Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 15:03 Hinrik Ingi Óskarsson. mynd/hinrik ingi „Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. „Ég er kallaður í lyfjapróf af einhverjum mönnum sem ég þekki ekkert. Þegar við erum komnir inn í herbergið þá spyr ég af hverju ég sé að fara í próf? Þá segist lyfjaeftirlitsmaðurinn hafa verið beðinn um að taka mig í próf sama hvar ég endaði í mótinu. Sú beiðni hafi komið frá CrossFit-sambandi Íslands. Mér skilst að það megi ekki. Að samböndin ákveði hver fari í lyfjapróf,“ segir Hinrik Ingi um gang mála í Digranesi í gær.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sviptur gullverðlaunum „Maðurinn missti þetta út úr sér og það er ástæðan fyrir því að ég neitaði að taka prófið. Ég neitaði að vera einhver „targetaður“ einstaklingur þar sem væri búið að leggja línurnar áður en mótið hófst. Ég var grátbeðinn af CrossFit-sambandinu um að vera með í mótinu en samt er búið að „targeta“ mig að ég verði lyfjaprófaður. „Ég neitaði því að fara í lyfjaprófið út af þessari uppákomu. Þá var farið í næsta sem neitaði líka að fara í prófið þar sem honum fannst eitthvað brotið á sér. Þeir unnu sig bara niður þar til einhver sagði já. Þeir höfðu bara eitt lyfjapróf.“Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra.vísir/daníelHeimildir Vísis herma að Hinrik Ingi hafi verið með hótanir í garð lyfjaeftirlitsmannanna og hótað þeim barsmíðum. Ítrekað. Hinrik vísar þeim ásökunum á bug. „Ég var sallarólegur. Það var enginn sem missti stjórn á skapi sínu. Eina sem ég gerði er að tala við lyfjaeftirlitsmanninn sem var ekkert að hlusta á mig. Það fór inn um annað eyrað og út um hitt. Hann er að skrifa niður á einhverja möppu og ég tek hana af honum og bið hann um að horfa í augun á mér. Við séum að tala um mjög alvarlegt mál en hann sé ekkert að hlusta á mig. Þá bauð hann mér að fara út. Það var ekkert mál. Það var enginn æsingur eða vesen þarna,“ segir Hinrik Ingi. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Sjá einnig: Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Hinrik Ingi segist hafa farið í lyfjapróf á síðasta ári í Kaupmannahöfn er hann var að taka þátt í móti. Hann segist hafa farið í fleiri próf en það. Hann er tilbúinn að gangast undir lyfjapróf hér heima eftir allt saman ef eftir því verði óskað. „Ef það væri í boði á næstunni þá myndi ég gera það.“ CrossFit-samband Íslands brást skjótt við og í gærkvöldi sendi það frá sér yfirlýsingu um að Hinrik Ingi hefði verið sviptur gullverðlaunum og að silfurverðlaunin hefðu enn fremur verið tekin af Bergi Sverrissyni þar sem þeir neituðu báðir að gangast undir lyfjapróf eftir Íslandsmótið. Þeir voru jafn framt útilokaðir frá öllum CrossFit-mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin sem og frá öllum CrossFit-stöðvum á landinu. „Ég er ekki alveg að sjá fram á að það verði en það kemur í ljós. Ég hef ekki skrifað undir neitt svoleiðis að þeir geti bara hent mér í bann í tvö ár af því ég fór ekki ílyfjapróf,“ segir Hinrik en hann er mjög ósáttur við CrossFit-sambandið. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir.“ Hinrik Ingi er á leið til Dúbæ um mánaðarmótin til að taka þátt í CrossFit-móti. Þessi uppákoma breytir engu um þær fyrirætlanir. Innlendar Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira
„Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. „Ég er kallaður í lyfjapróf af einhverjum mönnum sem ég þekki ekkert. Þegar við erum komnir inn í herbergið þá spyr ég af hverju ég sé að fara í próf? Þá segist lyfjaeftirlitsmaðurinn hafa verið beðinn um að taka mig í próf sama hvar ég endaði í mótinu. Sú beiðni hafi komið frá CrossFit-sambandi Íslands. Mér skilst að það megi ekki. Að samböndin ákveði hver fari í lyfjapróf,“ segir Hinrik Ingi um gang mála í Digranesi í gær.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sviptur gullverðlaunum „Maðurinn missti þetta út úr sér og það er ástæðan fyrir því að ég neitaði að taka prófið. Ég neitaði að vera einhver „targetaður“ einstaklingur þar sem væri búið að leggja línurnar áður en mótið hófst. Ég var grátbeðinn af CrossFit-sambandinu um að vera með í mótinu en samt er búið að „targeta“ mig að ég verði lyfjaprófaður. „Ég neitaði því að fara í lyfjaprófið út af þessari uppákomu. Þá var farið í næsta sem neitaði líka að fara í prófið þar sem honum fannst eitthvað brotið á sér. Þeir unnu sig bara niður þar til einhver sagði já. Þeir höfðu bara eitt lyfjapróf.“Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra.vísir/daníelHeimildir Vísis herma að Hinrik Ingi hafi verið með hótanir í garð lyfjaeftirlitsmannanna og hótað þeim barsmíðum. Ítrekað. Hinrik vísar þeim ásökunum á bug. „Ég var sallarólegur. Það var enginn sem missti stjórn á skapi sínu. Eina sem ég gerði er að tala við lyfjaeftirlitsmanninn sem var ekkert að hlusta á mig. Það fór inn um annað eyrað og út um hitt. Hann er að skrifa niður á einhverja möppu og ég tek hana af honum og bið hann um að horfa í augun á mér. Við séum að tala um mjög alvarlegt mál en hann sé ekkert að hlusta á mig. Þá bauð hann mér að fara út. Það var ekkert mál. Það var enginn æsingur eða vesen þarna,“ segir Hinrik Ingi. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Sjá einnig: Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Hinrik Ingi segist hafa farið í lyfjapróf á síðasta ári í Kaupmannahöfn er hann var að taka þátt í móti. Hann segist hafa farið í fleiri próf en það. Hann er tilbúinn að gangast undir lyfjapróf hér heima eftir allt saman ef eftir því verði óskað. „Ef það væri í boði á næstunni þá myndi ég gera það.“ CrossFit-samband Íslands brást skjótt við og í gærkvöldi sendi það frá sér yfirlýsingu um að Hinrik Ingi hefði verið sviptur gullverðlaunum og að silfurverðlaunin hefðu enn fremur verið tekin af Bergi Sverrissyni þar sem þeir neituðu báðir að gangast undir lyfjapróf eftir Íslandsmótið. Þeir voru jafn framt útilokaðir frá öllum CrossFit-mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin sem og frá öllum CrossFit-stöðvum á landinu. „Ég er ekki alveg að sjá fram á að það verði en það kemur í ljós. Ég hef ekki skrifað undir neitt svoleiðis að þeir geti bara hent mér í bann í tvö ár af því ég fór ekki ílyfjapróf,“ segir Hinrik en hann er mjög ósáttur við CrossFit-sambandið. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir.“ Hinrik Ingi er á leið til Dúbæ um mánaðarmótin til að taka þátt í CrossFit-móti. Þessi uppákoma breytir engu um þær fyrirætlanir.
Innlendar Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira