Liðin sem komust í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar | Bara tvö ensk lið í pottinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2016 22:15 Kalifa Coulibaly og félagar í Gent komust áfram eftir sigurmark á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Vísir/EPA Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og þá kom endanlega í ljós hvaða 32 lið verða í pottinum þegar dregið verið í 32 liða úrslitin á mánudaginn. Manchester United vann sinn leik á útivelli og komst áfram í kvöld en jafntefli á heimavelli dugði ekki Southampton sem er úr leik. Fenerbahce kláraði sinn leik á móti Feyenoord í Hollandi og vann riðilinn. Úrslitin þýddu líka að Manchester United hefði mátt tapa á útivelli á móti botnliði Zorya Luhansk. Mörk frá Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimović sáu hinsvegar til þess að United vann 2-0 sigur. Southampton nægði marklaust jafntefli á heimavelli á móti Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael en Ísraelsmennirnir skoruðu þrettán mínútum fyrir leikslok. Southampton þurfti þar með tvö mörk og þeir náðu bara einu sem kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Það varð að fresta leik Sassuolo og Genk vegna þoku en það hefur engin áhrif á útkomuna því úrslitin voru ráðin í F-riðli og Genk var komið áfram. Landar þeirra í Gent unnu hinsvegar dramatískasta sigur kvöldsins því Kalifa Coulibaly skoraði sigurmark liðsins á fjórðu mínútu í uppbótartíma á útivelli á móti tyrkneska liðinu Konyaspor. Markið hans Coulibaly kom Gent upp fyrir portúgalska liðið Braga sem tapaði á sama tíma á móti úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eru komin áfram og enn neðar má síðan sjá öll úrslitin í leikjum kvöldsins.Sigurvegarar riðlanna tólf: Fenerbahce frá Tyrklandi (A-riðill) APOEL frá Kýpur (B) Saint-Étienne frá Frakklandi (C) Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi (D) Roma frá Ítalíu (E) Athletic Bilbao frá Spáni (F) Ajax frá Hollandi (G) Shakhtar Donetsk frá Úkraínu (H) Schalke 04 frá Þýskalandi (I) Fiorentina frá Ítalíu (J) Sparta Prag frá Tékklandi (K) Osmanlıspor frá Tyrklandi (L)Liðin sem lentu í öðru sæti í riðlinum: Manchester United frá Englandi (A-riðill) Olympiacos frá Grikklandi (B) Anderlecht frá Belgíu (C) AZ Alkmaar frá Hollandi (D) Astra Giurgiu frá Rúmeníu (E) Genk frá Belgíu (F) Celta Vigo frá Spáni (G) Gent frá Belgíu (H) Krasnodar frá Rússlandi (I) PAOK frá Grikklandi (J) Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael (K) Villarreal frá Spáni (L)Liðin sem koma úr MeistaradeildinniÍ fyrsta styrkleikaflokki: FC Kaupmannahöfn frá Danmörku Lyon frá Frakklandi Tottenham frá Englandi Besiktas frá TyrklandiÍ öðrum styrkleikaflokki Rostov frá Rússlandi Borussia Mönchengladbach frá Þýskalandi Legia Varsjá frá Póllandi Ludogorets frá Búlgaríu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira
Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld og þá kom endanlega í ljós hvaða 32 lið verða í pottinum þegar dregið verið í 32 liða úrslitin á mánudaginn. Manchester United vann sinn leik á útivelli og komst áfram í kvöld en jafntefli á heimavelli dugði ekki Southampton sem er úr leik. Fenerbahce kláraði sinn leik á móti Feyenoord í Hollandi og vann riðilinn. Úrslitin þýddu líka að Manchester United hefði mátt tapa á útivelli á móti botnliði Zorya Luhansk. Mörk frá Henrikh Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimović sáu hinsvegar til þess að United vann 2-0 sigur. Southampton nægði marklaust jafntefli á heimavelli á móti Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael en Ísraelsmennirnir skoruðu þrettán mínútum fyrir leikslok. Southampton þurfti þar með tvö mörk og þeir náðu bara einu sem kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Það varð að fresta leik Sassuolo og Genk vegna þoku en það hefur engin áhrif á útkomuna því úrslitin voru ráðin í F-riðli og Genk var komið áfram. Landar þeirra í Gent unnu hinsvegar dramatískasta sigur kvöldsins því Kalifa Coulibaly skoraði sigurmark liðsins á fjórðu mínútu í uppbótartíma á útivelli á móti tyrkneska liðinu Konyaspor. Markið hans Coulibaly kom Gent upp fyrir portúgalska liðið Braga sem tapaði á sama tíma á móti úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eru komin áfram og enn neðar má síðan sjá öll úrslitin í leikjum kvöldsins.Sigurvegarar riðlanna tólf: Fenerbahce frá Tyrklandi (A-riðill) APOEL frá Kýpur (B) Saint-Étienne frá Frakklandi (C) Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi (D) Roma frá Ítalíu (E) Athletic Bilbao frá Spáni (F) Ajax frá Hollandi (G) Shakhtar Donetsk frá Úkraínu (H) Schalke 04 frá Þýskalandi (I) Fiorentina frá Ítalíu (J) Sparta Prag frá Tékklandi (K) Osmanlıspor frá Tyrklandi (L)Liðin sem lentu í öðru sæti í riðlinum: Manchester United frá Englandi (A-riðill) Olympiacos frá Grikklandi (B) Anderlecht frá Belgíu (C) AZ Alkmaar frá Hollandi (D) Astra Giurgiu frá Rúmeníu (E) Genk frá Belgíu (F) Celta Vigo frá Spáni (G) Gent frá Belgíu (H) Krasnodar frá Rússlandi (I) PAOK frá Grikklandi (J) Hapoel Be'er Sheva frá Ísrael (K) Villarreal frá Spáni (L)Liðin sem koma úr MeistaradeildinniÍ fyrsta styrkleikaflokki: FC Kaupmannahöfn frá Danmörku Lyon frá Frakklandi Tottenham frá Englandi Besiktas frá TyrklandiÍ öðrum styrkleikaflokki Rostov frá Rússlandi Borussia Mönchengladbach frá Þýskalandi Legia Varsjá frá Póllandi Ludogorets frá Búlgaríu
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira