Er með fimm ára ósvikið háskólanám í andvökunóttum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 11:00 "Ég er ekkert góð í að sitja á kvöldin og horfa á Netflix,“ segir Ragnheiður. Vísir/Stefán Ég var byrjuð á þessari bók þegar fyrri bókin kom út. Hin endaði á svo hættulegum stað svo að ég varð að halda áfram og ljúka ævintýrinu,? segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir, höfundur hinnar nýju unglingabókar Skuggasaga ? Undirheimar. Fyrsta bókin hennar, Skuggasaga ? Arftakinn hlaut tvenn verðlaun í fyrra. Nú er Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum, búin að ritrýna nýju bókina og virðist ánægð með hana og Vikan fer einnig fögrum orðum um hana. ?Það er ótrúlega gaman að fá svo góðar viðtökur, sérstaklega þar sem ég er byrjandi í ritstörfum og ekkert alveg örugg í því sem ég er að gera,? segir Ragnheiður. Hún kveðst hafa hug á að halda áfram ritstörfum en það fari svolítið eftir aðstæðum hvort skrifin verði að hliðarverkefni næstu misserin, enda sé seint hægt að lifa af þessu. ?Ég er menntaður arkitekt og hef unnið sjálfstætt hjá arkitektastofum. Þó reyndar minna síðustu ár en áður, út af ritstörfunum, en nú er mig farið að klæja svolítið eftir að taka upp músina aftur! Bókaskrifin eru samt spennandi viðfangsefni og ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum. Er ekkert góð í að sitja á kvöldin og horfa á Netflix, mér finnst ég verða að nýta tímann í það sem skilur eitthvað eftir.? Spurð hvort hún eigi andvökur yfir skriftunum svarar Ragnheiður: ?Já, það koma tímabil sem ég vaki við að skrifa. Oftast af því að ég get ekki hætt en líka þegar skiladagur nálgast og ég vanda mig eins og mér er unnt. En ég er með fimm ára ósvikið háskólanám í andvökunóttum eftir arkitektanámið svo það er ekki vandamál!? Ragnheiður býr úti í Þýskalandi, með eiginmanni, fjögurra ára syni og ketti. Hún segir köttinn vinsælt umræðuefni þegar hún sé að kynna bækurnar fyrir börnum því ein sögupersónan sé skuggabaldur, sambland af ketti og ref, sem á að vera svolítið stór. ?Börnin reka upp stór augu þegar ég segi þeim að ég eigi tólf kílóa kött og sýni þeim myndir. Þau sem hlustuðu á mig í fyrra muna enn eftir honum og spyrja núna hvernig hann hafi það.? Það verða í kringum tuttugu skólar sem Ragnheiður fer í þetta haustið til að lesa upp. Hún segir það mjög skemmtilegt. ?„Þegar ég er með krökkum minni ég þau á hvað það er mikilvægt að vera dugleg að lesa, því það opnar svo margar leiðir í framtíðinni. Tungumálið er undirstaða annars náms og með lestri bóka er maður alltaf að læra ný orð.“ ? Sjálf kveðst hún hafa verið mikill bókaormur sem barn ?og vera enn. Viðurkennir að bókin eigi nú í samkeppni við margs konar aðra afþreyingu. ?Ég fagna útgáfu rafbóka því þar er verið að tengja tímana saman,“? segir hún. „?En auðvitað jafnast ekkert á við að vera með alvörubók í höndunum.?“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Ég var byrjuð á þessari bók þegar fyrri bókin kom út. Hin endaði á svo hættulegum stað svo að ég varð að halda áfram og ljúka ævintýrinu,? segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir, höfundur hinnar nýju unglingabókar Skuggasaga ? Undirheimar. Fyrsta bókin hennar, Skuggasaga ? Arftakinn hlaut tvenn verðlaun í fyrra. Nú er Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum, búin að ritrýna nýju bókina og virðist ánægð með hana og Vikan fer einnig fögrum orðum um hana. ?Það er ótrúlega gaman að fá svo góðar viðtökur, sérstaklega þar sem ég er byrjandi í ritstörfum og ekkert alveg örugg í því sem ég er að gera,? segir Ragnheiður. Hún kveðst hafa hug á að halda áfram ritstörfum en það fari svolítið eftir aðstæðum hvort skrifin verði að hliðarverkefni næstu misserin, enda sé seint hægt að lifa af þessu. ?Ég er menntaður arkitekt og hef unnið sjálfstætt hjá arkitektastofum. Þó reyndar minna síðustu ár en áður, út af ritstörfunum, en nú er mig farið að klæja svolítið eftir að taka upp músina aftur! Bókaskrifin eru samt spennandi viðfangsefni og ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum. Er ekkert góð í að sitja á kvöldin og horfa á Netflix, mér finnst ég verða að nýta tímann í það sem skilur eitthvað eftir.? Spurð hvort hún eigi andvökur yfir skriftunum svarar Ragnheiður: ?Já, það koma tímabil sem ég vaki við að skrifa. Oftast af því að ég get ekki hætt en líka þegar skiladagur nálgast og ég vanda mig eins og mér er unnt. En ég er með fimm ára ósvikið háskólanám í andvökunóttum eftir arkitektanámið svo það er ekki vandamál!? Ragnheiður býr úti í Þýskalandi, með eiginmanni, fjögurra ára syni og ketti. Hún segir köttinn vinsælt umræðuefni þegar hún sé að kynna bækurnar fyrir börnum því ein sögupersónan sé skuggabaldur, sambland af ketti og ref, sem á að vera svolítið stór. ?Börnin reka upp stór augu þegar ég segi þeim að ég eigi tólf kílóa kött og sýni þeim myndir. Þau sem hlustuðu á mig í fyrra muna enn eftir honum og spyrja núna hvernig hann hafi það.? Það verða í kringum tuttugu skólar sem Ragnheiður fer í þetta haustið til að lesa upp. Hún segir það mjög skemmtilegt. ?„Þegar ég er með krökkum minni ég þau á hvað það er mikilvægt að vera dugleg að lesa, því það opnar svo margar leiðir í framtíðinni. Tungumálið er undirstaða annars náms og með lestri bóka er maður alltaf að læra ný orð.“ ? Sjálf kveðst hún hafa verið mikill bókaormur sem barn ?og vera enn. Viðurkennir að bókin eigi nú í samkeppni við margs konar aðra afþreyingu. ?Ég fagna útgáfu rafbóka því þar er verið að tengja tímana saman,“? segir hún. „?En auðvitað jafnast ekkert á við að vera með alvörubók í höndunum.?“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira