Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. desember 2016 20:15 Ólafía er í góðri stöðu. mynd/let Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en hún er í öðru sæti á þrettán höggum undir pari, tveimur höggi á eftir Jaye Marie Green. Um er að ræða fimm daga úrtökumót en í lok fjórða hrings halda aðeins sjötíu efstu kylfingarnir áfram fyrir lokahringinn á morgun. Efstu tuttugu kylfingarnir að mótinu loknu fá fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili, stærstu kvennamótaröð heimsins, en kylfingarnir sem enda í 21-40. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Ólafía hóf daginn vel og fékk fugl strax á fyrstu braut en því fylgdu fjögur pör í röð. Var hún að koma sér í góðar stöður, hitta brautirnar vel og gefa sér færi á fuglum sem leiddu til auðveldra parpútta. Tveir fuglar í röð á 6. og 7. braut komu henni í toppbaráttuna eftir að hafa byrjað daginn í þriðja sæti en skolli á elleftu braut kom henni niður í fjórða sætið. Ólafía lét mótlætið ekki brjóta sig niður og krækti í tvo fugla á næstu fimm holum en skolli á sautjándu holu þýddi að hún deildi öðru sæti með þremur öðrum kylfingum fyrir lokaholuna. Tókst henni að bæta við fugli á lokaholunni sem þýddi að hún lauk hringnum á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla, alls þrettán höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum en fylgst verður með lokahring Ólafíu á morgun á Vísi.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda. Golf Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en hún er í öðru sæti á þrettán höggum undir pari, tveimur höggi á eftir Jaye Marie Green. Um er að ræða fimm daga úrtökumót en í lok fjórða hrings halda aðeins sjötíu efstu kylfingarnir áfram fyrir lokahringinn á morgun. Efstu tuttugu kylfingarnir að mótinu loknu fá fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili, stærstu kvennamótaröð heimsins, en kylfingarnir sem enda í 21-40. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Ólafía hóf daginn vel og fékk fugl strax á fyrstu braut en því fylgdu fjögur pör í röð. Var hún að koma sér í góðar stöður, hitta brautirnar vel og gefa sér færi á fuglum sem leiddu til auðveldra parpútta. Tveir fuglar í röð á 6. og 7. braut komu henni í toppbaráttuna eftir að hafa byrjað daginn í þriðja sæti en skolli á elleftu braut kom henni niður í fjórða sætið. Ólafía lét mótlætið ekki brjóta sig niður og krækti í tvo fugla á næstu fimm holum en skolli á sautjándu holu þýddi að hún deildi öðru sæti með þremur öðrum kylfingum fyrir lokaholuna. Tókst henni að bæta við fugli á lokaholunni sem þýddi að hún lauk hringnum á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla, alls þrettán höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum en fylgst verður með lokahring Ólafíu á morgun á Vísi.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda.
Golf Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira