Betri jól fyrir Bandaríkjamenn en Íslendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2016 09:15 Bandaríkjamenn og Íslendingar munu koma sér fyrir í sófanum þessi jólin eins og önnur og horfa á góðar jólamyndir. Christmas Vacation með Chevy Chase er klassísk. Það er óhætt að segja að jólin 2016 séu jól vinnuveitandans en ekki starfsmannsins hér á Íslandi. Af fimm lögbundnum frídögum þessi jól og áramót falla fjórir á helgi. Aðeins annar í jólum fellur á mánudag þannig að fyrri hátíðarhelgin verður þriggja daga helgi. Í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig að þegar lögbundnir frídagar falla á helgi þá færist fríið yfir á föstudaginn á undan (ef frídagurinn er á laugardegi) eða mánudaginn á eftir (ef frídagurinn er á sunnudegi). Þannig fá flestir Bandaríkjamenn frí 26. desember og einnig 2. janúar í staðinn fyrir jóladag og nýársdag. Bandaríkjamenn hafa þannig betur, ef svo má að orði komast, þessi jólin og fá tvær þriggja daga helgar á meðan Íslendingar fá aðeins eina.Frídagarnir sem glatast Lögbundnir frídagar í Bandaríkjunum eru tíu og er fimm þeirra fagnað á mánudegi svo úr verður þriggja daga helgi. Orlof í Bandaríkjunum er almennt séð af skornari skammti en hjá Íslendingum og ekki óalgengt að fólk fái tíu til fimmtán orlofsdaga á ári, a.m.k. framan af starfsævi sinni. Hér heima eru lögbundnu frídagarnir fjórtán auk aðfangadags og gamlársdags þar sem frí er frá klukkan 13. Til einföldunar mætti því segja að þeir væru fimmtán. Páskadagur og Hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag þannig hinn hefðbundni launþegi fær ekkert frí þessa daga. Eftir standa því þrettán dagar. Þeir frídagar sem Íslendingar eiga „á hættu“ að missa á hverju ári, dagar sem eru bundnir við dagsetningu og geta því fallið á helgi, eru svo nýársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur.Úrslitin 10-10 árið 2016 Eðli málsins samkvæmt ber 1. janúar upp á árinu 2017 þannig að eðlilegt væri að hafa hann í samantekt næsta árs um frídaga. Hinn venjulegi íslenski launþegi tapar árið 2016 frídegi 1. maí (sunnudagur), aðfangadag (laugardagur), jóladag (sunnudagur) og gamlársdag (laugardagur). Því dragast þrír frídagar (aðfangadagur og gamlársdagur teljast hálfir frídagar í þessari samantekt) frá þrettán og eftir standa tíu frídagar, jafnmargir þeim sem Kaninn fær árlega vestanhafs. Rétt er að taka fram að frídagatapið er sérstaklega slæmt árið 2016 og alla jafna fá Íslendingar fleiri frídaga en Kaninn. En ekki í ár. Jólafréttir Tengdar fréttir Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það er óhætt að segja að jólin 2016 séu jól vinnuveitandans en ekki starfsmannsins hér á Íslandi. Af fimm lögbundnum frídögum þessi jól og áramót falla fjórir á helgi. Aðeins annar í jólum fellur á mánudag þannig að fyrri hátíðarhelgin verður þriggja daga helgi. Í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig að þegar lögbundnir frídagar falla á helgi þá færist fríið yfir á föstudaginn á undan (ef frídagurinn er á laugardegi) eða mánudaginn á eftir (ef frídagurinn er á sunnudegi). Þannig fá flestir Bandaríkjamenn frí 26. desember og einnig 2. janúar í staðinn fyrir jóladag og nýársdag. Bandaríkjamenn hafa þannig betur, ef svo má að orði komast, þessi jólin og fá tvær þriggja daga helgar á meðan Íslendingar fá aðeins eina.Frídagarnir sem glatast Lögbundnir frídagar í Bandaríkjunum eru tíu og er fimm þeirra fagnað á mánudegi svo úr verður þriggja daga helgi. Orlof í Bandaríkjunum er almennt séð af skornari skammti en hjá Íslendingum og ekki óalgengt að fólk fái tíu til fimmtán orlofsdaga á ári, a.m.k. framan af starfsævi sinni. Hér heima eru lögbundnu frídagarnir fjórtán auk aðfangadags og gamlársdags þar sem frí er frá klukkan 13. Til einföldunar mætti því segja að þeir væru fimmtán. Páskadagur og Hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag þannig hinn hefðbundni launþegi fær ekkert frí þessa daga. Eftir standa því þrettán dagar. Þeir frídagar sem Íslendingar eiga „á hættu“ að missa á hverju ári, dagar sem eru bundnir við dagsetningu og geta því fallið á helgi, eru svo nýársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur.Úrslitin 10-10 árið 2016 Eðli málsins samkvæmt ber 1. janúar upp á árinu 2017 þannig að eðlilegt væri að hafa hann í samantekt næsta árs um frídaga. Hinn venjulegi íslenski launþegi tapar árið 2016 frídegi 1. maí (sunnudagur), aðfangadag (laugardagur), jóladag (sunnudagur) og gamlársdag (laugardagur). Því dragast þrír frídagar (aðfangadagur og gamlársdagur teljast hálfir frídagar í þessari samantekt) frá þrettán og eftir standa tíu frídagar, jafnmargir þeim sem Kaninn fær árlega vestanhafs. Rétt er að taka fram að frídagatapið er sérstaklega slæmt árið 2016 og alla jafna fá Íslendingar fleiri frídaga en Kaninn. En ekki í ár.
Jólafréttir Tengdar fréttir Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00
Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00