Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Svavar Hávarðsson skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Kristinn Hugason Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. Ábyrgð á málinu hvað varðar ráðuneytið liggi öll og óskipt hjá núverandi skrifstofustjóra, Halldóri Runólfssyni, og yfirmönnum hans. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun lét atvinnuvegaráðuneytið vita 19. desember 2013 að Brúnegg uppfylltu ekki skilyrði vistvænnar vottunar því stofnunin vildi ekki að neytendur væru blekktir. Halldór Runólfsson skrifstofustjóri sendi erindið til Kristins samdægurs og bað hann að „fronta“ málið og fara ofan í saumana á því og gera tillögur um hvað gera skyldi. Í Kastljósi sagði að ekkert hefði gerst – málið sofnað. Til þessa vísaði Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra í gær þegar hann var spurður um afdrif málsins í ráðuneytinu, sem þá var undir forvera hans, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi talaði um að sá starfsmaður hafi hætt „sem var með málið og einhvern veginn í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt í einhvern tíma,“ sagði ráðherra í viðtali við Vísi. Kristinn, sem meðal annars kom að samningu lagafrumvarps um ný lög um velferð dýra, er afar ósáttur við að nafn hans sé bendlað við málið, enda hafi hann verið rekinn skömmu eftir að erindið barst til hans – eða í janúar. Mál þess vegna reki hann nú fyrir dómstólum. „Nafn mitt má vissulega sjá á einum tölvupósti undir lok Kastljóss-þáttarins. Jafnframt því sem núverandi ráðherra hefur reynt að draga þetta inn sem skýringu á athafnaleysi ráðuneytisins; að starfsmaður ábyrgur fyrir málinu hefði hætt störfum – fallegt orðfæri um að vera sparkað eftir margra ára vammlausan feril,“ segir Kristinn og minnir á að Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur hafi einnig fengið málið á sitt borð, og starfar hún enn hjá ráðuneytinu. Hann hafi lengi unnið með Halldóri skrifstofustjóra, m.a. á meðan hann var hjá Matvælastofnun sem yfirdýralæknir – áður en hann varð skrifstofustjóri og yfirmaður hans í ráðuneytinu. Aldrei hafi á þeim tíma verið minnst á mál Brúneggs frá hendi stofnunarinnar. Halldór hafi þó verið „forveri Boggu [Sigurborg Daðadóttir] í starfi yfirdýralæknis og Brúneggsmál voru búin að velkjast hjá Matvælastofnun í hans embættistíð,“ segir Kristinn og segir að enginn embættismaður gæti haft hreinni skjöld en hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. Ábyrgð á málinu hvað varðar ráðuneytið liggi öll og óskipt hjá núverandi skrifstofustjóra, Halldóri Runólfssyni, og yfirmönnum hans. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun lét atvinnuvegaráðuneytið vita 19. desember 2013 að Brúnegg uppfylltu ekki skilyrði vistvænnar vottunar því stofnunin vildi ekki að neytendur væru blekktir. Halldór Runólfsson skrifstofustjóri sendi erindið til Kristins samdægurs og bað hann að „fronta“ málið og fara ofan í saumana á því og gera tillögur um hvað gera skyldi. Í Kastljósi sagði að ekkert hefði gerst – málið sofnað. Til þessa vísaði Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra í gær þegar hann var spurður um afdrif málsins í ráðuneytinu, sem þá var undir forvera hans, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi talaði um að sá starfsmaður hafi hætt „sem var með málið og einhvern veginn í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt í einhvern tíma,“ sagði ráðherra í viðtali við Vísi. Kristinn, sem meðal annars kom að samningu lagafrumvarps um ný lög um velferð dýra, er afar ósáttur við að nafn hans sé bendlað við málið, enda hafi hann verið rekinn skömmu eftir að erindið barst til hans – eða í janúar. Mál þess vegna reki hann nú fyrir dómstólum. „Nafn mitt má vissulega sjá á einum tölvupósti undir lok Kastljóss-þáttarins. Jafnframt því sem núverandi ráðherra hefur reynt að draga þetta inn sem skýringu á athafnaleysi ráðuneytisins; að starfsmaður ábyrgur fyrir málinu hefði hætt störfum – fallegt orðfæri um að vera sparkað eftir margra ára vammlausan feril,“ segir Kristinn og minnir á að Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur hafi einnig fengið málið á sitt borð, og starfar hún enn hjá ráðuneytinu. Hann hafi lengi unnið með Halldóri skrifstofustjóra, m.a. á meðan hann var hjá Matvælastofnun sem yfirdýralæknir – áður en hann varð skrifstofustjóri og yfirmaður hans í ráðuneytinu. Aldrei hafi á þeim tíma verið minnst á mál Brúneggs frá hendi stofnunarinnar. Halldór hafi þó verið „forveri Boggu [Sigurborg Daðadóttir] í starfi yfirdýralæknis og Brúneggsmál voru búin að velkjast hjá Matvælastofnun í hans embættistíð,“ segir Kristinn og segir að enginn embættismaður gæti haft hreinni skjöld en hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira