Jólamarkaður Sólheima opnar í Kringlunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 11:08 Þær Pálína Erlendsdóttir og Helga Dómhildur Alfreðsdóttir íbúar á Sólheimum með nokkrar af þeim vörum sem verða til sölu á jólamarkaðnum. vísir/stefán Árlegur jólamarkaður Sólheima opnar í Kringlunni í dag og verður opinn fram á sunnudag. Til sölu verða alls kyns vörur og munir sem íbúar Sólheima hafa unnið hörðum höndum að við að framleiða síðan í haust. Að sögn Guðmundar Ármanns Péturssonar, framkvæmdastjóra Sólheima, hafa íbúarnir gert ýmsa list-og skrautmuni í vinnustofum og þá hefur matvælaframleiðslan verið í fullum gangi einnig. Þannig hafa íbúarnir gert brauð og kökur sem verða til sölu og ýmislegt matarkyns úr grænmetinu sem ræktað er á Sólheimum. Vöruúrvalið er því fjölbreytt. Jólamarkaðurinn hefur verið í fjöldamörg ár í Kringlunni og salan ávallt gengið vel segir Guðmundur. Hann á ekki von á að breyting verði þar á í ár og býst ekki við að það verði mikið af vörum eftir þegar markaðnum lýkur á sunnudag. Jólafréttir Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Jólaboð Afa árið 1988 Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól Hér er komin Grýla Jól Fögur er foldin Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin
Árlegur jólamarkaður Sólheima opnar í Kringlunni í dag og verður opinn fram á sunnudag. Til sölu verða alls kyns vörur og munir sem íbúar Sólheima hafa unnið hörðum höndum að við að framleiða síðan í haust. Að sögn Guðmundar Ármanns Péturssonar, framkvæmdastjóra Sólheima, hafa íbúarnir gert ýmsa list-og skrautmuni í vinnustofum og þá hefur matvælaframleiðslan verið í fullum gangi einnig. Þannig hafa íbúarnir gert brauð og kökur sem verða til sölu og ýmislegt matarkyns úr grænmetinu sem ræktað er á Sólheimum. Vöruúrvalið er því fjölbreytt. Jólamarkaðurinn hefur verið í fjöldamörg ár í Kringlunni og salan ávallt gengið vel segir Guðmundur. Hann á ekki von á að breyting verði þar á í ár og býst ekki við að það verði mikið af vörum eftir þegar markaðnum lýkur á sunnudag.
Jólafréttir Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Jólaboð Afa árið 1988 Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól Hér er komin Grýla Jól Fögur er foldin Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin