Klámstjarna með bíladellu Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2016 10:04 Klámstjarnan Mareike Fox er með ólæknandi bíladellu og á og ekur um á Nissan GT-R bíl sem breytt hefur verið í 750 hestafla orkuskrímsli sem breytt hefur verið á ýmsa lund. Hún lét breytingafyrirtækið Prior Design eiga hressilega við bíl sinn og er hann með nýjan fram- og afturenda, auk þess að mun útstæðari hjólaskálar eru nú á bíl hennar og ógnarbreið dekk. Það kostaði hana vel á aðra milljón og bættist það við um 12 milljón króna kaupverð bílsins. Vélarbreyting Prior Design bætir við 185 hestöflum en í grunninn er Nissan GT-R 565 hestöfl. Með því er þessi bíll Mareike Fox orðinn öflugri en Lamborghini Aventador og sneggri en 3 sekúndur í hundraðið. Klámstjarnan hefur mikinn áhuga á að sýna þennan magnaða bíl sinn og í myndskeiðinu hér að ofan er hún að sýna hann í ónafngreindri bílasýningu í Mónakó. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Klámstjarnan Mareike Fox er með ólæknandi bíladellu og á og ekur um á Nissan GT-R bíl sem breytt hefur verið í 750 hestafla orkuskrímsli sem breytt hefur verið á ýmsa lund. Hún lét breytingafyrirtækið Prior Design eiga hressilega við bíl sinn og er hann með nýjan fram- og afturenda, auk þess að mun útstæðari hjólaskálar eru nú á bíl hennar og ógnarbreið dekk. Það kostaði hana vel á aðra milljón og bættist það við um 12 milljón króna kaupverð bílsins. Vélarbreyting Prior Design bætir við 185 hestöflum en í grunninn er Nissan GT-R 565 hestöfl. Með því er þessi bíll Mareike Fox orðinn öflugri en Lamborghini Aventador og sneggri en 3 sekúndur í hundraðið. Klámstjarnan hefur mikinn áhuga á að sýna þennan magnaða bíl sinn og í myndskeiðinu hér að ofan er hún að sýna hann í ónafngreindri bílasýningu í Mónakó.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent