Næsta markmið er að vinna mót á LPGA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. desember 2016 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fyrsti íslenski kylfingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á bandarísku atvinnumannamótaröðinni í golfi. Vísir/GVA Sunnudagskvöldið var sögulegt fyrir íslenskar íþróttir er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð fyrst íslenskra kylfinga, karla og kvenna, til að tryggja sér þátttökurétt á bandarísku atvinnumannamótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn er 24 ára Reykvíkingur, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi og útskrifaðist frá Wake Forest-háskólanum í Norður-Karólínu árið 2014. Eftir útskrift hefur hún einbeitt sér að atvinnumannaferlinum í golfi. Í lok árs 2014 freistaði hún þess að komast í gegnum úrtökumótaröðina fyrir Evrópumótaröðina í golfi en það gekk ekki í fyrstu tilraun. Ári síðar komst hún í gegn og keppti á Evrópumótaröðinni á árinu – alls níu mótum en hún komst í gegnum niðurskurðinn á fjórum þeirra. En árangur helgarinnar er mesta afrek hennar á ferlinum og segir hún sjálf að það sé það stærsta sem hún hefði getað ímyndað sér, hingað til. „Nú ætla ég að setja markið enn hærra,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. „Næsta mögulega skref er að vinna mót. Og það ætla ég mér að gera. Maður verður að vinna að því að ná einhverju markmiði,“ segir hún enn fremur.Vakin af risastórri könguló Viðbrögðin við árangri Ólafíu Þórunnar hafa ekki látið á sér standa hér á landi. Afrekið hefur vakið gríðarlega athygli og hefur hamingjuóskum og skilaboðum rignt yfir Ólafíu Þórunni. „Vá. Ég er rétt svo hálfnuð að lesa þetta allt saman. Það er mjög mikið af skilaboðum og alls konar efni, sem er mjög gaman að sjá,“ segir hún enn fremur. Hún vaknaði þó ekki með bros á vör, morguninn eftir að hún vann afrekið. Þvert á móti. „Klukkan hálf sex í morgun [gærmorgun] fann ég að eitthvað var að skríða á mér. Ég þreifaði fyrir mér og greip í risastóra könguló. Ég vaknaði því í sjokki. Þetta var afar óhugnanlegt,“ segir hún og getur leyft sér að hlæja að öllu saman nú.Fagnar með fjölskyldu sinni út í Flórída.Mynd/GSÍEr í 120. sæti forgangslistans Eitt fyrsta verkið hennar í gær var að fara á fund fyrir nýliða LPGA-mótaraðarinnar. „Þar var helst verið fara yfir mál sem snerta lyfjaeftirlit og sjúkratryggingar. Þá fengum við einnig lista yfir mót ársins og hversu mörg mót maður getur átt von á að komast inn í,“ segir hún. Þrátt fyrir að hún hafi fengið keppnisrétt á mótinu er hún í um 120. sæti forgangslistans. Um 110-130 keppendur eru á flestum mótum og því ekki víst að hún komist ávallt að, sérstaklega ekki á stærstu mótunum. Líklegt er að henni bjóðist að spila á um það bil átján mótum og segir hún að hún muni sækjast eftir því að spila á eins mörgum mótum og mögulegt er. Og hún óttast ekki að etja kappi við þær bestu í heimi. „Alls ekki. Ég hef nú reynslu af því að spila við þær bestu á Evróputúrnum og ég óttast ekki að spila við stóru stjörnurnar í Bandaríkjunum.“Ólafía Þórunn með móður sinni.Mynd/GSÍ„Ég ætla að einbeita mér alfarið að þessari mótaröð. Það er þó margt sem á eftir að útkljá, eins og hvar ég muni búa og svo þarf ég sjálf að skipuleggja öll ferðalög og fleira í þeim dúr,“ segir hún en kylfingar í mótaröðinni standa sjálfir straum af öllum kostnaði sem hlýst af þátttöku, svo sem ferðakostnaði og gistingu. Ólafía Þórunn hefur hingað til verið styrkt af Forskoti, afrekssjóði kylfinga, en vonast til að fleiri fyrirtæki á Íslandi leggi henni lið. „Það er ljóst að ég þarf á stuðningnum að halda enda verður þetta afar kostnaðarsamt.“ Hugsar ekki um peningana Mun meira verðlaunafé er í boði á LPGA-mótaröðinni en evrópsku mótaröðinni. En til að fá peningaverðlaun þarf ekki eingöngu að taka þátt í mótinu, heldur komast í gegnum niðurskurðinn. Og samkeppnin er afar hörð á bestu mótaröð heims. Hún segist ekki ætla að spila til að afla sér tekna. „Það er ekki sniðugt að setja slíka pressu á sig. En auðvitað var markmiðið að komast á þessa mótaröð, enda sú besta sem völ er á auk þess sem fleiri mót eru í boði og meiri peningur.“ Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14 Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45 Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00 Fjögur ný mót og verðlaunafé aldrei meira Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun fá tækifæri til að keppa um háar fjárhæðir á LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 23:00 Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40 Ragnhildur um árangur Ólafíu: Spáir flóðbylgju af ungum nýjum kylfingum Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 19:15 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sunnudagskvöldið var sögulegt fyrir íslenskar íþróttir er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð fyrst íslenskra kylfinga, karla og kvenna, til að tryggja sér þátttökurétt á bandarísku atvinnumannamótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn er 24 ára Reykvíkingur, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi og útskrifaðist frá Wake Forest-háskólanum í Norður-Karólínu árið 2014. Eftir útskrift hefur hún einbeitt sér að atvinnumannaferlinum í golfi. Í lok árs 2014 freistaði hún þess að komast í gegnum úrtökumótaröðina fyrir Evrópumótaröðina í golfi en það gekk ekki í fyrstu tilraun. Ári síðar komst hún í gegn og keppti á Evrópumótaröðinni á árinu – alls níu mótum en hún komst í gegnum niðurskurðinn á fjórum þeirra. En árangur helgarinnar er mesta afrek hennar á ferlinum og segir hún sjálf að það sé það stærsta sem hún hefði getað ímyndað sér, hingað til. „Nú ætla ég að setja markið enn hærra,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. „Næsta mögulega skref er að vinna mót. Og það ætla ég mér að gera. Maður verður að vinna að því að ná einhverju markmiði,“ segir hún enn fremur.Vakin af risastórri könguló Viðbrögðin við árangri Ólafíu Þórunnar hafa ekki látið á sér standa hér á landi. Afrekið hefur vakið gríðarlega athygli og hefur hamingjuóskum og skilaboðum rignt yfir Ólafíu Þórunni. „Vá. Ég er rétt svo hálfnuð að lesa þetta allt saman. Það er mjög mikið af skilaboðum og alls konar efni, sem er mjög gaman að sjá,“ segir hún enn fremur. Hún vaknaði þó ekki með bros á vör, morguninn eftir að hún vann afrekið. Þvert á móti. „Klukkan hálf sex í morgun [gærmorgun] fann ég að eitthvað var að skríða á mér. Ég þreifaði fyrir mér og greip í risastóra könguló. Ég vaknaði því í sjokki. Þetta var afar óhugnanlegt,“ segir hún og getur leyft sér að hlæja að öllu saman nú.Fagnar með fjölskyldu sinni út í Flórída.Mynd/GSÍEr í 120. sæti forgangslistans Eitt fyrsta verkið hennar í gær var að fara á fund fyrir nýliða LPGA-mótaraðarinnar. „Þar var helst verið fara yfir mál sem snerta lyfjaeftirlit og sjúkratryggingar. Þá fengum við einnig lista yfir mót ársins og hversu mörg mót maður getur átt von á að komast inn í,“ segir hún. Þrátt fyrir að hún hafi fengið keppnisrétt á mótinu er hún í um 120. sæti forgangslistans. Um 110-130 keppendur eru á flestum mótum og því ekki víst að hún komist ávallt að, sérstaklega ekki á stærstu mótunum. Líklegt er að henni bjóðist að spila á um það bil átján mótum og segir hún að hún muni sækjast eftir því að spila á eins mörgum mótum og mögulegt er. Og hún óttast ekki að etja kappi við þær bestu í heimi. „Alls ekki. Ég hef nú reynslu af því að spila við þær bestu á Evróputúrnum og ég óttast ekki að spila við stóru stjörnurnar í Bandaríkjunum.“Ólafía Þórunn með móður sinni.Mynd/GSÍ„Ég ætla að einbeita mér alfarið að þessari mótaröð. Það er þó margt sem á eftir að útkljá, eins og hvar ég muni búa og svo þarf ég sjálf að skipuleggja öll ferðalög og fleira í þeim dúr,“ segir hún en kylfingar í mótaröðinni standa sjálfir straum af öllum kostnaði sem hlýst af þátttöku, svo sem ferðakostnaði og gistingu. Ólafía Þórunn hefur hingað til verið styrkt af Forskoti, afrekssjóði kylfinga, en vonast til að fleiri fyrirtæki á Íslandi leggi henni lið. „Það er ljóst að ég þarf á stuðningnum að halda enda verður þetta afar kostnaðarsamt.“ Hugsar ekki um peningana Mun meira verðlaunafé er í boði á LPGA-mótaröðinni en evrópsku mótaröðinni. En til að fá peningaverðlaun þarf ekki eingöngu að taka þátt í mótinu, heldur komast í gegnum niðurskurðinn. Og samkeppnin er afar hörð á bestu mótaröð heims. Hún segist ekki ætla að spila til að afla sér tekna. „Það er ekki sniðugt að setja slíka pressu á sig. En auðvitað var markmiðið að komast á þessa mótaröð, enda sú besta sem völ er á auk þess sem fleiri mót eru í boði og meiri peningur.“
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14 Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45 Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00 Fjögur ný mót og verðlaunafé aldrei meira Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun fá tækifæri til að keppa um háar fjárhæðir á LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 23:00 Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40 Ragnhildur um árangur Ólafíu: Spáir flóðbylgju af ungum nýjum kylfingum Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 19:15 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn kom út í mínus Þó svo Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi endað í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í gær, og fengið hálfa milljón króna í verðlaunafé, kemur hún út í mínus eftir þátttöku sína. 5. desember 2016 11:14
Karen: Mikill munur á Evrópumótaröðinni og LPGA "Þetta er rosalegur árangur og ég er ekki hissa á því að hún skildi fara alla leið,“ segir Karen Sævarsdóttir golfsérfræðingur um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem endurskrifaði íslenska golfsögu í gær. 5. desember 2016 13:45
Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00
Fjögur ný mót og verðlaunafé aldrei meira Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun fá tækifæri til að keppa um háar fjárhæðir á LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 23:00
Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40
Ragnhildur um árangur Ólafíu: Spáir flóðbylgju af ungum nýjum kylfingum Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 19:15
Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30