Guðni með í gríninu sem allir eru að hneykslast á Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. desember 2016 14:34 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, telur að fólk sé að gera veður úr engu enda hafi forsetinn verið með í ráðum. Ljósmynd sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, deildi á Twitter aðgangi sínum í gærkvöldi gengur nú eins og eldur í sinu um Internetið. Á myndinni má sjá Andrés Inga ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í veislu á Bessastöðum. Fyrir aftan þá félaga má sjá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, bregða á leik og gera svokölluð kanínueyru á forsetann. Sitt sýnist hverjum og hafa ýmsir verið iðnir við að gagnrýna prakkaraskap Ástu Guðrúnar á samfélagsmiðlum í dag. Grínið var þó gert með fullri vitneskju forsetans og tók Guðni virkan þátt til að gera myndina sem skemmtilegasta. „Þessi mynd er náttúrulega gott sem sviðsett. Guðni beygði sig niður svo ég myndi alveg örugglega ná þessu almennilega,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Vísi. Þannig að Guðni var með í brandaranum?„Já sem gerir þetta svona fyndið.“Vísir/SkjáskotÁhugavert að vera ekki manneskja lengur Ásta segist þó hin rólegasta yfir öllum æsingnum. „Það er svolítið áhugavert að sumir líta ekki á mig sem manneskju lengur, en þess fyrir utan er þetta bara fyndið,“ segir Ásta Guðrún og vísar þar í færslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þessi einkennilega vera, sem er fyrir aftan þingmanninn og forsetann, er væntanlega frá Geimvísindastofnun Evrópu?“ skrifaði Hannes. Það eru fleiri en Hannes sem hafa furðað sig á glensi þríeykisins í dag. Meðal þeirra er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsókanr og Flugvallarvina. „Ef þetta er virðingin fyrir forsetanum , forsetaembættinu og þingmanninum þá þarf ekki bara Guð að blessa Ísland, heldur þjóðin öll að vakna af meðvirknisdraumnum,“ skrifar Sveinbjörg. Þá er ekki farið fögrum orðum um Ástu Guðrúnu á Facebook hópnum Pírataspjallið. Þar er hún meðal annars kölluð “Mesti fáviti Íslandssögunnar”Missir ekki svefnAðspurð hvort hún hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna uppátækisins í dag segir Ásta svo ekki vera. „Bara það sem fólk er að setja á Facebook. En ég missi nú ekki svefn yfir því. Ég held að fólk sé að gera aðeins of mikið mál úr þessu,“ segir Ásta. „Þetta var allt í góðu gert. Ég var bara í samsæri með forsetanum og Andrési í þessu.“ Tengdar fréttir Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58 Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Ljósmynd sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, deildi á Twitter aðgangi sínum í gærkvöldi gengur nú eins og eldur í sinu um Internetið. Á myndinni má sjá Andrés Inga ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í veislu á Bessastöðum. Fyrir aftan þá félaga má sjá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, bregða á leik og gera svokölluð kanínueyru á forsetann. Sitt sýnist hverjum og hafa ýmsir verið iðnir við að gagnrýna prakkaraskap Ástu Guðrúnar á samfélagsmiðlum í dag. Grínið var þó gert með fullri vitneskju forsetans og tók Guðni virkan þátt til að gera myndina sem skemmtilegasta. „Þessi mynd er náttúrulega gott sem sviðsett. Guðni beygði sig niður svo ég myndi alveg örugglega ná þessu almennilega,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Vísi. Þannig að Guðni var með í brandaranum?„Já sem gerir þetta svona fyndið.“Vísir/SkjáskotÁhugavert að vera ekki manneskja lengur Ásta segist þó hin rólegasta yfir öllum æsingnum. „Það er svolítið áhugavert að sumir líta ekki á mig sem manneskju lengur, en þess fyrir utan er þetta bara fyndið,“ segir Ásta Guðrún og vísar þar í færslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þessi einkennilega vera, sem er fyrir aftan þingmanninn og forsetann, er væntanlega frá Geimvísindastofnun Evrópu?“ skrifaði Hannes. Það eru fleiri en Hannes sem hafa furðað sig á glensi þríeykisins í dag. Meðal þeirra er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsókanr og Flugvallarvina. „Ef þetta er virðingin fyrir forsetanum , forsetaembættinu og þingmanninum þá þarf ekki bara Guð að blessa Ísland, heldur þjóðin öll að vakna af meðvirknisdraumnum,“ skrifar Sveinbjörg. Þá er ekki farið fögrum orðum um Ástu Guðrúnu á Facebook hópnum Pírataspjallið. Þar er hún meðal annars kölluð “Mesti fáviti Íslandssögunnar”Missir ekki svefnAðspurð hvort hún hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna uppátækisins í dag segir Ásta svo ekki vera. „Bara það sem fólk er að setja á Facebook. En ég missi nú ekki svefn yfir því. Ég held að fólk sé að gera aðeins of mikið mál úr þessu,“ segir Ásta. „Þetta var allt í góðu gert. Ég var bara í samsæri með forsetanum og Andrési í þessu.“
Tengdar fréttir Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58 Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58
Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06