Finnst góður andi ríkja á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2016 13:00 Mario Chaves flutti nýverið til Íslands og segist hafa fengið hlýjar viðtökur hjá Icelandair og hjá Íslendingum. Vísir/Anton „Ég er mjög spenntur fyrir þessari vinnu. Ég vona að ég leggi eins mikið af mörkum og ég get til að auka vöxt Icelandair. Það er von mín að við öll getum bætt og aukið aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og viðskipti,“ segir Mario Chaves. Hann tók á dögunum við nýrri yfirmannsstöðu hjá Icelandair. Mario heyrir beint undir framkvæmdastjóra framleiðslusviðs og mun sinna umbóta- og hagræðingarverkefnum sem einkum snúa að rekstri leiðakerfisins og stöðvarekstrinum á Keflavíkurflugvelli. Mario hefur unnið talsvert fyrir Icelandair sem ráðgjafi undanfarið eitt og hálft ár. Hann er frá Portúgal og starfaði sem flugstjóri hjá TAP-Air Portugal þar til hann hóf störf hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montréal árið 2013. Verkefni hans hjá IATA var að vera flugfélögum til ráðgjafar um hagræðingu og umbætur á sviði flugrekstrar auk þess sem hann starfaði sem málsvari flugfélaga gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni.Flugmaður að mennt„Ég er þjálfaður flugmaður en þegar ég þurfti að hætta að fljúga fyrir nokkrum árum fór ég yfir á stjórnendahliðina í fluginu. Ég er menntaður stærðfræðingur en ferill minn hefur tengst flugi,“ segir Mario. Í nýju starfi mun Mario að eigin sögn sinna hjarta flugfélagsins. „Ekki einungis í Keflavík heldur einnig úti um allan heim. Ég mun kanna leiðir til að auka skilvirkni og áreiðanleika. Í raun og veru er starfið framhald af ráðgjafarstarfi mínu.“Kuldinn ekki vandamálMario flutti til Íslands fyrir mánuði og líst vel á landið. „Mér finnst ég vera mjög velkominn hér. Fólkið er frábært og mjög hjálpsamlegt. Ég er Evrópumaður en kem héðan frá Bandaríkjunum og Kanada, þannig að kuldinn er ekki vandamál,“ segir hann kíminn. „Ég hef fundið fyrir góðum anda hjá Icelandair, sem og á Íslandi.“ Mario telur að mikil tækifæri séu fyrir vöxt á flugmarkaðnum hér á landi. „Viðskiptaáætlun Icelandair er góð, hún er mjög metnaðarfull en það verður mögulegt að hrinda henni í framkvæmd. Ég held að hún sé bæði til góðs fyrir flugfélagið og fyrir Ísland.“ Að mati Mario einkenna sömu vandamál og hindranir markaðinn hér á landi og annars staðar. „Þegar vöxturinn er ör eru alltaf einhverjar áskoranir, en einnig tækifæri. Við þurfum auðvitað öll að vinna saman að þessu. En ég sé ekki neinar hindranir í starfinu sem ég hef ekki séð áður.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir þessari vinnu. Ég vona að ég leggi eins mikið af mörkum og ég get til að auka vöxt Icelandair. Það er von mín að við öll getum bætt og aukið aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og viðskipti,“ segir Mario Chaves. Hann tók á dögunum við nýrri yfirmannsstöðu hjá Icelandair. Mario heyrir beint undir framkvæmdastjóra framleiðslusviðs og mun sinna umbóta- og hagræðingarverkefnum sem einkum snúa að rekstri leiðakerfisins og stöðvarekstrinum á Keflavíkurflugvelli. Mario hefur unnið talsvert fyrir Icelandair sem ráðgjafi undanfarið eitt og hálft ár. Hann er frá Portúgal og starfaði sem flugstjóri hjá TAP-Air Portugal þar til hann hóf störf hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montréal árið 2013. Verkefni hans hjá IATA var að vera flugfélögum til ráðgjafar um hagræðingu og umbætur á sviði flugrekstrar auk þess sem hann starfaði sem málsvari flugfélaga gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni.Flugmaður að mennt„Ég er þjálfaður flugmaður en þegar ég þurfti að hætta að fljúga fyrir nokkrum árum fór ég yfir á stjórnendahliðina í fluginu. Ég er menntaður stærðfræðingur en ferill minn hefur tengst flugi,“ segir Mario. Í nýju starfi mun Mario að eigin sögn sinna hjarta flugfélagsins. „Ekki einungis í Keflavík heldur einnig úti um allan heim. Ég mun kanna leiðir til að auka skilvirkni og áreiðanleika. Í raun og veru er starfið framhald af ráðgjafarstarfi mínu.“Kuldinn ekki vandamálMario flutti til Íslands fyrir mánuði og líst vel á landið. „Mér finnst ég vera mjög velkominn hér. Fólkið er frábært og mjög hjálpsamlegt. Ég er Evrópumaður en kem héðan frá Bandaríkjunum og Kanada, þannig að kuldinn er ekki vandamál,“ segir hann kíminn. „Ég hef fundið fyrir góðum anda hjá Icelandair, sem og á Íslandi.“ Mario telur að mikil tækifæri séu fyrir vöxt á flugmarkaðnum hér á landi. „Viðskiptaáætlun Icelandair er góð, hún er mjög metnaðarfull en það verður mögulegt að hrinda henni í framkvæmd. Ég held að hún sé bæði til góðs fyrir flugfélagið og fyrir Ísland.“ Að mati Mario einkenna sömu vandamál og hindranir markaðinn hér á landi og annars staðar. „Þegar vöxturinn er ör eru alltaf einhverjar áskoranir, en einnig tækifæri. Við þurfum auðvitað öll að vinna saman að þessu. En ég sé ekki neinar hindranir í starfinu sem ég hef ekki séð áður.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira