Sá sem ekki varð eldinum að bráð Jónas Sen skrifar 25. nóvember 2016 10:45 "Sellóið var djúsí,“ segir í dómnum. Bryndís Halla Gylfadóttir lék á það. Vísir/GVA Tónlist Sigrún Eðvaldsdóttir, Joaquin Páll Palomares, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir Strengjakvartettar eftir Beethoven og Brahms Norðurljós í Hörpu Sunnudagur 20. nóvember Fyrstur í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudaginn var kvartett op. 18 nr. 3 eftir Beethoven. Spilamennskan var unaðslega tær og nákvæm, kraftmikil og full af lífi. Sigrún Eðvaldsdóttir og Joaquin Páll Palomares léku á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Þau spiluðu sem einn maður. Verkið markar endinn á fyrsta skeiði æviferils Beethovens. Hefð er fyrir því að skipta starfi hans í þrjú tímabil. Það fyrsta einkennist af heiðríkju og æskufjöri. Í öðru tímabilinu er allsráðandi hetjuskapur og barátta við örlögin. Beethoven var þarna farinn að tapa heyrn, en hann var staðráðinn í að láta það ekki eyðileggja fyrir sér. Hann þjálfaði sig í að semja tónlist án þess að þurfa að heyra hana. Á lokatímabilinu var hann búinn að sætta sig við örlög sín. Hann var orðinn heyrnarlaus og því mjög einangraður frá mannlegu samneyti. En það var friður yfir verkum hans og oft mikil gleði sem kalla mætti háleita. Þó að kvartettinn sem hér var fluttur sé ekki eins djúpur og þeir síðustu sem Beethoven samdi, er hann ákaflega fallegur. Það er eitthvað einstaklega þægilegt við hann. Hægt er að hlusta á hann í andakt á fullum styrk, en líka hafa á fóninum í bakgrunni, til að skapa góða stemningu. Hitt verkið á efnisskránni var kvartett op. 51 nr. 1 eftir Brahms. Hann var anal týpa, eins og það er kallað. Fullkomnunaráráttan og sjálfgagnrýnin var gífurleg. Margir í kringum hann útnefndu hann arftaka Beethovens og það var þungur kross að bera. Hann fann til svo mikillar ábyrgðar að hann henti fullt af tónsmíðum sínum. Eða þá að hann var sífellt að laga þær til. Kvartettinn sem hér um ræðir er sá fyrsti eftir Brahms sem var gefinn út. Hann hafði þá samið tuttugu kvartetta þar á undan – sem hann notaði fyrir eldivið! Þetta er meistaraleg tónlist, alsett grípandi melódíum. Úrvinnslan er frumleg, en þó rökrétt. Fjórmenningarnir á tónleikunum léku hann af aðdáunarverðri festu og öryggi. Fiðlurnar voru dásamlega fókuseraðar, víólan safarík og sellóið djúsí. Hvergi var röng nóta. Rétti skaphitinn var í túlkuninni. Hún var markviss og snörp, framvindan spennuþrungin með glæsilegum hápunktum. Inn á milli voru draumkenndar stundir sem einkenndust af nostursamlega mótuðum blæbrigðum. Smáatriðin voru skýr og falleg, heildarmyndin úthugsuð og tignarleg. Þetta var flott.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með frábærri tónlist og spilamennsku á heimsmælikvarða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist Sigrún Eðvaldsdóttir, Joaquin Páll Palomares, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir Strengjakvartettar eftir Beethoven og Brahms Norðurljós í Hörpu Sunnudagur 20. nóvember Fyrstur í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudaginn var kvartett op. 18 nr. 3 eftir Beethoven. Spilamennskan var unaðslega tær og nákvæm, kraftmikil og full af lífi. Sigrún Eðvaldsdóttir og Joaquin Páll Palomares léku á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Þau spiluðu sem einn maður. Verkið markar endinn á fyrsta skeiði æviferils Beethovens. Hefð er fyrir því að skipta starfi hans í þrjú tímabil. Það fyrsta einkennist af heiðríkju og æskufjöri. Í öðru tímabilinu er allsráðandi hetjuskapur og barátta við örlögin. Beethoven var þarna farinn að tapa heyrn, en hann var staðráðinn í að láta það ekki eyðileggja fyrir sér. Hann þjálfaði sig í að semja tónlist án þess að þurfa að heyra hana. Á lokatímabilinu var hann búinn að sætta sig við örlög sín. Hann var orðinn heyrnarlaus og því mjög einangraður frá mannlegu samneyti. En það var friður yfir verkum hans og oft mikil gleði sem kalla mætti háleita. Þó að kvartettinn sem hér var fluttur sé ekki eins djúpur og þeir síðustu sem Beethoven samdi, er hann ákaflega fallegur. Það er eitthvað einstaklega þægilegt við hann. Hægt er að hlusta á hann í andakt á fullum styrk, en líka hafa á fóninum í bakgrunni, til að skapa góða stemningu. Hitt verkið á efnisskránni var kvartett op. 51 nr. 1 eftir Brahms. Hann var anal týpa, eins og það er kallað. Fullkomnunaráráttan og sjálfgagnrýnin var gífurleg. Margir í kringum hann útnefndu hann arftaka Beethovens og það var þungur kross að bera. Hann fann til svo mikillar ábyrgðar að hann henti fullt af tónsmíðum sínum. Eða þá að hann var sífellt að laga þær til. Kvartettinn sem hér um ræðir er sá fyrsti eftir Brahms sem var gefinn út. Hann hafði þá samið tuttugu kvartetta þar á undan – sem hann notaði fyrir eldivið! Þetta er meistaraleg tónlist, alsett grípandi melódíum. Úrvinnslan er frumleg, en þó rökrétt. Fjórmenningarnir á tónleikunum léku hann af aðdáunarverðri festu og öryggi. Fiðlurnar voru dásamlega fókuseraðar, víólan safarík og sellóið djúsí. Hvergi var röng nóta. Rétti skaphitinn var í túlkuninni. Hún var markviss og snörp, framvindan spennuþrungin með glæsilegum hápunktum. Inn á milli voru draumkenndar stundir sem einkenndust af nostursamlega mótuðum blæbrigðum. Smáatriðin voru skýr og falleg, heildarmyndin úthugsuð og tignarleg. Þetta var flott.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með frábærri tónlist og spilamennsku á heimsmælikvarða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. nóvember 2016.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira