Toyota C-HR rúllar af böndunum í Tyrklandi Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2016 09:47 Starfsmenn Sakarya verksmiðjunnar í Tyrklandi fagna framleiðslu fyrsta Toyota C-HR bílsins. Toyota hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á nýjasta bíl sínum, hinum gullfallega C-HR jepplingi í Sakarya verksmiðju sinni í Tyrklandi. Þar verða þeir C-HR bílar sem seldir verða í Evrópu framleiddir, en líka þeir bílar sem seldir verða í Bandaríkjunum, Kanada og S-Afríku og markar það tímamót fyrir verksmiðjuna í Sakarya. Verksmiðjan í Sakarya hefur verið stækkuð til að anna framleiðslu 280.000 bíla á ári, en þar eru einnig framleiddir Corolla og Verso bílar. Toyota C-HR er svokallaður “crossover”-bíll, en sá flokkur bíla er sá sem vex hraðast í heiminum og því má búast við góðum móttökum við C-HR. Toyota á Íslandi kynnti C-HR bílinn með pompi og prakt á þaki Gamla bíós, þ.e. í Petersensvítunni fyrir skömmu og vakti hann þar mikla athygli. Var þar um að ræða forframleiðslubíl. Toyota C-HR verður frumsýndur í Bandaríkjunum í komandi bílasýningu í Los Angeles og því var Ísland á undan Bandaríkjunum með frumsýningu bílsins. Stutt mun vera í komu sölubíla hjá Toyota á Íslandi. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent
Toyota hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á nýjasta bíl sínum, hinum gullfallega C-HR jepplingi í Sakarya verksmiðju sinni í Tyrklandi. Þar verða þeir C-HR bílar sem seldir verða í Evrópu framleiddir, en líka þeir bílar sem seldir verða í Bandaríkjunum, Kanada og S-Afríku og markar það tímamót fyrir verksmiðjuna í Sakarya. Verksmiðjan í Sakarya hefur verið stækkuð til að anna framleiðslu 280.000 bíla á ári, en þar eru einnig framleiddir Corolla og Verso bílar. Toyota C-HR er svokallaður “crossover”-bíll, en sá flokkur bíla er sá sem vex hraðast í heiminum og því má búast við góðum móttökum við C-HR. Toyota á Íslandi kynnti C-HR bílinn með pompi og prakt á þaki Gamla bíós, þ.e. í Petersensvítunni fyrir skömmu og vakti hann þar mikla athygli. Var þar um að ræða forframleiðslubíl. Toyota C-HR verður frumsýndur í Bandaríkjunum í komandi bílasýningu í Los Angeles og því var Ísland á undan Bandaríkjunum með frumsýningu bílsins. Stutt mun vera í komu sölubíla hjá Toyota á Íslandi.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent