Þetta þarf Ólafía Þórunn að gera til að komast inn á LPGA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, á möguleika á því að halda áfram að skrifa íslensku golfsöguna þegar hún keppir á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna, LPGA mótaröðina. Golfsamband Íslands hefur sett fram á mjög skýran og aðgengilegan hátt hvað Ólafía Þórunn þarf að gera til að komast inn á LPGA mótaröðina, fyrst íslenskra kylfinga. Hún er þegar komin lengra en nokkur önnur. Ólafía Þórunn þarf að enda í hópi 20 efstu eftir fimmta keppnisdaginn til þess að öðlast keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Í fyrra voru þrír kylfingar jafnir á -4 samtals eftir 90 holur í 19.-21. sæti og léku þær í bráðabana um sæti nr. 19. og 20. Sú sem varð í 21. sæti sat eftir með sárt ennið. Alls komast 70 efstu kylfingarnir í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða keppnisdaginn. Það eru 158 kylfingar sem taka þátt og aðeins 20 efstu fá keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Þriðja stigið (lokaúrtökumótið) hefst miðvikudaginn 30. nóvember og lokakeppnisdagurinn fer fram sunnudaginn 4. desember. Leikið á LPGA International golfsvæðinu við Daytona Beach, Flórída. Keppnisvellirnir eru tveir og heita þeir Hills og Jones. Lokahringurinn eða sá fimmti verður leikinn á Hills vellinum. Allir keppendur verða að hafa aðstoðarmann með á vellinum og verður Kristinn Jósep Kristinsson bróðir Ólafíu með henni sem kylfuberi. Bannað er að nota rafmagnskerrur. Ólafía getur með góðum árangri bætt stöðu sína á styrkleikalista Symetra mótaraðarinnar. Ólafía endaði í fimmta sæti á 1. stiginu sem fram fór í lok ágúst. Þar var keppt á þremur keppnisvöllum. Mission Hills í Kaliforníu, Rancho Mirage,(Palmer og Dinah Shore); Westin Mission Hills (Gary Player). Ólafía endaði í 5. sæti á -7 samtals (68-71-70-72) 281 högg. Annað stigið var spilað á Plantation Golf og Country Club í Venice í Flórída, (Bobcat og Panther völlunum) í lok október. Ólafía endaði í 12. sæti á parinu samtals 288 högg (72-73-71-72). Hún hefur þegar með árangri sínum á 2. stiginu tryggt sér keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Er samskonar mótaröð og LET Access mótaröð í Evrópu en er jafnvel á styrkleika við sjálfa LET Evrópumótaröðina. Alla samantekt GSÍ á golf.is má finna með því að smella hér en þar eru frekari upplýsingar en hér fyrir ofan. Golf Tengdar fréttir Umhverfis hnöttinn á 48 dögum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á ferðinni um heiminn á síðustu sex vikum og þegar hún lendir í Orlando í Bandaríkjunum 21. nóvember næstkomandi hefur farið einn hring í kringum hnöttinn á aðeins tæpum 18. nóvember 2016 06:30 Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður að ná góðum árangri á Indlandi um helgina til að komast aftur inn á Evrópumótaröðina á næsta keppnistímabili. Hún á þó enn möguleika á að komast inn á LPGA vestanhafs. 11. nóvember 2016 06:30 Ólafía: Ég finn mér alltaf eitthvað að gera | Tók gínuáskorunina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, undirbýr sig þessa dagana fyrir lokaúrtökumót LPGA-mótaraðarinnar en Hörður Magnússon ræddi við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2016 22:00 Ólafía Þórunn tvöfaldaði verðlaunafé sitt á árinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LET-mótaröðinni þegar hún hafnaði í 26. sæti á Fatima Mubarak Ladies mótinu í gær. 6. nóvember 2016 10:00 Ólafía Þórunn missti aðeins hausinn á „skrímslinu“ á Indlandi Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur tókst ekki að bæta stöðu sína um helgina í baráttu sinni fyrir áframhaldandi þátttökurétti á Evrópumótaröðinni í golfi. Ólafía náði ekki niðurskurðinum á Hero Women's Indian Open mótinu en hún spilaði á 11 höggum yfir pari. 14. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, á möguleika á því að halda áfram að skrifa íslensku golfsöguna þegar hún keppir á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna, LPGA mótaröðina. Golfsamband Íslands hefur sett fram á mjög skýran og aðgengilegan hátt hvað Ólafía Þórunn þarf að gera til að komast inn á LPGA mótaröðina, fyrst íslenskra kylfinga. Hún er þegar komin lengra en nokkur önnur. Ólafía Þórunn þarf að enda í hópi 20 efstu eftir fimmta keppnisdaginn til þess að öðlast keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Í fyrra voru þrír kylfingar jafnir á -4 samtals eftir 90 holur í 19.-21. sæti og léku þær í bráðabana um sæti nr. 19. og 20. Sú sem varð í 21. sæti sat eftir með sárt ennið. Alls komast 70 efstu kylfingarnir í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða keppnisdaginn. Það eru 158 kylfingar sem taka þátt og aðeins 20 efstu fá keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Þriðja stigið (lokaúrtökumótið) hefst miðvikudaginn 30. nóvember og lokakeppnisdagurinn fer fram sunnudaginn 4. desember. Leikið á LPGA International golfsvæðinu við Daytona Beach, Flórída. Keppnisvellirnir eru tveir og heita þeir Hills og Jones. Lokahringurinn eða sá fimmti verður leikinn á Hills vellinum. Allir keppendur verða að hafa aðstoðarmann með á vellinum og verður Kristinn Jósep Kristinsson bróðir Ólafíu með henni sem kylfuberi. Bannað er að nota rafmagnskerrur. Ólafía getur með góðum árangri bætt stöðu sína á styrkleikalista Symetra mótaraðarinnar. Ólafía endaði í fimmta sæti á 1. stiginu sem fram fór í lok ágúst. Þar var keppt á þremur keppnisvöllum. Mission Hills í Kaliforníu, Rancho Mirage,(Palmer og Dinah Shore); Westin Mission Hills (Gary Player). Ólafía endaði í 5. sæti á -7 samtals (68-71-70-72) 281 högg. Annað stigið var spilað á Plantation Golf og Country Club í Venice í Flórída, (Bobcat og Panther völlunum) í lok október. Ólafía endaði í 12. sæti á parinu samtals 288 högg (72-73-71-72). Hún hefur þegar með árangri sínum á 2. stiginu tryggt sér keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Er samskonar mótaröð og LET Access mótaröð í Evrópu en er jafnvel á styrkleika við sjálfa LET Evrópumótaröðina. Alla samantekt GSÍ á golf.is má finna með því að smella hér en þar eru frekari upplýsingar en hér fyrir ofan.
Golf Tengdar fréttir Umhverfis hnöttinn á 48 dögum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á ferðinni um heiminn á síðustu sex vikum og þegar hún lendir í Orlando í Bandaríkjunum 21. nóvember næstkomandi hefur farið einn hring í kringum hnöttinn á aðeins tæpum 18. nóvember 2016 06:30 Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður að ná góðum árangri á Indlandi um helgina til að komast aftur inn á Evrópumótaröðina á næsta keppnistímabili. Hún á þó enn möguleika á að komast inn á LPGA vestanhafs. 11. nóvember 2016 06:30 Ólafía: Ég finn mér alltaf eitthvað að gera | Tók gínuáskorunina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, undirbýr sig þessa dagana fyrir lokaúrtökumót LPGA-mótaraðarinnar en Hörður Magnússon ræddi við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2016 22:00 Ólafía Þórunn tvöfaldaði verðlaunafé sitt á árinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LET-mótaröðinni þegar hún hafnaði í 26. sæti á Fatima Mubarak Ladies mótinu í gær. 6. nóvember 2016 10:00 Ólafía Þórunn missti aðeins hausinn á „skrímslinu“ á Indlandi Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur tókst ekki að bæta stöðu sína um helgina í baráttu sinni fyrir áframhaldandi þátttökurétti á Evrópumótaröðinni í golfi. Ólafía náði ekki niðurskurðinum á Hero Women's Indian Open mótinu en hún spilaði á 11 höggum yfir pari. 14. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Umhverfis hnöttinn á 48 dögum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á ferðinni um heiminn á síðustu sex vikum og þegar hún lendir í Orlando í Bandaríkjunum 21. nóvember næstkomandi hefur farið einn hring í kringum hnöttinn á aðeins tæpum 18. nóvember 2016 06:30
Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður að ná góðum árangri á Indlandi um helgina til að komast aftur inn á Evrópumótaröðina á næsta keppnistímabili. Hún á þó enn möguleika á að komast inn á LPGA vestanhafs. 11. nóvember 2016 06:30
Ólafía: Ég finn mér alltaf eitthvað að gera | Tók gínuáskorunina Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, undirbýr sig þessa dagana fyrir lokaúrtökumót LPGA-mótaraðarinnar en Hörður Magnússon ræddi við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2016 22:00
Ólafía Þórunn tvöfaldaði verðlaunafé sitt á árinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LET-mótaröðinni þegar hún hafnaði í 26. sæti á Fatima Mubarak Ladies mótinu í gær. 6. nóvember 2016 10:00
Ólafía Þórunn missti aðeins hausinn á „skrímslinu“ á Indlandi Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur tókst ekki að bæta stöðu sína um helgina í baráttu sinni fyrir áframhaldandi þátttökurétti á Evrópumótaröðinni í golfi. Ólafía náði ekki niðurskurðinum á Hero Women's Indian Open mótinu en hún spilaði á 11 höggum yfir pari. 14. nóvember 2016 07:00