Krefjast gagna frá MAST um öll alvarleg frávik í matvælaframleiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 12:00 Samtökin vilja fá upplýsingar um alvarleg frávik. Vísir/EPA Neytendasamtökin og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Matvælastofnun (MAST) erindi þar sem óskað er eftir gögnum frá stofnuninni um öll alvarleg frávik í innlendri eftirlitsskyldri matvælaframleiðslu sem hún hefur gert athugasemdir við í eftirlitsstörfum sínum. Er óskað eftir upplýsingum aftur til 1. janúar 2008 en Neytendasamtökin og SVÞ telja að umfjöllun um aðbúnað dýra hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg ehf hafi leitt í ljós að MAST hafi alfarið brugðist eftirlitshlutverki sínu. Eggjaframleiðandinn blekkti neytendur með því að selja egg sín undir fána vistvænnar framleiðslu en ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. MAST gerði athugasemdir við framleiðsluna en lét neytendur ekki vita. Þetta gagnrýna samtökin tvö harðlega. „Með þögn sinni um málið hefur MAST vegið alvarlega að hagsmunum verslana og neytenda sem í skjóli núverandi fyrirkomulags treysta á faglega starfsemi þeirra aðila sem lögum samkvæmt hefur verið falið eftirlit með matvælaframleiðslu,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá Neytendasamtökunum og SVÞ. Segja þau að neytendur og verslanir séu í góðri trú um að matvæli standist allar kröfur á meðan engar athugasemdir berist frá eftirlitsaðila. MAST hafi brugðist þessu trausti með því að láta neytendur ekki vita um þær upplýsingar sem stofnunin bjó yfir vegna framleiðslu Brúneggja. „Að óbreyttu er nú uppi viðvarandi brestur í trausti hagsmunaaðila hvað varðar eftirlit með matvælaframleiðslu, sér í lagi þar sem MAST hefur heimilað afhendingu á matvælum til verslana og neytenda þrátt fyrir að,“ segir í tilkynningunni. Því fara samtökin þess á leit við MAST að stofnunin veiti þeim aðgang að upplýsingu um öll alvarleg frávik í innlendri matvælaframleiðslu sem gerðar hafa verið athugasemdir við frá 1. janúar 2008. „Telja Neytendasamtökin og SVÞ mikilvægt að afla þessara gagna enda hefur umfjöllun um eftirlit MAST leitt í ljós að réttur almennings til upplýsinga er verulega takmarkaður er viðkemur matvælaframleiðslu og frávikum frá kröfum sem gera verður til slíkrar framleiðslu.“ Brúneggjamálið Tengdar fréttir Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Fleiri fréttir „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Sjá meira
Neytendasamtökin og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Matvælastofnun (MAST) erindi þar sem óskað er eftir gögnum frá stofnuninni um öll alvarleg frávik í innlendri eftirlitsskyldri matvælaframleiðslu sem hún hefur gert athugasemdir við í eftirlitsstörfum sínum. Er óskað eftir upplýsingum aftur til 1. janúar 2008 en Neytendasamtökin og SVÞ telja að umfjöllun um aðbúnað dýra hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg ehf hafi leitt í ljós að MAST hafi alfarið brugðist eftirlitshlutverki sínu. Eggjaframleiðandinn blekkti neytendur með því að selja egg sín undir fána vistvænnar framleiðslu en ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. MAST gerði athugasemdir við framleiðsluna en lét neytendur ekki vita. Þetta gagnrýna samtökin tvö harðlega. „Með þögn sinni um málið hefur MAST vegið alvarlega að hagsmunum verslana og neytenda sem í skjóli núverandi fyrirkomulags treysta á faglega starfsemi þeirra aðila sem lögum samkvæmt hefur verið falið eftirlit með matvælaframleiðslu,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá Neytendasamtökunum og SVÞ. Segja þau að neytendur og verslanir séu í góðri trú um að matvæli standist allar kröfur á meðan engar athugasemdir berist frá eftirlitsaðila. MAST hafi brugðist þessu trausti með því að láta neytendur ekki vita um þær upplýsingar sem stofnunin bjó yfir vegna framleiðslu Brúneggja. „Að óbreyttu er nú uppi viðvarandi brestur í trausti hagsmunaaðila hvað varðar eftirlit með matvælaframleiðslu, sér í lagi þar sem MAST hefur heimilað afhendingu á matvælum til verslana og neytenda þrátt fyrir að,“ segir í tilkynningunni. Því fara samtökin þess á leit við MAST að stofnunin veiti þeim aðgang að upplýsingu um öll alvarleg frávik í innlendri matvælaframleiðslu sem gerðar hafa verið athugasemdir við frá 1. janúar 2008. „Telja Neytendasamtökin og SVÞ mikilvægt að afla þessara gagna enda hefur umfjöllun um eftirlit MAST leitt í ljós að réttur almennings til upplýsinga er verulega takmarkaður er viðkemur matvælaframleiðslu og frávikum frá kröfum sem gera verður til slíkrar framleiðslu.“
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Fleiri fréttir „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Sjá meira
Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34
Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00