Tækifæri sem verður að nýta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2016 06:00 Heimir vill nýta Möltuleikinn sem best. vísir/epa Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn síðasta leik á mögnuðu knattspyrnuári sem er að baki. Andstæðingurinn verður lið Möltu en leikið verður á Ta'Qali-leikvanginum í bænum Attard. „Við viljum gera vel í lokaleiknum okkar á þessu ári. Þetta hafa verið alls sautján leikir, við höfum því verið mikið saman og okkur langar til að enda árið vel,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslendingar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 er strákarnir okkar urðu að játa sig sigraða gegn sterku liði Króatíu ytra, 2-0. Heimir segir að tapleikir sitji aldrei vel í sér. „En við erum samt ekkert búnir að dvelja lengi við þennan leik. Það verður nægur tími til að kryfja hann fyrir næsta mótsleik, sem verður í mars. Nú viljum við einbeita okkur að Möltu.“Langflestir fá mínútur Líklegt er að leikmenn sem hafa staðið að mestu fyrir utan byrjunarlið Íslands fái tækifæri í kvöld. Aron Elís Þrándarson er reyndar ekki leikfær eftir að hafa tognað á æfingu og þá er Gylfi Þór Sigurðsson tæpur vegna meiðsla og mun því líklega ekkert koma við sögu. „Vonandi getum við gefið langflestum leikmönnum mínútur í þessari ferð. Það hefur verið vaninn hjá okkur þegar við eigum vináttulandsleik eftir mótsleik,“ segir Heimir og nefnir tvær ástæður fyrir mikilvægi þess. „Við höfum fyrir það fyrsta lent í bæði leikbönnum og meiðslum eftir EM í sumar. Þá er gott að eiga leikmenn sem hafa spilað með okkur og verið í ákveðnum hlutverkum,“ segir Heimir. „Svo þurfum við líka að hugsa til framtíðar. Við verðum ekki með sama byrjunarliðið endalaust. Nýir menn verða að fá að spila og því nálgumst við þennan leik með það í huga að bæði auka breiddina og hugsa líka til framtíðar.“Þetta er alvöru leikur Þrátt fyrir gott gengi okkar manna í keppnisleikjum síðastliðin ár hafa úrslitin ekki verið jafn góð í vináttulandsleikjum. Heimir segist vilja vinna alla leiki sem liðið fer í en segir þó að aðaláherslan verði á að leikmenn nýti tækifærið og standi sig vel. „Margir hafa nýtt sér vináttulandsleiki til að smokra sér inn í byrjunarliðið í mótsleikjum. Þetta er því stórt tækifæri fyrir okkar leikmenn og menn eiga því að sjálfsögðu að líta á leikinn sem alvöruleik – þó svo að hann heiti vináttulandsleikur,“ sagði Heimir enn fremur. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki og lið eru dæmd af úrslitum. En aðalmálið er að frammistaðan verði góð og menn leggi allt sitt í verkefnið. Þegar fram líða stundir verður það það sem mestu máli skiptir. Við viljum því hvort tveggja – góðan leik og sigur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn síðasta leik á mögnuðu knattspyrnuári sem er að baki. Andstæðingurinn verður lið Möltu en leikið verður á Ta'Qali-leikvanginum í bænum Attard. „Við viljum gera vel í lokaleiknum okkar á þessu ári. Þetta hafa verið alls sautján leikir, við höfum því verið mikið saman og okkur langar til að enda árið vel,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslendingar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 er strákarnir okkar urðu að játa sig sigraða gegn sterku liði Króatíu ytra, 2-0. Heimir segir að tapleikir sitji aldrei vel í sér. „En við erum samt ekkert búnir að dvelja lengi við þennan leik. Það verður nægur tími til að kryfja hann fyrir næsta mótsleik, sem verður í mars. Nú viljum við einbeita okkur að Möltu.“Langflestir fá mínútur Líklegt er að leikmenn sem hafa staðið að mestu fyrir utan byrjunarlið Íslands fái tækifæri í kvöld. Aron Elís Þrándarson er reyndar ekki leikfær eftir að hafa tognað á æfingu og þá er Gylfi Þór Sigurðsson tæpur vegna meiðsla og mun því líklega ekkert koma við sögu. „Vonandi getum við gefið langflestum leikmönnum mínútur í þessari ferð. Það hefur verið vaninn hjá okkur þegar við eigum vináttulandsleik eftir mótsleik,“ segir Heimir og nefnir tvær ástæður fyrir mikilvægi þess. „Við höfum fyrir það fyrsta lent í bæði leikbönnum og meiðslum eftir EM í sumar. Þá er gott að eiga leikmenn sem hafa spilað með okkur og verið í ákveðnum hlutverkum,“ segir Heimir. „Svo þurfum við líka að hugsa til framtíðar. Við verðum ekki með sama byrjunarliðið endalaust. Nýir menn verða að fá að spila og því nálgumst við þennan leik með það í huga að bæði auka breiddina og hugsa líka til framtíðar.“Þetta er alvöru leikur Þrátt fyrir gott gengi okkar manna í keppnisleikjum síðastliðin ár hafa úrslitin ekki verið jafn góð í vináttulandsleikjum. Heimir segist vilja vinna alla leiki sem liðið fer í en segir þó að aðaláherslan verði á að leikmenn nýti tækifærið og standi sig vel. „Margir hafa nýtt sér vináttulandsleiki til að smokra sér inn í byrjunarliðið í mótsleikjum. Þetta er því stórt tækifæri fyrir okkar leikmenn og menn eiga því að sjálfsögðu að líta á leikinn sem alvöruleik – þó svo að hann heiti vináttulandsleikur,“ sagði Heimir enn fremur. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki og lið eru dæmd af úrslitum. En aðalmálið er að frammistaðan verði góð og menn leggi allt sitt í verkefnið. Þegar fram líða stundir verður það það sem mestu máli skiptir. Við viljum því hvort tveggja – góðan leik og sigur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira