Vill fá hvílu sjálfur hjá sínu svarta fé Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 17:30 Þeir félagarnir Kári G. Schram og Þorbjörn Pétursson á frumsýningu myndarinnar Svarta gengið í Bíói Paradís. Heimildamyndin Svarta gengið sem sýnd er í Bíói Paradís segir einstaka sögu Þorbjörns Péturssonar fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði. Í kjölfar veikinda og slits þurfti hann að bregða búi og var tilneyddur til að fella allt sitt fé. Það var honum þungbært. Meðal fjárins var hópur svartra kinda sem hann hafði náð sterku tilfinningalegu sambandi við og kallaði Svarta gengið.“ Þetta segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður og höfundur myndarinnar. „Svarta féð hans Þorbjörns var komið út af tinnusvartri gimbur sem var svo smá í fyrstu að hún náði ekki upp í spena móður sinnar og varð heimalningur. Þegar henni var slátrað var hún grafin heima og svo stækkaði heimagrafreiturinn þegar fella þurfti fleiri úr svarta genginu,“ lýsir Kári og heldur áfram: „Hjá Þorbirni er allt í röð og reglu. Fljótlega fékk hann þá hugmynd að heiðra minningu þessara svörtu, mállausu vina sinna með minnisvarða. Hann lét gera mön með legsteinum, grafskriftum, nöfnum og ljóðum. Ekki nóg með það heldur vill hann fá að hvíla þarna sjálfur líka þegar þar að kemur og er að sækja um leyfi til þess til yfirvalda – en það er snúið.“ Bærinn Ós stendur gegnt Hrafnseyri en vegurinn þangað lokast í fyrstu snjóum og er oft lokaður í fjóra til sex mánuði á ári, eftir tíðarfarinu, að sögn Kára. „Þorbjörn hefur lifað einangraður yfir veturinn en í sveitinni þekkja allir Bjössa og öllum þykir vænt um hann. Heilsunnar vegna getur hann þó ekki hafst þar við lengur yfir harðasta veturinn svo hann festi kaup á íbúð á Þingeyri. En húsin þrengdu að honum og hann hafði ekki óhefta fjarðarsýn, eins og hann hafði alist upp við. Í myndinni kynnumst við þessum hliðum öllum,“ segir Kári sem undanfarin ár hefur verið með annan fótinn í Arnarfirði, vegna uppbyggingarinnar í Selárdal, stofnunar Skrímslasetursins á Bíldudal og síðast töku myndarinnar Svarta gengið. „Það tók tíma að kynnast Þorbirni en við erum orðnir miklir vinir og erum eins og gömul hjón þegar ég er hjá honum. Hann hefur svo fallegt hjartalag og væntumþykja hans til kindanna snertir mann eins og Hrútar sinnum tveir. Þetta er bara sanna sagan.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember 2016. Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Heimildamyndin Svarta gengið sem sýnd er í Bíói Paradís segir einstaka sögu Þorbjörns Péturssonar fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði. Í kjölfar veikinda og slits þurfti hann að bregða búi og var tilneyddur til að fella allt sitt fé. Það var honum þungbært. Meðal fjárins var hópur svartra kinda sem hann hafði náð sterku tilfinningalegu sambandi við og kallaði Svarta gengið.“ Þetta segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður og höfundur myndarinnar. „Svarta féð hans Þorbjörns var komið út af tinnusvartri gimbur sem var svo smá í fyrstu að hún náði ekki upp í spena móður sinnar og varð heimalningur. Þegar henni var slátrað var hún grafin heima og svo stækkaði heimagrafreiturinn þegar fella þurfti fleiri úr svarta genginu,“ lýsir Kári og heldur áfram: „Hjá Þorbirni er allt í röð og reglu. Fljótlega fékk hann þá hugmynd að heiðra minningu þessara svörtu, mállausu vina sinna með minnisvarða. Hann lét gera mön með legsteinum, grafskriftum, nöfnum og ljóðum. Ekki nóg með það heldur vill hann fá að hvíla þarna sjálfur líka þegar þar að kemur og er að sækja um leyfi til þess til yfirvalda – en það er snúið.“ Bærinn Ós stendur gegnt Hrafnseyri en vegurinn þangað lokast í fyrstu snjóum og er oft lokaður í fjóra til sex mánuði á ári, eftir tíðarfarinu, að sögn Kára. „Þorbjörn hefur lifað einangraður yfir veturinn en í sveitinni þekkja allir Bjössa og öllum þykir vænt um hann. Heilsunnar vegna getur hann þó ekki hafst þar við lengur yfir harðasta veturinn svo hann festi kaup á íbúð á Þingeyri. En húsin þrengdu að honum og hann hafði ekki óhefta fjarðarsýn, eins og hann hafði alist upp við. Í myndinni kynnumst við þessum hliðum öllum,“ segir Kári sem undanfarin ár hefur verið með annan fótinn í Arnarfirði, vegna uppbyggingarinnar í Selárdal, stofnunar Skrímslasetursins á Bíldudal og síðast töku myndarinnar Svarta gengið. „Það tók tíma að kynnast Þorbirni en við erum orðnir miklir vinir og erum eins og gömul hjón þegar ég er hjá honum. Hann hefur svo fallegt hjartalag og væntumþykja hans til kindanna snertir mann eins og Hrútar sinnum tveir. Þetta er bara sanna sagan.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember 2016.
Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira