Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2016 14:30 Ólafía Þórunn tekur sigurhopp. mynd/Þórður Rafn Gissurarson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður líklega í kringum 120. sæti á forgangslista þegar tekið verður við skráningum á mót á næsta keppnistímabili í bandarísku LPGA-mótaröðinni. Ekki hefur verið gefið út hvernig nákvæm skipting verður á forgangslistanum fyrir næsta keppnistímabil en líklegt að það verður svipað og það var fyrir nýliðið tímabil. Sjá einnig: Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA Ólafía Þórunn hafnaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær en 20 efstu kylfingarnir á mótinu unnu sér sæti í flokki 12 á forgangslistanum.Flokkar 1-11 Í efsta styrkleikaflokki eru 80 efstu kylfinganrir á peningalista síðasta keppnistímabils. Í næstu sex flokkum á eftir eru svo kylfingar sem hafa ýmist unnið stórmót á ferlinum eða ákveðinn fjölda móta sem gefur þeim áfram þátttökurétt. Í áttunda styrkleikaflokki eru svo 80 efstu keppendur peningalista núverandi tímabils (2017) sem þýðir að ef Ólafíu Þórunni gengur vel í upphafi árs mun hún eiga greiðari aðgang í önnur mót. Í næstu flokkum á eftir komast að tíu efstu keppendur Symetru-mótaraðarinnar, þeirri næststerkustu í Bandaríkjunum, og keppendunum sem ovur í 81.-100. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar. Sjá einnig: Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttiðNýliðar fá tækifæri Þar á eftir kemur styrkleikaflokkkur tólf, sem er flokkurinn hennar Ólafíu Þórunnar. Sú sem náði sama árangri og Ólafía Þórunn í fyrra, hin bandaríska Grace Na, var í 120. sæti forgangslistans þá og má gera ráð fyrir því að hlutskipti Ólafíu Þórunnar verði svipuð nú. Fram kemur á golf.is að fimmtán kylfingar af þeim 20 sem urðu efst á úrtökumótinu í fyrra fengu tækifæri á fyrstu mótunum í fyrra. En ljóst er að tækifæri Ólafíu Þórunnar verða fleiri fyrir þær sakir að hún hafnaði í öðru sæti mótsins í ár. Fyrsta mótið á nýju keppnistímabili verður dagana 23.-29. janúar. Pure Silk-mótið fer fram á Bahamas-eyjum og má gera fastlega ráð fyrir því að Ólafía Þórunn fái keppnisrétt á mótinu. Sjá einnig: Ólafía Þórunn kom út í mínus Golfstöðin sýnir frá LPGA-mótaröðinni í golfi en ekki hefur enn verið staðfest hvort að það standi til boða að sýna frá mótinu, hvort sem er síðustu tvo keppnisdagana eða alla fjóra. Golf Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður líklega í kringum 120. sæti á forgangslista þegar tekið verður við skráningum á mót á næsta keppnistímabili í bandarísku LPGA-mótaröðinni. Ekki hefur verið gefið út hvernig nákvæm skipting verður á forgangslistanum fyrir næsta keppnistímabil en líklegt að það verður svipað og það var fyrir nýliðið tímabil. Sjá einnig: Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA Ólafía Þórunn hafnaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær en 20 efstu kylfingarnir á mótinu unnu sér sæti í flokki 12 á forgangslistanum.Flokkar 1-11 Í efsta styrkleikaflokki eru 80 efstu kylfinganrir á peningalista síðasta keppnistímabils. Í næstu sex flokkum á eftir eru svo kylfingar sem hafa ýmist unnið stórmót á ferlinum eða ákveðinn fjölda móta sem gefur þeim áfram þátttökurétt. Í áttunda styrkleikaflokki eru svo 80 efstu keppendur peningalista núverandi tímabils (2017) sem þýðir að ef Ólafíu Þórunni gengur vel í upphafi árs mun hún eiga greiðari aðgang í önnur mót. Í næstu flokkum á eftir komast að tíu efstu keppendur Symetru-mótaraðarinnar, þeirri næststerkustu í Bandaríkjunum, og keppendunum sem ovur í 81.-100. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar. Sjá einnig: Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttiðNýliðar fá tækifæri Þar á eftir kemur styrkleikaflokkkur tólf, sem er flokkurinn hennar Ólafíu Þórunnar. Sú sem náði sama árangri og Ólafía Þórunn í fyrra, hin bandaríska Grace Na, var í 120. sæti forgangslistans þá og má gera ráð fyrir því að hlutskipti Ólafíu Þórunnar verði svipuð nú. Fram kemur á golf.is að fimmtán kylfingar af þeim 20 sem urðu efst á úrtökumótinu í fyrra fengu tækifæri á fyrstu mótunum í fyrra. En ljóst er að tækifæri Ólafíu Þórunnar verða fleiri fyrir þær sakir að hún hafnaði í öðru sæti mótsins í ár. Fyrsta mótið á nýju keppnistímabili verður dagana 23.-29. janúar. Pure Silk-mótið fer fram á Bahamas-eyjum og má gera fastlega ráð fyrir því að Ólafía Þórunn fái keppnisrétt á mótinu. Sjá einnig: Ólafía Þórunn kom út í mínus Golfstöðin sýnir frá LPGA-mótaröðinni í golfi en ekki hefur enn verið staðfest hvort að það standi til boða að sýna frá mótinu, hvort sem er síðustu tvo keppnisdagana eða alla fjóra.
Golf Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira