HK fyrsta íslenska liðið sem kemst í úrslit á N-Evrópumóti kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2016 16:34 Kvennalið HK stóð sig vel um helgina. Vísir/Valli Íslensku blakliðin voru að standa sig vel á Norður-Evrópumóti kvenna í blaki sem fór fram í Danmörku og Noregi um helgina. Kvennalið HK náði í dag þeim frábæra árangri að komast í úrslitin á mótinu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið kemst í úrslit á Norður-Evrópumótinu. HK-stelpurnar náðu reyndar ekki að vinna sinn riðil en þær fara áfram sem það lið sem náði bestum árangri í öðru sæti. HK spilaðim tvo leiki, tapaði fyrir Bröndby VK 1-3 en vann Oslo Volley 3-0. Þetta varð ljóst um leið og danska liðið Team Köge náði hrinu af sænska liðinu Engelholm. Köge vann þriðju hrinuna 27-25 og tryggði þar með HK-liðinu farseðil í úrslitin. Afturelding vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu á móti Ikast (3-1) og Randaberg (3-2) en varð að sætta sig við 3-0 tap á móti danska liðinu Amager í lokaleiknum. Afturelding endaði því í öðru sæti eins og HK en Kópavogsstelpurnar voru með betri árangur og fara því í úrslitin. Dönsku liðin Amager VK, Bröndby VK og Holte IF unnu sína riðla og komust áfram og Kópavogsliðið bættist svo í hópinn. Riðlarnir fóru fram Randaberg í Noregi og svo í Bröndby og Holte í Danmörku. Úrslitin á Norður-Evrópumóti kvenna fara ekki fram fyrr en helgina 20 til 22. janúar þannig að HK-stelpur fá bæði nægan tíma til að fagna þessu sem og að undirbúa sig fyrir komandi átök. Aðrar íþróttir Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Íslensku blakliðin voru að standa sig vel á Norður-Evrópumóti kvenna í blaki sem fór fram í Danmörku og Noregi um helgina. Kvennalið HK náði í dag þeim frábæra árangri að komast í úrslitin á mótinu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið kemst í úrslit á Norður-Evrópumótinu. HK-stelpurnar náðu reyndar ekki að vinna sinn riðil en þær fara áfram sem það lið sem náði bestum árangri í öðru sæti. HK spilaðim tvo leiki, tapaði fyrir Bröndby VK 1-3 en vann Oslo Volley 3-0. Þetta varð ljóst um leið og danska liðið Team Köge náði hrinu af sænska liðinu Engelholm. Köge vann þriðju hrinuna 27-25 og tryggði þar með HK-liðinu farseðil í úrslitin. Afturelding vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu á móti Ikast (3-1) og Randaberg (3-2) en varð að sætta sig við 3-0 tap á móti danska liðinu Amager í lokaleiknum. Afturelding endaði því í öðru sæti eins og HK en Kópavogsstelpurnar voru með betri árangur og fara því í úrslitin. Dönsku liðin Amager VK, Bröndby VK og Holte IF unnu sína riðla og komust áfram og Kópavogsliðið bættist svo í hópinn. Riðlarnir fóru fram Randaberg í Noregi og svo í Bröndby og Holte í Danmörku. Úrslitin á Norður-Evrópumóti kvenna fara ekki fram fyrr en helgina 20 til 22. janúar þannig að HK-stelpur fá bæði nægan tíma til að fagna þessu sem og að undirbúa sig fyrir komandi átök.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira