Notaleg jólastund í Sviss 30. nóvember 2016 13:30 Guðmundur Gíslason hefur búið í Sviss síðastliðin 27 ár. MYND/ÚR EINKASAFNI Jólahald Svisslendinga einkennist meðal annars af löngu borðhaldi yfir jólin þar sem fjölskyldan hittist og spjallar lengi saman meðan notið er góðra veitinga. Fyrir vikið er sjaldan verið að bjóða upp á mjög þungan mat heldur frekar rétti sem hæfa slíku tilefni. Það hefur Guðmundur Gíslason lært en hann hefur búið í bænum Schaffhausen í Sviss síðastliðin 27 ár. „Oftast er kvöldmatur á aðfangadag frekar einfaldur. Margar fjölskyldur borða snittur eða annað sem hægt er að undirbúa fyrirfram þannig að húsmóðirin sé ekki önnum kafin í eldhúsinu allt kvöldið við eldamennsku og uppvask. Frekar er lögð áhersla á að setjast niður saman og njóta kvöldsins. Í flestum fjölskyldum eru gjafirnar opnaðar á aðfangadagskvöld, þó að aðrir bíði með það til jóladags. Síðan ljúka margir kvöldinu með miðnæturmessu sem byrjar um klukkan hálf ellefu.“ Jóladagur er dagur heimsókna en þá eru foreldrar eða nánir ættingjar gjarnan heimsóttir segir Guðmundur. „Þá er líka meira lagt upp úr viðameiri hátíðarmat, t.d. Fondue Chinoise sem er kallað kínverskt fondue á íslensku, raclette eða Rollschinkli sem er léttreykt kryddað svínakjöt í neti, oftast borið fram með kartöflumús og sósu.“Réttur fyrir samræðurRaclette er mjög skemmtilegur réttur sem hentar einmitt sérstaklega vel þegar fólk vill sitja lengi saman, njóta matarins og eiga langt spjall, að sögn Guðmundar. „Svisslendingar nota raclette-ofn sem er þannig uppbyggður að efst er grillpanna en undir henni er n.k. ofn. Hver matargestur setur þá raclette-ostinn á litla pönnu sem stungið er inn í ofninn og hann látinn bráðna. Á meðan er grænmeti og jafnvel pylsur eða kjöt grillað á grillpönnunni. Þeir sem ekki eiga slíka græju á Íslandi geta notast við hefðbundinn ofn til að grilla ostinn og pönnu til að steikja grænmetið og pylsurnar.“ Guðmundur er vagnstjóri hjá strætisvögnum Schaffhausen og er kvæntur svissneskri konu, Stefanie Gislason. Auk þess á hann uppkomna dóttur frá fyrra hjónabandi. „Það koma ekki oft Íslendingar í strætó til mín en þó hefur það gerst nokkrum sinnum þessi 24 ár sem ég hef starfað sem vagnstjóri, þá helst á milli aðalbrautarstöðvarinnar og Rínarfossa.“ Guðmundur gefur hér lesendum uppskriftir að dæmigerðum svissneskum jólamat. Boðið er upp á raclette og tvær gerðir af smákökum.RacletteRaclette-ostur í um 5 mm þykkum sneiðum. Miða við 200-300 grömm á mann (hægt að notast við Ísbúa, grillost eða annan ost sem bráðnar vel)Soðnar kartöflurSúrar gúrkur í glasiCoctail onions. Fást niðursoðnir hér á landi undir þessu heitiSveppirSmátt skorinn laukurKrydd, t.d. múskat, pipar og paprikaPylsur, kjötbitar eða grænmeti til að steikja ofan á grillpönnunni, allt eftir smekk hvers og eins.Raclette-osturinn settur í pönnuna og kryddaður eftir smekk. Pönnunni stungið í ofninn og beðið eftir að osturinn bráðni. Myljið gróft soðnar kartöflur á disk, kryddið og hellið bræddum ostinum yfir. Öðru meðlæti bætt við eftir smekk, t.d. grilluðu grænmeti og pylsum. Með þessu er gjarnan drukkið glas af hvítvíni og svart te.Mailänderli-smákökurUm 40 stk.250 g ósaltað smjör225 g sykurHnífsoddur af salti3 eggRifinn börkur af einni sítrónu500 g hveiti1 eggjarauðaHrærið smjörið þar til orðið mjúkt. Blandið sykrinum og saltinu saman við. Hrærið eggjunum saman við einu af öðru og blandið síðan rifna sítrónuberkinum og hveitinu saman við. Hnoðið deigið í bolta og látið bíða í lokaðri skál eða plastfilmu í að minnsta kosti 2 klst. í ísskáp. Látið deigið bíða 15 mínútur eftir að það kemur úr ísskápnum og rúllið því síðan út á hveitistráðu borði eða í plastfilmunni þar til það er 8-10 millimetra þykkt. Stingið út með smákökuformi og setjið á smjörpappír. Látið kökurnar bíða aftur í 10 mínútur áður en þið penslið þær með eggjarauðunni. Hægt er að strá skrautsykri í blauta eggjarauðuna (fínt verkefni fyrir yngri börn). Bakið við 200°C í 10 mínútur.Brunsli-smákökurUm 30 stk.200 g sykur250 g malaðar möndlur2 msk. hveitiHnífsoddur kanill2 stífþeyttar eggjahvítur100 g dökkt súkkulaði (85%)Sjóðandi vatnBlandið saman sykrinum, möndlunum, hveitinu og kanilnum í skál. Blandið næst þeyttu eggjahvítunum við. Brjótið súkkulaðið í aðra skál. Hellið sjóðandi vatninu yfir og látið standa í 3 mín. Hellið vatninu varlega af súkkulaðinu þannig að u.þ.b. ein matskeið verði eftir. Hrærið súkkulaðið og blandið saman við þurrefnin. Rúllið deigið út þar til 1 cm þykkt. Gott er að velta deiginu fyrst upp úr sykri eða setja í plastfilmu. Þannig gengur betur að rúlla því út. Stingið út með smákökuformi og setjið á smjörpappír. Látið bíða í 6 klst. Bakið við 250°C í 5 til 6 mínútur. Jólamatur Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóla-aspassúpa Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Sósan má ekki klikka Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin
Jólahald Svisslendinga einkennist meðal annars af löngu borðhaldi yfir jólin þar sem fjölskyldan hittist og spjallar lengi saman meðan notið er góðra veitinga. Fyrir vikið er sjaldan verið að bjóða upp á mjög þungan mat heldur frekar rétti sem hæfa slíku tilefni. Það hefur Guðmundur Gíslason lært en hann hefur búið í bænum Schaffhausen í Sviss síðastliðin 27 ár. „Oftast er kvöldmatur á aðfangadag frekar einfaldur. Margar fjölskyldur borða snittur eða annað sem hægt er að undirbúa fyrirfram þannig að húsmóðirin sé ekki önnum kafin í eldhúsinu allt kvöldið við eldamennsku og uppvask. Frekar er lögð áhersla á að setjast niður saman og njóta kvöldsins. Í flestum fjölskyldum eru gjafirnar opnaðar á aðfangadagskvöld, þó að aðrir bíði með það til jóladags. Síðan ljúka margir kvöldinu með miðnæturmessu sem byrjar um klukkan hálf ellefu.“ Jóladagur er dagur heimsókna en þá eru foreldrar eða nánir ættingjar gjarnan heimsóttir segir Guðmundur. „Þá er líka meira lagt upp úr viðameiri hátíðarmat, t.d. Fondue Chinoise sem er kallað kínverskt fondue á íslensku, raclette eða Rollschinkli sem er léttreykt kryddað svínakjöt í neti, oftast borið fram með kartöflumús og sósu.“Réttur fyrir samræðurRaclette er mjög skemmtilegur réttur sem hentar einmitt sérstaklega vel þegar fólk vill sitja lengi saman, njóta matarins og eiga langt spjall, að sögn Guðmundar. „Svisslendingar nota raclette-ofn sem er þannig uppbyggður að efst er grillpanna en undir henni er n.k. ofn. Hver matargestur setur þá raclette-ostinn á litla pönnu sem stungið er inn í ofninn og hann látinn bráðna. Á meðan er grænmeti og jafnvel pylsur eða kjöt grillað á grillpönnunni. Þeir sem ekki eiga slíka græju á Íslandi geta notast við hefðbundinn ofn til að grilla ostinn og pönnu til að steikja grænmetið og pylsurnar.“ Guðmundur er vagnstjóri hjá strætisvögnum Schaffhausen og er kvæntur svissneskri konu, Stefanie Gislason. Auk þess á hann uppkomna dóttur frá fyrra hjónabandi. „Það koma ekki oft Íslendingar í strætó til mín en þó hefur það gerst nokkrum sinnum þessi 24 ár sem ég hef starfað sem vagnstjóri, þá helst á milli aðalbrautarstöðvarinnar og Rínarfossa.“ Guðmundur gefur hér lesendum uppskriftir að dæmigerðum svissneskum jólamat. Boðið er upp á raclette og tvær gerðir af smákökum.RacletteRaclette-ostur í um 5 mm þykkum sneiðum. Miða við 200-300 grömm á mann (hægt að notast við Ísbúa, grillost eða annan ost sem bráðnar vel)Soðnar kartöflurSúrar gúrkur í glasiCoctail onions. Fást niðursoðnir hér á landi undir þessu heitiSveppirSmátt skorinn laukurKrydd, t.d. múskat, pipar og paprikaPylsur, kjötbitar eða grænmeti til að steikja ofan á grillpönnunni, allt eftir smekk hvers og eins.Raclette-osturinn settur í pönnuna og kryddaður eftir smekk. Pönnunni stungið í ofninn og beðið eftir að osturinn bráðni. Myljið gróft soðnar kartöflur á disk, kryddið og hellið bræddum ostinum yfir. Öðru meðlæti bætt við eftir smekk, t.d. grilluðu grænmeti og pylsum. Með þessu er gjarnan drukkið glas af hvítvíni og svart te.Mailänderli-smákökurUm 40 stk.250 g ósaltað smjör225 g sykurHnífsoddur af salti3 eggRifinn börkur af einni sítrónu500 g hveiti1 eggjarauðaHrærið smjörið þar til orðið mjúkt. Blandið sykrinum og saltinu saman við. Hrærið eggjunum saman við einu af öðru og blandið síðan rifna sítrónuberkinum og hveitinu saman við. Hnoðið deigið í bolta og látið bíða í lokaðri skál eða plastfilmu í að minnsta kosti 2 klst. í ísskáp. Látið deigið bíða 15 mínútur eftir að það kemur úr ísskápnum og rúllið því síðan út á hveitistráðu borði eða í plastfilmunni þar til það er 8-10 millimetra þykkt. Stingið út með smákökuformi og setjið á smjörpappír. Látið kökurnar bíða aftur í 10 mínútur áður en þið penslið þær með eggjarauðunni. Hægt er að strá skrautsykri í blauta eggjarauðuna (fínt verkefni fyrir yngri börn). Bakið við 200°C í 10 mínútur.Brunsli-smákökurUm 30 stk.200 g sykur250 g malaðar möndlur2 msk. hveitiHnífsoddur kanill2 stífþeyttar eggjahvítur100 g dökkt súkkulaði (85%)Sjóðandi vatnBlandið saman sykrinum, möndlunum, hveitinu og kanilnum í skál. Blandið næst þeyttu eggjahvítunum við. Brjótið súkkulaðið í aðra skál. Hellið sjóðandi vatninu yfir og látið standa í 3 mín. Hellið vatninu varlega af súkkulaðinu þannig að u.þ.b. ein matskeið verði eftir. Hrærið súkkulaðið og blandið saman við þurrefnin. Rúllið deigið út þar til 1 cm þykkt. Gott er að velta deiginu fyrst upp úr sykri eða setja í plastfilmu. Þannig gengur betur að rúlla því út. Stingið út með smákökuformi og setjið á smjörpappír. Látið bíða í 6 klst. Bakið við 250°C í 5 til 6 mínútur.
Jólamatur Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóla-aspassúpa Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Sósan má ekki klikka Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin