Gómsætir bitar í jólapakkann Sólveig Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2016 10:00 Sirrý í Salt eldhúsi gefur girnilegar uppskriftir að matarjólagjöfum. Mynd/Anton Brink Vinir og vandamenn Sigríðar Bjarkar Bragadóttur bíða spenntir hver jól eftir matargjöf úr smiðju hennar. Sirrý er þekkt fyrir rauðrófurnar sínar og fleira góðgæti sem hún pakkar í fallegar umbúðir og gefur þeim sem henni þykir vænt um.Sigríður Björk Bragadóttir er eigandi Salt eldhúss.„Jól í október! Ég kannast vel við það,“ segir Sirrý glaðlega þegar hún er beðin um að elda og gefa uppskriftir í Jólablað Fréttablaðsins. Sirrý telur það ekki eftir sér enda var hún lengi ristjóri Gestgjafans og því alvön að huga að jólunum snemma. Nú er hún komin yfir í Salt eldhús en jólin koma samt í fyrra fallinu í ár. „Ég hef verið að undirbúa jólagaldranámskeið í Salt eldhúsi þar sem við kennum fólki að gera matarjólagjafir,“ segir Sirrý sem gefur lesendum nokkrar skemmtilegar hugmyndir í jólapakkann. Sirrý gefur sjálf mikið af matarjólagjöfum. „Þær eru rosalega vel þegnar hjá öllum,“ segir hún en paté og rauðraufur eru alltaf vinsælar. „Rauðraófurnar eru mitt „signature“. Ég kaupi mörg kíló af rauðrófum á grænmetismarkaðnum í Mosó snemma í október þegar þær eru að koma nýjar. Síðan set ég þær í krukku með góðum kryddlegi en þær verða bara betri eftir því sem þær fá að liggja í leginum.“ Sirrý gefur bæði sínum nánustu og þeim sem hafa komið við sögu hjá henni það árið. „Maður verður svo mjúkur um jólin og þakklátur þeim sem hafa verið að stússast í kringum mann á árinu og hjálpað manni. Því finnst mér gaman að geta komið með eitthvað gott til þeirra vina minna.“ Nánari upplýsingar um námskeiðin á Salt má finna hér.JólarauðrófurJólarauðrófur3-4 krukkur Þessar rauðrófur eru undurgóðar og kryddin sem eru með í krukkunni gefa gott og jólalegt bragð. Ég baka alltaf rauðrófurnar í ofni, þannig verður bragðið kjarnmeira. 1 kg ferskar rauðrófur Lögur: ½ líter epla- eða hvítvínsedik 400 g sykur 1 tsk. salt Í krukkuna. 3 -4 stjörnuanís, einn í hverja krukku 2 kanelstangir, ekki of þykkar 5 cm ferskur engifer, skorinn í sneiðar 2 lárviðarlauf, brotin í tvennt Ofninn er stilltur á 180°C. Rauðrófurnar er pikkaðar með gaffli og pakkað inn í álpappír, þær eru pikkaðar til að koma í veg fyrir að hýðið springi. Rófurnar eru bakaðar í 50-70 mín, allt eftir stærð. Hýðið utan af rauðrófunum er nuddað af undir köldu rennandi vatni, gott er að nota hanska því liturinn er sterkur. Rófurnar eru skornar í munnbitastærð. Allt sem fer í löginn er soðið saman. Krukkurnar sem þið notið eru nú settar í 100°C heitan ofn í 10 mín, þetta þarf bara að gera ef þið ætlið að geyma rauðrófurnar í langan tíma en þær geymast í allt að eitt ár á svölum stað. Rauðrófunum er skipt á milli í krukkurnar og engifersneið, kanelstöng, hálft lárviðarlauf og stjörnuanís settur með í krukkuna. Leginum er hellt yfir og krukkunni lokað, látið trekkja í 3-4 daga.Fennel- skalotlauksultaFennel- skalotlauksulta3 meðalstórar krukkur Þessi sulta er góð með næstum öllu, reyktu kjöti, kæfu, pylsum og fiskréttum. 500 g ferskt fennel 500 g skalotlaukur 3 msk. olía 3 hvítlauksgeirar 1 tsk. kanill 1 tsk. kummin 1 tsk. fennelfræ (má sleppa) 1 dl hvítvín 2 ½ dl sjerrý- eða balsamedik 2 dl púðursykur Fennel er skorið í strimla og soðið í 5-8 mín eða þar til það er mjúkt, því er síðan hellt í sigti. Skalotlaukar eru afhýddir og skornir í sneiðar. Þeir eru steiktir í olíunni, í þykkbotna potti, þar til þeir fara að mýkjast, þetta tekur u.þ.b. 15 mín. Fennel er þá bætt í pottinn og þetta látið malla góða stund eða þar til það fer að taka lit. Þá er hvítlauk og krydd bætt í pottinnog síðan víni, ediki og sykri. Látið malla saman í 30-40 mín. Hellt í sótthreinsaðar krukkur (sjá rauðrófur) og lok sett á strax. Geymist vel á svölum stað.Kjúklingalifrarkæfa5-6 lítil form eða krukkur Ég baka kæfuna gjarnan í sultukrukkum með góðum árangri. Það má líka baka hana í fallegu súffleformi. Flott og góð gjöf. 400 g kjúklingalifur (hreinsuð vigt) ½ tsk. merian ½ tsk. timian 1 tsk. salt hvítur pipar á hnífsoddi 3 egg 300 g smjör, brætt og kælt aðeins ½ dl púrtvín (má sleppa)Ofan á 70 g smjör, brætt nokkrar timiangreinar Ofninn er stilltur á 120°C. Vatn er soðið til að hella í ofnskúffuna síðar. Kjúklingalifur er hreinsuð af sinum ef einhverjar eru. Þær eru settar í matvinnsluvél ásamt kryddi. Eggjum bætt í einu í einu á meðan vélin gengur. Smjöri og víni bætt út í og blandað vel. Kæfublöndunni er hellt í 5-6 lítil fom eða krukkur. Þeim er raðað í ofnskúffu og sjóðandi vatni hellt í ofnskúffuna svo umljúki formin og vatnið nái upp á þau vel yfir miðjuna. Þetta er bakað í vatnsbaðinu í 30 -40 mín. Kæfan er tilbúin þegar vökvinn sem kemur upp er ekki blóðlitaður þegar hníf er stungið í kæfuna. Tekið upp úr vatnsbaðinu þegar tilbúið og kælt vel. Timiangreinar eru settar ofan á hvert form og bræddu smjöri hellt í þunnu lagi yfir. Hægt er að frysta kæfuna og geymist hún þar í 3-4 mánuði.Ostakökuru.þ.b. 40 kökur Ostur heillar marga og með þessu kökum er upplagt að gefa rauðvín og ostbita og pakka fallega inn. Mjög auðvelt er að margfalda uppskriftina. 160 g hveiti 40 g möndlur, malaðar 1 tsk. salt 160 g smjör, í bitum 150 g rifinn ostur 2 eggjarauður Ofninn stilltur á 180°C. Allt innihald í kexið, nema eggjarauður, er sett í hrærivélaskál og hrært saman, notið hrærarann. Eggjarauðum bætt út í og hnoðað saman í samfellt deig. Deigið sett á hveitistráð borð og hnoðað saman í kúlu. Því er síðan skipt í 4 parta og hver hluti rúllaður upp í 25-30 cm langa pylsu. Bökunarpappír er settur á ofnplötur. Deigpylsurnar eru nú skornar í þunnar sneiðar, og settar á plötuna og aðeins flattar út með fingrunum. Kökurnar eru bakaðar í 10-12 mín og eru tilbúnar þegar þær eru aðeins farnar að dökkna með hliðunum. Kældar á rist. Þarf að geyma í loftþéttu boxi í kæli. Geymast í 2 -3 vikur á köldum stað.MjónurMjónur25-30 stk Hér er góð gjöf fyrir þá sem elska að fá sér sætan bita en eru samt að hugsa um hollustu. Þær eru bragðmiklar og ein dugir með kaffibollanum fyrir sælkerana. Upplagt að gefa gæðakaffipakka með. 140 g gróftspelt 140 g hveiti 120 g kókossykur 30 g kakó ¾ tsk. kanell 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi ¼ tsk. salt 1- 1 ½ dl blandaðar hnetur saxaðar frekar smátt 2 dl súkkulaði saxað 1 ¼ hunang ¾ dl vatn 1 tsk. vanilludropar ¾ dl olía Ofninn stilltur á 180°C. Öll þurrefninn eru sett í eina skál og vökvinn í aðra. Þessu er síðan blandað saman í þykkt deig, gott er að nota sleif. Deiginu er skipt í tvo hluta og tveir hleifar mótaðir á smjörpappírsklædda ofnplötu 2.5 cm þykkt, 10 x 25 cm á stærð, notið örlítið meira af hveiti á hendurnar við að móta hleifana. Hleifarnir eru bakaðir í 20-25 mín, og látnir kólna í 10 mín. Hleifurinn er skorinn í stangir, og þeim raðað aftur á ofnplötuna með sárið upp og þær bakaðar í 12-15 mín. Passið að kökurnar eru viðkvæmar þegar þær eru nýkomnar úr ofninum en harna þegar þær kólna. Mjónurnar geymast í blikkboxi í nokkrar vikur.Valhnetur í hunangslegi með koníaki4-6 litlar krukkur Sultaðar valhnetur eru frábærar með ostum, sérstaklega söltum og sterkum ostum. Flott að gefa gæðaost og flott kex með. 400-500 g valhnetur Sykurlögur: 1 líter sykur 1 líter vatn 2 vanillustangir 2 sítrónur í sneiðum 1 krukka hunang 400 g ljóst síróp ½ dl koníak eða romm Valhnetur eru fyrst blanseraðar í 2 lítrum af vatni. Þær eru síðan soðnar í sykurlegi í 3 klst. Hneturnar eru teknar upp úr og lögurinn soðinn þar til hann þykknar og verður sírópskenndur, þetta tekur góða stund. Þá er sírópi, hunangi og koníaki bætt út í. Að síðustu er hnetum bætt í og þær settar í krukkur. Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Babbi segir Jól Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Gómsætur frómas Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Jólavefur Vísis Jól Deila með sér hollustunni Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Gleðja útlendinga Jólin
Vinir og vandamenn Sigríðar Bjarkar Bragadóttur bíða spenntir hver jól eftir matargjöf úr smiðju hennar. Sirrý er þekkt fyrir rauðrófurnar sínar og fleira góðgæti sem hún pakkar í fallegar umbúðir og gefur þeim sem henni þykir vænt um.Sigríður Björk Bragadóttir er eigandi Salt eldhúss.„Jól í október! Ég kannast vel við það,“ segir Sirrý glaðlega þegar hún er beðin um að elda og gefa uppskriftir í Jólablað Fréttablaðsins. Sirrý telur það ekki eftir sér enda var hún lengi ristjóri Gestgjafans og því alvön að huga að jólunum snemma. Nú er hún komin yfir í Salt eldhús en jólin koma samt í fyrra fallinu í ár. „Ég hef verið að undirbúa jólagaldranámskeið í Salt eldhúsi þar sem við kennum fólki að gera matarjólagjafir,“ segir Sirrý sem gefur lesendum nokkrar skemmtilegar hugmyndir í jólapakkann. Sirrý gefur sjálf mikið af matarjólagjöfum. „Þær eru rosalega vel þegnar hjá öllum,“ segir hún en paté og rauðraufur eru alltaf vinsælar. „Rauðraófurnar eru mitt „signature“. Ég kaupi mörg kíló af rauðrófum á grænmetismarkaðnum í Mosó snemma í október þegar þær eru að koma nýjar. Síðan set ég þær í krukku með góðum kryddlegi en þær verða bara betri eftir því sem þær fá að liggja í leginum.“ Sirrý gefur bæði sínum nánustu og þeim sem hafa komið við sögu hjá henni það árið. „Maður verður svo mjúkur um jólin og þakklátur þeim sem hafa verið að stússast í kringum mann á árinu og hjálpað manni. Því finnst mér gaman að geta komið með eitthvað gott til þeirra vina minna.“ Nánari upplýsingar um námskeiðin á Salt má finna hér.JólarauðrófurJólarauðrófur3-4 krukkur Þessar rauðrófur eru undurgóðar og kryddin sem eru með í krukkunni gefa gott og jólalegt bragð. Ég baka alltaf rauðrófurnar í ofni, þannig verður bragðið kjarnmeira. 1 kg ferskar rauðrófur Lögur: ½ líter epla- eða hvítvínsedik 400 g sykur 1 tsk. salt Í krukkuna. 3 -4 stjörnuanís, einn í hverja krukku 2 kanelstangir, ekki of þykkar 5 cm ferskur engifer, skorinn í sneiðar 2 lárviðarlauf, brotin í tvennt Ofninn er stilltur á 180°C. Rauðrófurnar er pikkaðar með gaffli og pakkað inn í álpappír, þær eru pikkaðar til að koma í veg fyrir að hýðið springi. Rófurnar eru bakaðar í 50-70 mín, allt eftir stærð. Hýðið utan af rauðrófunum er nuddað af undir köldu rennandi vatni, gott er að nota hanska því liturinn er sterkur. Rófurnar eru skornar í munnbitastærð. Allt sem fer í löginn er soðið saman. Krukkurnar sem þið notið eru nú settar í 100°C heitan ofn í 10 mín, þetta þarf bara að gera ef þið ætlið að geyma rauðrófurnar í langan tíma en þær geymast í allt að eitt ár á svölum stað. Rauðrófunum er skipt á milli í krukkurnar og engifersneið, kanelstöng, hálft lárviðarlauf og stjörnuanís settur með í krukkuna. Leginum er hellt yfir og krukkunni lokað, látið trekkja í 3-4 daga.Fennel- skalotlauksultaFennel- skalotlauksulta3 meðalstórar krukkur Þessi sulta er góð með næstum öllu, reyktu kjöti, kæfu, pylsum og fiskréttum. 500 g ferskt fennel 500 g skalotlaukur 3 msk. olía 3 hvítlauksgeirar 1 tsk. kanill 1 tsk. kummin 1 tsk. fennelfræ (má sleppa) 1 dl hvítvín 2 ½ dl sjerrý- eða balsamedik 2 dl púðursykur Fennel er skorið í strimla og soðið í 5-8 mín eða þar til það er mjúkt, því er síðan hellt í sigti. Skalotlaukar eru afhýddir og skornir í sneiðar. Þeir eru steiktir í olíunni, í þykkbotna potti, þar til þeir fara að mýkjast, þetta tekur u.þ.b. 15 mín. Fennel er þá bætt í pottinn og þetta látið malla góða stund eða þar til það fer að taka lit. Þá er hvítlauk og krydd bætt í pottinnog síðan víni, ediki og sykri. Látið malla saman í 30-40 mín. Hellt í sótthreinsaðar krukkur (sjá rauðrófur) og lok sett á strax. Geymist vel á svölum stað.Kjúklingalifrarkæfa5-6 lítil form eða krukkur Ég baka kæfuna gjarnan í sultukrukkum með góðum árangri. Það má líka baka hana í fallegu súffleformi. Flott og góð gjöf. 400 g kjúklingalifur (hreinsuð vigt) ½ tsk. merian ½ tsk. timian 1 tsk. salt hvítur pipar á hnífsoddi 3 egg 300 g smjör, brætt og kælt aðeins ½ dl púrtvín (má sleppa)Ofan á 70 g smjör, brætt nokkrar timiangreinar Ofninn er stilltur á 120°C. Vatn er soðið til að hella í ofnskúffuna síðar. Kjúklingalifur er hreinsuð af sinum ef einhverjar eru. Þær eru settar í matvinnsluvél ásamt kryddi. Eggjum bætt í einu í einu á meðan vélin gengur. Smjöri og víni bætt út í og blandað vel. Kæfublöndunni er hellt í 5-6 lítil fom eða krukkur. Þeim er raðað í ofnskúffu og sjóðandi vatni hellt í ofnskúffuna svo umljúki formin og vatnið nái upp á þau vel yfir miðjuna. Þetta er bakað í vatnsbaðinu í 30 -40 mín. Kæfan er tilbúin þegar vökvinn sem kemur upp er ekki blóðlitaður þegar hníf er stungið í kæfuna. Tekið upp úr vatnsbaðinu þegar tilbúið og kælt vel. Timiangreinar eru settar ofan á hvert form og bræddu smjöri hellt í þunnu lagi yfir. Hægt er að frysta kæfuna og geymist hún þar í 3-4 mánuði.Ostakökuru.þ.b. 40 kökur Ostur heillar marga og með þessu kökum er upplagt að gefa rauðvín og ostbita og pakka fallega inn. Mjög auðvelt er að margfalda uppskriftina. 160 g hveiti 40 g möndlur, malaðar 1 tsk. salt 160 g smjör, í bitum 150 g rifinn ostur 2 eggjarauður Ofninn stilltur á 180°C. Allt innihald í kexið, nema eggjarauður, er sett í hrærivélaskál og hrært saman, notið hrærarann. Eggjarauðum bætt út í og hnoðað saman í samfellt deig. Deigið sett á hveitistráð borð og hnoðað saman í kúlu. Því er síðan skipt í 4 parta og hver hluti rúllaður upp í 25-30 cm langa pylsu. Bökunarpappír er settur á ofnplötur. Deigpylsurnar eru nú skornar í þunnar sneiðar, og settar á plötuna og aðeins flattar út með fingrunum. Kökurnar eru bakaðar í 10-12 mín og eru tilbúnar þegar þær eru aðeins farnar að dökkna með hliðunum. Kældar á rist. Þarf að geyma í loftþéttu boxi í kæli. Geymast í 2 -3 vikur á köldum stað.MjónurMjónur25-30 stk Hér er góð gjöf fyrir þá sem elska að fá sér sætan bita en eru samt að hugsa um hollustu. Þær eru bragðmiklar og ein dugir með kaffibollanum fyrir sælkerana. Upplagt að gefa gæðakaffipakka með. 140 g gróftspelt 140 g hveiti 120 g kókossykur 30 g kakó ¾ tsk. kanell 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi ¼ tsk. salt 1- 1 ½ dl blandaðar hnetur saxaðar frekar smátt 2 dl súkkulaði saxað 1 ¼ hunang ¾ dl vatn 1 tsk. vanilludropar ¾ dl olía Ofninn stilltur á 180°C. Öll þurrefninn eru sett í eina skál og vökvinn í aðra. Þessu er síðan blandað saman í þykkt deig, gott er að nota sleif. Deiginu er skipt í tvo hluta og tveir hleifar mótaðir á smjörpappírsklædda ofnplötu 2.5 cm þykkt, 10 x 25 cm á stærð, notið örlítið meira af hveiti á hendurnar við að móta hleifana. Hleifarnir eru bakaðir í 20-25 mín, og látnir kólna í 10 mín. Hleifurinn er skorinn í stangir, og þeim raðað aftur á ofnplötuna með sárið upp og þær bakaðar í 12-15 mín. Passið að kökurnar eru viðkvæmar þegar þær eru nýkomnar úr ofninum en harna þegar þær kólna. Mjónurnar geymast í blikkboxi í nokkrar vikur.Valhnetur í hunangslegi með koníaki4-6 litlar krukkur Sultaðar valhnetur eru frábærar með ostum, sérstaklega söltum og sterkum ostum. Flott að gefa gæðaost og flott kex með. 400-500 g valhnetur Sykurlögur: 1 líter sykur 1 líter vatn 2 vanillustangir 2 sítrónur í sneiðum 1 krukka hunang 400 g ljóst síróp ½ dl koníak eða romm Valhnetur eru fyrst blanseraðar í 2 lítrum af vatni. Þær eru síðan soðnar í sykurlegi í 3 klst. Hneturnar eru teknar upp úr og lögurinn soðinn þar til hann þykknar og verður sírópskenndur, þetta tekur góða stund. Þá er sírópi, hunangi og koníaki bætt út í. Að síðustu er hnetum bætt í og þær settar í krukkur.
Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Babbi segir Jól Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Gómsætur frómas Jól Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun Jólin Jólavefur Vísis Jól Deila með sér hollustunni Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Gleðja útlendinga Jólin