Klámstjarna með bíladellu Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2016 10:04 Klámstjarnan Mareike Fox er með ólæknandi bíladellu og á og ekur um á Nissan GT-R bíl sem breytt hefur verið í 750 hestafla orkuskrímsli sem breytt hefur verið á ýmsa lund. Hún lét breytingafyrirtækið Prior Design eiga hressilega við bíl sinn og er hann með nýjan fram- og afturenda, auk þess að mun útstæðari hjólaskálar eru nú á bíl hennar og ógnarbreið dekk. Það kostaði hana vel á aðra milljón og bættist það við um 12 milljón króna kaupverð bílsins. Vélarbreyting Prior Design bætir við 185 hestöflum en í grunninn er Nissan GT-R 565 hestöfl. Með því er þessi bíll Mareike Fox orðinn öflugri en Lamborghini Aventador og sneggri en 3 sekúndur í hundraðið. Klámstjarnan hefur mikinn áhuga á að sýna þennan magnaða bíl sinn og í myndskeiðinu hér að ofan er hún að sýna hann í ónafngreindri bílasýningu í Mónakó. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent
Klámstjarnan Mareike Fox er með ólæknandi bíladellu og á og ekur um á Nissan GT-R bíl sem breytt hefur verið í 750 hestafla orkuskrímsli sem breytt hefur verið á ýmsa lund. Hún lét breytingafyrirtækið Prior Design eiga hressilega við bíl sinn og er hann með nýjan fram- og afturenda, auk þess að mun útstæðari hjólaskálar eru nú á bíl hennar og ógnarbreið dekk. Það kostaði hana vel á aðra milljón og bættist það við um 12 milljón króna kaupverð bílsins. Vélarbreyting Prior Design bætir við 185 hestöflum en í grunninn er Nissan GT-R 565 hestöfl. Með því er þessi bíll Mareike Fox orðinn öflugri en Lamborghini Aventador og sneggri en 3 sekúndur í hundraðið. Klámstjarnan hefur mikinn áhuga á að sýna þennan magnaða bíl sinn og í myndskeiðinu hér að ofan er hún að sýna hann í ónafngreindri bílasýningu í Mónakó.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent