Finnst góður andi ríkja á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2016 13:00 Mario Chaves flutti nýverið til Íslands og segist hafa fengið hlýjar viðtökur hjá Icelandair og hjá Íslendingum. Vísir/Anton „Ég er mjög spenntur fyrir þessari vinnu. Ég vona að ég leggi eins mikið af mörkum og ég get til að auka vöxt Icelandair. Það er von mín að við öll getum bætt og aukið aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og viðskipti,“ segir Mario Chaves. Hann tók á dögunum við nýrri yfirmannsstöðu hjá Icelandair. Mario heyrir beint undir framkvæmdastjóra framleiðslusviðs og mun sinna umbóta- og hagræðingarverkefnum sem einkum snúa að rekstri leiðakerfisins og stöðvarekstrinum á Keflavíkurflugvelli. Mario hefur unnið talsvert fyrir Icelandair sem ráðgjafi undanfarið eitt og hálft ár. Hann er frá Portúgal og starfaði sem flugstjóri hjá TAP-Air Portugal þar til hann hóf störf hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montréal árið 2013. Verkefni hans hjá IATA var að vera flugfélögum til ráðgjafar um hagræðingu og umbætur á sviði flugrekstrar auk þess sem hann starfaði sem málsvari flugfélaga gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni.Flugmaður að mennt„Ég er þjálfaður flugmaður en þegar ég þurfti að hætta að fljúga fyrir nokkrum árum fór ég yfir á stjórnendahliðina í fluginu. Ég er menntaður stærðfræðingur en ferill minn hefur tengst flugi,“ segir Mario. Í nýju starfi mun Mario að eigin sögn sinna hjarta flugfélagsins. „Ekki einungis í Keflavík heldur einnig úti um allan heim. Ég mun kanna leiðir til að auka skilvirkni og áreiðanleika. Í raun og veru er starfið framhald af ráðgjafarstarfi mínu.“Kuldinn ekki vandamálMario flutti til Íslands fyrir mánuði og líst vel á landið. „Mér finnst ég vera mjög velkominn hér. Fólkið er frábært og mjög hjálpsamlegt. Ég er Evrópumaður en kem héðan frá Bandaríkjunum og Kanada, þannig að kuldinn er ekki vandamál,“ segir hann kíminn. „Ég hef fundið fyrir góðum anda hjá Icelandair, sem og á Íslandi.“ Mario telur að mikil tækifæri séu fyrir vöxt á flugmarkaðnum hér á landi. „Viðskiptaáætlun Icelandair er góð, hún er mjög metnaðarfull en það verður mögulegt að hrinda henni í framkvæmd. Ég held að hún sé bæði til góðs fyrir flugfélagið og fyrir Ísland.“ Að mati Mario einkenna sömu vandamál og hindranir markaðinn hér á landi og annars staðar. „Þegar vöxturinn er ör eru alltaf einhverjar áskoranir, en einnig tækifæri. Við þurfum auðvitað öll að vinna saman að þessu. En ég sé ekki neinar hindranir í starfinu sem ég hef ekki séð áður.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir þessari vinnu. Ég vona að ég leggi eins mikið af mörkum og ég get til að auka vöxt Icelandair. Það er von mín að við öll getum bætt og aukið aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og viðskipti,“ segir Mario Chaves. Hann tók á dögunum við nýrri yfirmannsstöðu hjá Icelandair. Mario heyrir beint undir framkvæmdastjóra framleiðslusviðs og mun sinna umbóta- og hagræðingarverkefnum sem einkum snúa að rekstri leiðakerfisins og stöðvarekstrinum á Keflavíkurflugvelli. Mario hefur unnið talsvert fyrir Icelandair sem ráðgjafi undanfarið eitt og hálft ár. Hann er frá Portúgal og starfaði sem flugstjóri hjá TAP-Air Portugal þar til hann hóf störf hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montréal árið 2013. Verkefni hans hjá IATA var að vera flugfélögum til ráðgjafar um hagræðingu og umbætur á sviði flugrekstrar auk þess sem hann starfaði sem málsvari flugfélaga gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni.Flugmaður að mennt„Ég er þjálfaður flugmaður en þegar ég þurfti að hætta að fljúga fyrir nokkrum árum fór ég yfir á stjórnendahliðina í fluginu. Ég er menntaður stærðfræðingur en ferill minn hefur tengst flugi,“ segir Mario. Í nýju starfi mun Mario að eigin sögn sinna hjarta flugfélagsins. „Ekki einungis í Keflavík heldur einnig úti um allan heim. Ég mun kanna leiðir til að auka skilvirkni og áreiðanleika. Í raun og veru er starfið framhald af ráðgjafarstarfi mínu.“Kuldinn ekki vandamálMario flutti til Íslands fyrir mánuði og líst vel á landið. „Mér finnst ég vera mjög velkominn hér. Fólkið er frábært og mjög hjálpsamlegt. Ég er Evrópumaður en kem héðan frá Bandaríkjunum og Kanada, þannig að kuldinn er ekki vandamál,“ segir hann kíminn. „Ég hef fundið fyrir góðum anda hjá Icelandair, sem og á Íslandi.“ Mario telur að mikil tækifæri séu fyrir vöxt á flugmarkaðnum hér á landi. „Viðskiptaáætlun Icelandair er góð, hún er mjög metnaðarfull en það verður mögulegt að hrinda henni í framkvæmd. Ég held að hún sé bæði til góðs fyrir flugfélagið og fyrir Ísland.“ Að mati Mario einkenna sömu vandamál og hindranir markaðinn hér á landi og annars staðar. „Þegar vöxturinn er ör eru alltaf einhverjar áskoranir, en einnig tækifæri. Við þurfum auðvitað öll að vinna saman að þessu. En ég sé ekki neinar hindranir í starfinu sem ég hef ekki séð áður.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira