Volkswagen Atlas líka fyrir Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2016 15:01 Volkswagen ákvað að smíða nýja Atlas jeppann fyrir Bandaríkjamarkað og Kína, en nú kemur sterklega til greina að bjóða hann einnig í völdum Evrópulöndum. Reyndar hafði Volkswagen ákveðið að bjóða þennan 7 sæta jeppa í Rússlandi. Atlas er stór og langur jeppi sem Volkswagen hafði skilgreint sem of stóran bíl, ekki síst fyrir bílskúra í Evrópu og að hann ætti ekki mikið erindi til flestra Evrópulanda. Svo virðist þó sem mikill þrýstingur hafi myndast hjá Volkswagen að bjóða hann í nokkrum Evrópulöndum og líklegt þykir nú að svo gæti orðið. Jeppinn stóri verður framleiddur í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. í verksmiðju Volkswagen í Chattanooga og þar er svo mikil framleiðslugeta að hægðarleikur á að vera að framleiða meira af honum en upphaflega stóð til. Atlas fer í sölu í Bandaríkjunum næsta vor og verður þar í boði með 238 og 280 hestafla dísilvélum, en í Evrópu yrði hann aðallega í boði með 2,0 lítra TDI dísilvélinni, 190 hestöfl. Með minni vélinni í Bandaríkjunum fæst bíllinn aðeins framhjóladrifinn, en verður í boði fjórhjóladrifinn með stærri vélinni, sem er 3,6 lítra og tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Verð Atlas hefur ekki verið gefið upp en hann á að verða umtalsvert ódýrari en Volkswagen Touareg sem kostar 49.495 dollara vestanhafs. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Volkswagen ákvað að smíða nýja Atlas jeppann fyrir Bandaríkjamarkað og Kína, en nú kemur sterklega til greina að bjóða hann einnig í völdum Evrópulöndum. Reyndar hafði Volkswagen ákveðið að bjóða þennan 7 sæta jeppa í Rússlandi. Atlas er stór og langur jeppi sem Volkswagen hafði skilgreint sem of stóran bíl, ekki síst fyrir bílskúra í Evrópu og að hann ætti ekki mikið erindi til flestra Evrópulanda. Svo virðist þó sem mikill þrýstingur hafi myndast hjá Volkswagen að bjóða hann í nokkrum Evrópulöndum og líklegt þykir nú að svo gæti orðið. Jeppinn stóri verður framleiddur í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. í verksmiðju Volkswagen í Chattanooga og þar er svo mikil framleiðslugeta að hægðarleikur á að vera að framleiða meira af honum en upphaflega stóð til. Atlas fer í sölu í Bandaríkjunum næsta vor og verður þar í boði með 238 og 280 hestafla dísilvélum, en í Evrópu yrði hann aðallega í boði með 2,0 lítra TDI dísilvélinni, 190 hestöfl. Með minni vélinni í Bandaríkjunum fæst bíllinn aðeins framhjóladrifinn, en verður í boði fjórhjóladrifinn með stærri vélinni, sem er 3,6 lítra og tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Verð Atlas hefur ekki verið gefið upp en hann á að verða umtalsvert ódýrari en Volkswagen Touareg sem kostar 49.495 dollara vestanhafs.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent