Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Svavar Hávarðsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Brúnegg eru ekki lengur í sölu. vísir/Anton Brink Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans. Það er ámælisvert og þarf leiðréttingar við. Það er vakning í neytendamálum í samfélaginu og með tilkomu samfélagsmiðla eru allir á vaktinni – nokkuð sem þeir sem selja vöru og þjónustu ættu að taka tillit til. Þetta er mat Ólafs Arnarsonar, formanns Neytendasamtakanna. Hann segir það vonbrigði hvað staða íslenskra neytenda er veik. Í því ljósi hafi verið sláandi að sjá sitjandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, segja í viðtali við Kastljós á þriðjudagskvöld að hann vissi ekki hver af samráðherrum hans færi með neytendamál [Ólöf Nordal innanríkisráðherra fer með neytendamál]. Eins rifjar Ólafur upp orð forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jónssonar, þegar reglugerð um vistvæna framleiðslu var afnumin, að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu merkingar um vistvæna framleiðslu áfram. Ólafur Arnarson „Gunnar Bragi, maðurinn sem ber ábyrgð á búvörusamningunum meðal annars, vissi þetta ekki. Þetta segir okkur bara nákvæmlega hversu hátt neytendamálin eru skrifuð hjá núverandi stjórnvöldum. Þau virðast skipta litlu sem engu máli í þeirra augum,“ segir Ólafur. „Birtingarmyndin er sú að réttur framleiðandans er mikill og ríkulegur en réttur neytandans er settur til hliðar. Þetta stendur upp úr,“ segir Ólafur sem útilokar ekki hugmyndir Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, um einkavæðingu eftirlitskerfisins – aðspurður um lausnir. „Maður veltir því fyrir sér, þegar maður sér þetta, hvort við erum að fá þá eftirlitsþjónustu sem við eigum skilið. Ég held ekki og þetta komi því til greina,“ segir Ólafur sem í dag hittir Jón Gíslason, forstjóra Matvælastofnunar, að máli í leit að skýringum á Brúneggjamálinu og öðrum álitamálum sem það hefur vakið upp. „Það sem hefur breyst er að allir eru á vaktinni. Neytendamál eru í deiglunni – ekki síst vegna tilkomu samfélagsmiðla. Viðbrögð neytenda við þessu máli eru eitthvað sem þeir sem bjóða sína vöru og þjónustu ættu að hafa hugfast,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brúneggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans. Það er ámælisvert og þarf leiðréttingar við. Það er vakning í neytendamálum í samfélaginu og með tilkomu samfélagsmiðla eru allir á vaktinni – nokkuð sem þeir sem selja vöru og þjónustu ættu að taka tillit til. Þetta er mat Ólafs Arnarsonar, formanns Neytendasamtakanna. Hann segir það vonbrigði hvað staða íslenskra neytenda er veik. Í því ljósi hafi verið sláandi að sjá sitjandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, segja í viðtali við Kastljós á þriðjudagskvöld að hann vissi ekki hver af samráðherrum hans færi með neytendamál [Ólöf Nordal innanríkisráðherra fer með neytendamál]. Eins rifjar Ólafur upp orð forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jónssonar, þegar reglugerð um vistvæna framleiðslu var afnumin, að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu merkingar um vistvæna framleiðslu áfram. Ólafur Arnarson „Gunnar Bragi, maðurinn sem ber ábyrgð á búvörusamningunum meðal annars, vissi þetta ekki. Þetta segir okkur bara nákvæmlega hversu hátt neytendamálin eru skrifuð hjá núverandi stjórnvöldum. Þau virðast skipta litlu sem engu máli í þeirra augum,“ segir Ólafur. „Birtingarmyndin er sú að réttur framleiðandans er mikill og ríkulegur en réttur neytandans er settur til hliðar. Þetta stendur upp úr,“ segir Ólafur sem útilokar ekki hugmyndir Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, um einkavæðingu eftirlitskerfisins – aðspurður um lausnir. „Maður veltir því fyrir sér, þegar maður sér þetta, hvort við erum að fá þá eftirlitsþjónustu sem við eigum skilið. Ég held ekki og þetta komi því til greina,“ segir Ólafur sem í dag hittir Jón Gíslason, forstjóra Matvælastofnunar, að máli í leit að skýringum á Brúneggjamálinu og öðrum álitamálum sem það hefur vakið upp. „Það sem hefur breyst er að allir eru á vaktinni. Neytendamál eru í deiglunni – ekki síst vegna tilkomu samfélagsmiðla. Viðbrögð neytenda við þessu máli eru eitthvað sem þeir sem bjóða sína vöru og þjónustu ættu að hafa hugfast,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00