Sannkallað augnakonfekt Vera Einarsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 16:00 Ragnheiður hefur gert kökuna í mismunandi útfærslum. Hér er hún í jólabúningi. MYND/VILHELM Nammikökur Ragnheiðar Björnsdóttur gleðja augað en hún hefur gert þær í mismunandi litasamsetningum fyrir afmæli og veislur síðustu ár. „Systir mín var um tíma mikið í því að skreyta bollakökur. Ég smitaðist af áhuga hennar en ákvað hins vegar að ganga skrefinu lengra og leika mér með kökur í fullri stærð. Útkoman varð svo einhvern veginn þessi,“ segir Ragnheiður sem féllst á að klæða kökuna í jólabúning að þessu sinni. Hún byrjar á því að baka þrefalda súkkulaðiköku eftir gamalli uppskrift ömmu sinnar og setur súkkulaðikrem á milli og yfir. „Ég fer svo bara út í Nammiland og kaupi það sem mér finnst passa saman og dunda mér svo við að skreyta kökuna með nammi og lituðu kremi frá Betty Crocker,“ segir Ragnheiður. Aðspurð segir hún verkið krefjast mikillar nákvæmni og geta tekið hátt í sex tíma. „Það borgar sig samt yfirleitt því kakan sómir sér vel á borði og gleður gesti.“ Ragnheiður útskrifaðist með BS-gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands í vor. Hún starfar sem stendur í versluninni Geysi en stefnir á arkitektúr-verkfræði í Danmörku þegar fram líða stundir. Aðspurð segir hún mikið af verkfræðingum í fjölskyldunni og að margir séu listrænir. „Það getur skilað sér yfir í matargerð og bakstur eins og annað.“SúkkulaðikakaBotn3 1/3 bollar hveiti 2/3 bollar kakó 1 tsk. salt 2 tsk. lyftiduft 2 bollar sykur 1 bolli mjúkt smjör 2 bollar súrmjólk Blandið saman þurrefnum. Bætið smjöri og súrmjólk saman við og hrærið vel. Skiptið deiginu í þrennt og setjið í form. Bakist við 180°C á blæstri í 20-22 mín.Krem4 bollar flórsykur 9 msk. mjólk 4 msk. kakó 150 g mjúkt smjör 1-2 tsk. kanill (valfrjálst) Blandið saman flórsykri og mjólk, og kakói og smjöri. Sameinið blöndurnar tvær og þeytið. Fyrir auka jólabragð er gott að bæta við smá kanil.Kakan tekur sig vel út á borði. Jól Jólafréttir Mest lesið Jólainnkaupin öll í Excel Jól Dýrgripir fortíðar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Svið í jólamatinn Jól
Nammikökur Ragnheiðar Björnsdóttur gleðja augað en hún hefur gert þær í mismunandi litasamsetningum fyrir afmæli og veislur síðustu ár. „Systir mín var um tíma mikið í því að skreyta bollakökur. Ég smitaðist af áhuga hennar en ákvað hins vegar að ganga skrefinu lengra og leika mér með kökur í fullri stærð. Útkoman varð svo einhvern veginn þessi,“ segir Ragnheiður sem féllst á að klæða kökuna í jólabúning að þessu sinni. Hún byrjar á því að baka þrefalda súkkulaðiköku eftir gamalli uppskrift ömmu sinnar og setur súkkulaðikrem á milli og yfir. „Ég fer svo bara út í Nammiland og kaupi það sem mér finnst passa saman og dunda mér svo við að skreyta kökuna með nammi og lituðu kremi frá Betty Crocker,“ segir Ragnheiður. Aðspurð segir hún verkið krefjast mikillar nákvæmni og geta tekið hátt í sex tíma. „Það borgar sig samt yfirleitt því kakan sómir sér vel á borði og gleður gesti.“ Ragnheiður útskrifaðist með BS-gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands í vor. Hún starfar sem stendur í versluninni Geysi en stefnir á arkitektúr-verkfræði í Danmörku þegar fram líða stundir. Aðspurð segir hún mikið af verkfræðingum í fjölskyldunni og að margir séu listrænir. „Það getur skilað sér yfir í matargerð og bakstur eins og annað.“SúkkulaðikakaBotn3 1/3 bollar hveiti 2/3 bollar kakó 1 tsk. salt 2 tsk. lyftiduft 2 bollar sykur 1 bolli mjúkt smjör 2 bollar súrmjólk Blandið saman þurrefnum. Bætið smjöri og súrmjólk saman við og hrærið vel. Skiptið deiginu í þrennt og setjið í form. Bakist við 180°C á blæstri í 20-22 mín.Krem4 bollar flórsykur 9 msk. mjólk 4 msk. kakó 150 g mjúkt smjör 1-2 tsk. kanill (valfrjálst) Blandið saman flórsykri og mjólk, og kakói og smjöri. Sameinið blöndurnar tvær og þeytið. Fyrir auka jólabragð er gott að bæta við smá kanil.Kakan tekur sig vel út á borði.
Jól Jólafréttir Mest lesið Jólainnkaupin öll í Excel Jól Dýrgripir fortíðar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Svið í jólamatinn Jól