Þetta er það eina sem sameinar þessa þjóð Magnús Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2016 10:00 Kristín Helga segir að það sé gaman að bókmenntaþjóðin skuli hafa bókina í öndvegi á aðventunni. Visir/Stefán Það er þessi tími ársins þegar það er í senn skelfilegt og skemmtilegt að vera rithöfundur. Jólabókaflóðið er að ná hámarki, fjöldi titla er gríðarlegur og viðbrögð gagnrýnenda og lesenda geta haft mikil áhrif á feril höfunda og þá einkum þeirra af yngri kynslóðinni. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, þekkir þennan séríslenska rússíbana bæði af eigin raun sem rithöfundur en einnig út frá störfum sínum fyrir sambandið.Höfundakvöldin vinsæl Aðspurð um jólabókaflóðið bendir Kristín Helga á að rithöfundasambandið komi nú þar að með ýmsum hætti. „Okkar hlutverk í þessari vertíð er mikið til að leiðbeina höfundum sem eru að spyrja ótal spurninga um ótal hluti. Það er t.d. mikið verið að spyrja um taxta enda er algengt að farið sé fram á að höfundar lesi ókeypis en við erum algjörlega á móti því. Við erum með sérstaka höfundamiðstöð þar sem við bæði innheimtum og leiðbeinum og það eru svona þessir praktísku hlutir sem rekast hér inn. En svo er Gunnarshús líka höfundahús og hér hafa allir félagsmenn, sem eru hátt í 500, aðstöðu til þess að nýta sér með ýmsum hætti. Undanfarin tvö ár höfum við staðið fyrir höfundakvöldum á fimmtudagskvöldum á aðventu og það hefur verið húsfyllir hér kvöld eftir kvöld. Hallgrímur Helgason sem er formaður húsráðs fór af stað með þessi kvöld en nú höfum við þann háttinn á að við skipuleggjum þetta ekki heldur höfundarnir sjálfir. Þeir bóka húsið og við sjáum um að hér sé allt til alls og aðstoðum eftir bestu getu. En þetta hefur verið gríðarlega vinsælt og það má geta þess að það hefur ekki verið selt inn á þessi kvöld í haust og það eru allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.“Heldur utan um okkur Jólabókaflóðið er séríslenskt fyrirbæri og á aðeins nokkurra vikna tímabili er allur þorri íslenskra bóka að koma út. Kristín Helga segir að höfundar séu nú almennt ánægðir með þetta sérstaka jólabókaflóð. „Það er gaman að bókmenntaþjóðin sem byggir þessa sögueyju, sem við höfum enn orð á okkur fyrir að vera, skuli vera með þetta sérstaka fyrirbæri. Að allt verði hér vitlaust á aðventu út af bókum og sögum og að fólk geti látið sig flæða á milli kaffihúsa eða sest niður í erli vinnunnar til þess að láta lesa fyrir sig. Þetta er skemmtilegt og þetta er hátíð sem er svo viðeigandi í skammdeginu og myrkrinu, að það skuli vera bókin og þessi fallega sögustund við kertaljós sem heldur utan um okkur sem þjóð. Mér hefur líka fundist vera að verða til önnur öflug vertíð að vori. Þá er það meira kiljan og það sem lesendur taka með sér í fríið. Sumir vilja meira að segja heldur gefa út á þeim tíma. Þetta er óneitanlega mikill samkvæmisleikur sem fer í gang á þessum árstíma sem við erum í núna. Allar þessar tilnefningar og öll þessi pressa sem myndast á höfunda með einum eða öðrum hætti. Sumir taka þessu af stóískri ró en aðrir eru taugatrekktir. Það er bara þannig.“Færibandaafgreiðsla Getur ekki verið mikið undir fyrir höfunda að ná í gegn og til sem flestra lesenda á þessum tíma? „Jú, svo sannarlega. Ef ég á eitthvað að gagnrýna, svona ef við erum að miða við þennan stutta tíma, þá er vissulega mikil umfjöllun um bókmenntir í fjölmiðlum og út um allt sem er dásamlegt. En um leið er færibandaafgreiðsla á því. Mér finnst því mikilvægt að minna á að þeir sem eru að fjalla um bækur gæti þess að finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að fjalla um verk sem er búið að vera að vinna jafnvel árum saman. Það er mikið í húfi fyrir höfundinn og aðgát skal höfð í nærveru sálar eins og gildir um allt.“ En er ekki hætt við að nýliðunin verði erfiðari þegar öllu er þjappað inn í svo þröngan tímaramma? „Hvað varðar nýliðunina þá er örugglega erfitt að synda ungur og nýr í þessu flóði en ég kalla bara eftir því að það sé þá meiri og jafnari umfjöllun um bækur allt árið um kring þó svo að við fáum öll þetta taugakast í nokkrar vikur. Það er kannski meira á ábyrgð fjölmiðla að fjalla meira um listirnar jafnt og þétt árið um kring.“ Nú leynir sér ekki að margir höfundar, þá einkum þeir sem skrifa spennusögur, vinna út frá því að þurfa að vera með bók á hverju ári út frá markaðslegum forsendum útgefendanna. En skyldu höfundar hafa rætt innan sinna raða hvort þessi þrýstingur sé mögulega að hafa slæm áhrif á gæði þess sem er verið að skapa? „Barnabókahöfundar hafa líka mátt búa við þennan veruleika. En ég held ekki að þetta komi niður á gæðunum. Þetta er svo gríðarlega ólík flóra. Eitt verk getur verið mörg ár í smíðum á meðan annað er bara tilbúið í kolli höfundarins. Var ekki Voltaire hálfan mánuð að skrifa Birting? En þetta er gömul alþjóðleg formúla sem þekkist út um allt og það hafa margir og alls konar höfundar í heiminum gengið þessa götu. Spennusagna- og barnabókahöfundar virðast oftar hafa meiri framleiðsluhraða og stundum tekst afbragðs vel til en stundum ekki, eins og gerist og gengur. Það er erfitt að dæma um gæði eftir slíkum tímamælingum.“Tjargað og fiðrað En skyldi formaður rithöfundasambandsins þurfa að vera með einhverja höfunda í sálgæslu á þessum árstíma? Kristín Helga hlær við spurningunni og segir að það sé nú ekki þannig. „Þessi tími, sérstaklega þegar maður er ekki með bók eins og ég núna, felur í sér heilmikla hátíðarstemningu. Þetta er uppskera, gleði og eftirvænting. Þess vegna þurfa allir að vanda sig þegar það er verið að fjalla um þessi verk því núna er höfundurinn berskjaldaður og galopinn að bera á borð það sem hann hefur gert. Þannig að opinberar aftökur eru vægast þreytandi enda eru þær nú ekki tíðar lengur sem betur fer.“ En nú er gagnrýnin í íslenskum fjölmiðlum fyrst og fremst fyrir lesendur. „Já, hún er fyrir lesendur en hún má ekki vera þannig að það sé verið að vara við verkinu. Við förum í gegnum þetta tímabil þar sem allt snýst um bækur og svo eru bækur í öðrum hverjum jólapakka og þetta er það eina sem sameinar þessa þjóð. Sögur, ljóð og tungumál. Við höfum um það hátíð og það er gaman og þess vegna verður það svo galið þegar höfundar eru svo tjargaðir og fiðraðir í umræðunni um listamannalaun fljótlega eftir áramót. Við verðum nefnilega að styðja við menninguna og tunguna ef við ætlum að eiga hana áfram.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Það er þessi tími ársins þegar það er í senn skelfilegt og skemmtilegt að vera rithöfundur. Jólabókaflóðið er að ná hámarki, fjöldi titla er gríðarlegur og viðbrögð gagnrýnenda og lesenda geta haft mikil áhrif á feril höfunda og þá einkum þeirra af yngri kynslóðinni. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, þekkir þennan séríslenska rússíbana bæði af eigin raun sem rithöfundur en einnig út frá störfum sínum fyrir sambandið.Höfundakvöldin vinsæl Aðspurð um jólabókaflóðið bendir Kristín Helga á að rithöfundasambandið komi nú þar að með ýmsum hætti. „Okkar hlutverk í þessari vertíð er mikið til að leiðbeina höfundum sem eru að spyrja ótal spurninga um ótal hluti. Það er t.d. mikið verið að spyrja um taxta enda er algengt að farið sé fram á að höfundar lesi ókeypis en við erum algjörlega á móti því. Við erum með sérstaka höfundamiðstöð þar sem við bæði innheimtum og leiðbeinum og það eru svona þessir praktísku hlutir sem rekast hér inn. En svo er Gunnarshús líka höfundahús og hér hafa allir félagsmenn, sem eru hátt í 500, aðstöðu til þess að nýta sér með ýmsum hætti. Undanfarin tvö ár höfum við staðið fyrir höfundakvöldum á fimmtudagskvöldum á aðventu og það hefur verið húsfyllir hér kvöld eftir kvöld. Hallgrímur Helgason sem er formaður húsráðs fór af stað með þessi kvöld en nú höfum við þann háttinn á að við skipuleggjum þetta ekki heldur höfundarnir sjálfir. Þeir bóka húsið og við sjáum um að hér sé allt til alls og aðstoðum eftir bestu getu. En þetta hefur verið gríðarlega vinsælt og það má geta þess að það hefur ekki verið selt inn á þessi kvöld í haust og það eru allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.“Heldur utan um okkur Jólabókaflóðið er séríslenskt fyrirbæri og á aðeins nokkurra vikna tímabili er allur þorri íslenskra bóka að koma út. Kristín Helga segir að höfundar séu nú almennt ánægðir með þetta sérstaka jólabókaflóð. „Það er gaman að bókmenntaþjóðin sem byggir þessa sögueyju, sem við höfum enn orð á okkur fyrir að vera, skuli vera með þetta sérstaka fyrirbæri. Að allt verði hér vitlaust á aðventu út af bókum og sögum og að fólk geti látið sig flæða á milli kaffihúsa eða sest niður í erli vinnunnar til þess að láta lesa fyrir sig. Þetta er skemmtilegt og þetta er hátíð sem er svo viðeigandi í skammdeginu og myrkrinu, að það skuli vera bókin og þessi fallega sögustund við kertaljós sem heldur utan um okkur sem þjóð. Mér hefur líka fundist vera að verða til önnur öflug vertíð að vori. Þá er það meira kiljan og það sem lesendur taka með sér í fríið. Sumir vilja meira að segja heldur gefa út á þeim tíma. Þetta er óneitanlega mikill samkvæmisleikur sem fer í gang á þessum árstíma sem við erum í núna. Allar þessar tilnefningar og öll þessi pressa sem myndast á höfunda með einum eða öðrum hætti. Sumir taka þessu af stóískri ró en aðrir eru taugatrekktir. Það er bara þannig.“Færibandaafgreiðsla Getur ekki verið mikið undir fyrir höfunda að ná í gegn og til sem flestra lesenda á þessum tíma? „Jú, svo sannarlega. Ef ég á eitthvað að gagnrýna, svona ef við erum að miða við þennan stutta tíma, þá er vissulega mikil umfjöllun um bókmenntir í fjölmiðlum og út um allt sem er dásamlegt. En um leið er færibandaafgreiðsla á því. Mér finnst því mikilvægt að minna á að þeir sem eru að fjalla um bækur gæti þess að finna til mikillar ábyrgðar þegar kemur að því að fjalla um verk sem er búið að vera að vinna jafnvel árum saman. Það er mikið í húfi fyrir höfundinn og aðgát skal höfð í nærveru sálar eins og gildir um allt.“ En er ekki hætt við að nýliðunin verði erfiðari þegar öllu er þjappað inn í svo þröngan tímaramma? „Hvað varðar nýliðunina þá er örugglega erfitt að synda ungur og nýr í þessu flóði en ég kalla bara eftir því að það sé þá meiri og jafnari umfjöllun um bækur allt árið um kring þó svo að við fáum öll þetta taugakast í nokkrar vikur. Það er kannski meira á ábyrgð fjölmiðla að fjalla meira um listirnar jafnt og þétt árið um kring.“ Nú leynir sér ekki að margir höfundar, þá einkum þeir sem skrifa spennusögur, vinna út frá því að þurfa að vera með bók á hverju ári út frá markaðslegum forsendum útgefendanna. En skyldu höfundar hafa rætt innan sinna raða hvort þessi þrýstingur sé mögulega að hafa slæm áhrif á gæði þess sem er verið að skapa? „Barnabókahöfundar hafa líka mátt búa við þennan veruleika. En ég held ekki að þetta komi niður á gæðunum. Þetta er svo gríðarlega ólík flóra. Eitt verk getur verið mörg ár í smíðum á meðan annað er bara tilbúið í kolli höfundarins. Var ekki Voltaire hálfan mánuð að skrifa Birting? En þetta er gömul alþjóðleg formúla sem þekkist út um allt og það hafa margir og alls konar höfundar í heiminum gengið þessa götu. Spennusagna- og barnabókahöfundar virðast oftar hafa meiri framleiðsluhraða og stundum tekst afbragðs vel til en stundum ekki, eins og gerist og gengur. Það er erfitt að dæma um gæði eftir slíkum tímamælingum.“Tjargað og fiðrað En skyldi formaður rithöfundasambandsins þurfa að vera með einhverja höfunda í sálgæslu á þessum árstíma? Kristín Helga hlær við spurningunni og segir að það sé nú ekki þannig. „Þessi tími, sérstaklega þegar maður er ekki með bók eins og ég núna, felur í sér heilmikla hátíðarstemningu. Þetta er uppskera, gleði og eftirvænting. Þess vegna þurfa allir að vanda sig þegar það er verið að fjalla um þessi verk því núna er höfundurinn berskjaldaður og galopinn að bera á borð það sem hann hefur gert. Þannig að opinberar aftökur eru vægast þreytandi enda eru þær nú ekki tíðar lengur sem betur fer.“ En nú er gagnrýnin í íslenskum fjölmiðlum fyrst og fremst fyrir lesendur. „Já, hún er fyrir lesendur en hún má ekki vera þannig að það sé verið að vara við verkinu. Við förum í gegnum þetta tímabil þar sem allt snýst um bækur og svo eru bækur í öðrum hverjum jólapakka og þetta er það eina sem sameinar þessa þjóð. Sögur, ljóð og tungumál. Við höfum um það hátíð og það er gaman og þess vegna verður það svo galið þegar höfundar eru svo tjargaðir og fiðraðir í umræðunni um listamannalaun fljótlega eftir áramót. Við verðum nefnilega að styðja við menninguna og tunguna ef við ætlum að eiga hana áfram.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. nóvember.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira