Vilja bjóða aðra fjölskyldu velkomna Sveinn Arnarsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Akureyri hefur tekið á móti á þriðja tug flóttamanna frá Sýrlandi á árinu. Hér býður Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, hóp velkominn í janúar. vísir/auðunn Áætlað er að fimm manna sýrlensk fjölskylda bætist í hóp flóttamanna á Akureyri á næstu mánuðum. Velferðarráðuneytið hefur biðlað til bæjaryfirvalda að taka aukalega við fjölskyldunni sökum tengsla við eina af sýrlensku fjölskyldunum sem komu til Akureyrar í janúar. „Við erum nú byrjuð að vinna þessa forvinnu getum við sagt. Við fengum erindi frá Velferðarráðuneytinu um að taka aukalega við einni fjölskyldu og bæjarráð hefur tekið vel í það,“ segir Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks hjá Akureyrarbæ. Kristín Sóley segir að fjölskyldan hafi í fyrstu átt að fara til Kópavogs eða Hveragerðis. „En vegna fjölskyldutengsla við eina af okkar fjölskyldum var það sameiginlegur vilji ráðuneytisins og fjölskyldunnar að koma til Akureyrar og við fögnum því.“Ingibjörg Elín HalldórsdóttirIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri yfir móttöku flóttamanna á Akureyri fyrir Rauða krossinn, segir málið á byrjunarreit en unnið sé að komu fólksins. „Þetta er enn nokkuð óljóst og málið á frumstigi en auðvitað tökum við vel á móti þeim ef þau koma,“ segir Ingibjörg Elín. Kristín Sóley segir það geta verið mjög mikilvægt fyrir fjölskylduna að koma til Akureyrar vegna tengsla þeirra þangað. „Það er bæði styrkur fyrir nýju fjölskylduna að hitta fólk sem talar sama tungumál og þú og ef fjölskyldubönd eru einnig til staðar er mikilvægt að rækta þau. Þeir flóttamenn sem komu í janúar geta því leiðbeint og hjálpað nýju fjölskyldunni að aðlagast. Því gæti þetta orðið mjög áhugavert.“ Flóttafólkið sem kom í janúar á árinu hafði verið á flótta í Líbanon í um þrjú ár. Sömu sögu er að segja af þessari fjölskyldu. Hún býr við erfiðar aðstæður og Líbanon getur erfiðlega tekið við öllum þeim einstaklingum sem koma yfir landamærin frá Sýrlandi. Nú er fjórði til fimmti hver íbúi Líbanon Sýrlendingur að uppruna. „Kerfið er að springa í Líbanon og til marks um það getur skriffinnskan við að fá fjölskylduna frá Líbanon til Íslands tekið allt að þrjá mánuði,“ segir Kristín Sóley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Áætlað er að fimm manna sýrlensk fjölskylda bætist í hóp flóttamanna á Akureyri á næstu mánuðum. Velferðarráðuneytið hefur biðlað til bæjaryfirvalda að taka aukalega við fjölskyldunni sökum tengsla við eina af sýrlensku fjölskyldunum sem komu til Akureyrar í janúar. „Við erum nú byrjuð að vinna þessa forvinnu getum við sagt. Við fengum erindi frá Velferðarráðuneytinu um að taka aukalega við einni fjölskyldu og bæjarráð hefur tekið vel í það,“ segir Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttafólks hjá Akureyrarbæ. Kristín Sóley segir að fjölskyldan hafi í fyrstu átt að fara til Kópavogs eða Hveragerðis. „En vegna fjölskyldutengsla við eina af okkar fjölskyldum var það sameiginlegur vilji ráðuneytisins og fjölskyldunnar að koma til Akureyrar og við fögnum því.“Ingibjörg Elín HalldórsdóttirIngibjörg Elín Halldórsdóttir, verkefnastjóri yfir móttöku flóttamanna á Akureyri fyrir Rauða krossinn, segir málið á byrjunarreit en unnið sé að komu fólksins. „Þetta er enn nokkuð óljóst og málið á frumstigi en auðvitað tökum við vel á móti þeim ef þau koma,“ segir Ingibjörg Elín. Kristín Sóley segir það geta verið mjög mikilvægt fyrir fjölskylduna að koma til Akureyrar vegna tengsla þeirra þangað. „Það er bæði styrkur fyrir nýju fjölskylduna að hitta fólk sem talar sama tungumál og þú og ef fjölskyldubönd eru einnig til staðar er mikilvægt að rækta þau. Þeir flóttamenn sem komu í janúar geta því leiðbeint og hjálpað nýju fjölskyldunni að aðlagast. Því gæti þetta orðið mjög áhugavert.“ Flóttafólkið sem kom í janúar á árinu hafði verið á flótta í Líbanon í um þrjú ár. Sömu sögu er að segja af þessari fjölskyldu. Hún býr við erfiðar aðstæður og Líbanon getur erfiðlega tekið við öllum þeim einstaklingum sem koma yfir landamærin frá Sýrlandi. Nú er fjórði til fimmti hver íbúi Líbanon Sýrlendingur að uppruna. „Kerfið er að springa í Líbanon og til marks um það getur skriffinnskan við að fá fjölskylduna frá Líbanon til Íslands tekið allt að þrjá mánuði,“ segir Kristín Sóley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira