Toyota C-HR rúllar af böndunum í Tyrklandi Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2016 09:47 Starfsmenn Sakarya verksmiðjunnar í Tyrklandi fagna framleiðslu fyrsta Toyota C-HR bílsins. Toyota hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á nýjasta bíl sínum, hinum gullfallega C-HR jepplingi í Sakarya verksmiðju sinni í Tyrklandi. Þar verða þeir C-HR bílar sem seldir verða í Evrópu framleiddir, en líka þeir bílar sem seldir verða í Bandaríkjunum, Kanada og S-Afríku og markar það tímamót fyrir verksmiðjuna í Sakarya. Verksmiðjan í Sakarya hefur verið stækkuð til að anna framleiðslu 280.000 bíla á ári, en þar eru einnig framleiddir Corolla og Verso bílar. Toyota C-HR er svokallaður “crossover”-bíll, en sá flokkur bíla er sá sem vex hraðast í heiminum og því má búast við góðum móttökum við C-HR. Toyota á Íslandi kynnti C-HR bílinn með pompi og prakt á þaki Gamla bíós, þ.e. í Petersensvítunni fyrir skömmu og vakti hann þar mikla athygli. Var þar um að ræða forframleiðslubíl. Toyota C-HR verður frumsýndur í Bandaríkjunum í komandi bílasýningu í Los Angeles og því var Ísland á undan Bandaríkjunum með frumsýningu bílsins. Stutt mun vera í komu sölubíla hjá Toyota á Íslandi. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Toyota hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á nýjasta bíl sínum, hinum gullfallega C-HR jepplingi í Sakarya verksmiðju sinni í Tyrklandi. Þar verða þeir C-HR bílar sem seldir verða í Evrópu framleiddir, en líka þeir bílar sem seldir verða í Bandaríkjunum, Kanada og S-Afríku og markar það tímamót fyrir verksmiðjuna í Sakarya. Verksmiðjan í Sakarya hefur verið stækkuð til að anna framleiðslu 280.000 bíla á ári, en þar eru einnig framleiddir Corolla og Verso bílar. Toyota C-HR er svokallaður “crossover”-bíll, en sá flokkur bíla er sá sem vex hraðast í heiminum og því má búast við góðum móttökum við C-HR. Toyota á Íslandi kynnti C-HR bílinn með pompi og prakt á þaki Gamla bíós, þ.e. í Petersensvítunni fyrir skömmu og vakti hann þar mikla athygli. Var þar um að ræða forframleiðslubíl. Toyota C-HR verður frumsýndur í Bandaríkjunum í komandi bílasýningu í Los Angeles og því var Ísland á undan Bandaríkjunum með frumsýningu bílsins. Stutt mun vera í komu sölubíla hjá Toyota á Íslandi.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent