Ford hættir framleiðslu Flex árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 15:34 Ford Flex. Ford hefur framleidd Flex fjölnotabílinn frá árinu 2008 en framleiðslu hans verður hætt árið 2020. Ástæða þess er einföld, hann selst ekki nógu vel. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hefur Ford selt 17.034 Flex bíla og til að setja þá sölu í samhengi má nefna að Ford seldi 16.667 Explorer jeppa einungis í septembermánuði. Besta söluár Flex var árið 2009, en þá náði salan samt ekki 40.000 bílum. Líklega er Ford að rýma fyrir framleiðslu fleiri jepplinga eða jeppa með því að hætta framleiðslu Flex, en slíkir bílar eiga mjög uppá pallborðið vestanhafs nú um stundir. Markaðurinn vill jepplinga Í plönum Ford eru fjórir nýir jepplingar og jeppar, svo nóg er af að taka ef pláss vantar fyrir framleiðslu þeirra í verksmiðjunni sem Flex hefur verið framleiddur í. Ford Flex er mjög sérstakur bíll í útliti og er hann einn af þeim bílum sem fólk mislíkar mjög eða finnst mjög flottur. Hann er afskaplega kassalaga bíll og fyrir vikið er í honu mikið pláss. Það hafa kaupendur hans metið mikils og víst er að flytja má marga í bílnum, enda pláss fyrir 7 farþega. Auk þess er í honum talsvert farangursrými þó aftasta sætaröðin sé uppi, en gríðarlegt pláss ef hún er felld niður. Fá má Ford Flex með allt 365 hestafla EcoBoost vél og með henni er þessi stóri bíll aðeins 6,2 sekúndur í hundraðið og ekki margir svo stórir bílar sem slá honum við. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Ford hefur framleidd Flex fjölnotabílinn frá árinu 2008 en framleiðslu hans verður hætt árið 2020. Ástæða þess er einföld, hann selst ekki nógu vel. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hefur Ford selt 17.034 Flex bíla og til að setja þá sölu í samhengi má nefna að Ford seldi 16.667 Explorer jeppa einungis í septembermánuði. Besta söluár Flex var árið 2009, en þá náði salan samt ekki 40.000 bílum. Líklega er Ford að rýma fyrir framleiðslu fleiri jepplinga eða jeppa með því að hætta framleiðslu Flex, en slíkir bílar eiga mjög uppá pallborðið vestanhafs nú um stundir. Markaðurinn vill jepplinga Í plönum Ford eru fjórir nýir jepplingar og jeppar, svo nóg er af að taka ef pláss vantar fyrir framleiðslu þeirra í verksmiðjunni sem Flex hefur verið framleiddur í. Ford Flex er mjög sérstakur bíll í útliti og er hann einn af þeim bílum sem fólk mislíkar mjög eða finnst mjög flottur. Hann er afskaplega kassalaga bíll og fyrir vikið er í honu mikið pláss. Það hafa kaupendur hans metið mikils og víst er að flytja má marga í bílnum, enda pláss fyrir 7 farþega. Auk þess er í honum talsvert farangursrými þó aftasta sætaröðin sé uppi, en gríðarlegt pláss ef hún er felld niður. Fá má Ford Flex með allt 365 hestafla EcoBoost vél og með henni er þessi stóri bíll aðeins 6,2 sekúndur í hundraðið og ekki margir svo stórir bílar sem slá honum við.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent