Mörg orð í Jómsvíkingasögu eru ekki til annars staðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 17:15 "Það er gott að þetta er búið, ekki spurning. Ákveðinn léttir,“ segir Þórdís Edda um doktorsvörnina. Vísir/Anton Brink Jómsvíkingasaga hefur yfir sér afþreyingaryfirbragð frekar en sem sannferðug sagnfræði. Mögulega er hún fyrsta sagan sem sýnir að það sé í lagi að blanda saman skáldskap og sagnaritun. Það er svolítið spennandi,“ segir Þórdís Edda Jóhannesdóttir bókmenntafræðingur. Hún varði nýlega doktorsritgerð við Háskóla Íslands sem heitir Jómsvíkinga saga: Sérstaða, varðveisla og viðtökur. „Elsta handrit Jómsvíkingasögu er ritað fyrir 1300 og það er talið skrifað eftir öðru sem gæti hafa verið frá 1220, það eru svo gamaldags máleinkenni á því. Svo hún er með elstu sögum,“ segir Þórdís. „Atburðirnir eru taldir gerast – eða ekki gerast – á 10. öld í Danmörku, Noregi og Póllandi, eða Vindlandi eins og það hét þá. Þarna eru sögulegar persónur og sögulegir atburðir en samt meira og minna skáldskapur. Mér finnst mjög áhugavert að svona gömul saga sé þannig.“ Þórdís segir Jómsvíkingasögu varðveitta í nokkrum handritum frá mismunandi tímum á miðöldum. „Engin tvö handrit eru eins og ég velti fyrir mér af hverju svo sé, hvort smekkur fólks hafi breyst í tímans rás. Eitt handritið er frá 16. öld og þar er búið að breyta mörgu sem mér fannst rökrétt að tengja smekk. Þar eru meiri sviðssetningar, meiri lýsingar á persónum og fleira í þeim dúr. Þá eru komnir inn straumar frá rómönsum og fornaldarsögum.“ Flest handritin að Jómsvíkingasögu eru geymd í Danmörku, eitt er í Svíþjóð en það yngsta hér í Reykjavík, í Árnasafni að sögn Þórdísar. „Svo er hún líka að hluta til í Flateyjarbók og hún er hér,“ bendir hún á. Hún segir söguna ritaða á íslensku og á aðgengilegu máli. „Hún er svolítið skrítin, stíllega séð, ber þess merki að sagnaritun er ekki mjög mótuð, kannski talmálsleg, sem er auðvitað erfitt að fullyrða þegar maður hefur ekki aðgang að talmáli. Þar eru mörg orð sem eru ekki til annars staðar – hurfu kannski úr málinu. En þar er líka margt sem vísar fram til stílsins sem við þekkjum í Íslendingasögum, hnyttni og fyndin tilsvör.“ Þórdís starfar við stundakennslu í HÍ bæði í bókmenntum og ritfærni og eftir áramót mun hún kafa ofan í miðaldahandrit með þeim sem hafa áhuga á því fagi. „Ég kenni svona það sem þarf að kenna, þegar vantar,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Jómsvíkingasaga hefur yfir sér afþreyingaryfirbragð frekar en sem sannferðug sagnfræði. Mögulega er hún fyrsta sagan sem sýnir að það sé í lagi að blanda saman skáldskap og sagnaritun. Það er svolítið spennandi,“ segir Þórdís Edda Jóhannesdóttir bókmenntafræðingur. Hún varði nýlega doktorsritgerð við Háskóla Íslands sem heitir Jómsvíkinga saga: Sérstaða, varðveisla og viðtökur. „Elsta handrit Jómsvíkingasögu er ritað fyrir 1300 og það er talið skrifað eftir öðru sem gæti hafa verið frá 1220, það eru svo gamaldags máleinkenni á því. Svo hún er með elstu sögum,“ segir Þórdís. „Atburðirnir eru taldir gerast – eða ekki gerast – á 10. öld í Danmörku, Noregi og Póllandi, eða Vindlandi eins og það hét þá. Þarna eru sögulegar persónur og sögulegir atburðir en samt meira og minna skáldskapur. Mér finnst mjög áhugavert að svona gömul saga sé þannig.“ Þórdís segir Jómsvíkingasögu varðveitta í nokkrum handritum frá mismunandi tímum á miðöldum. „Engin tvö handrit eru eins og ég velti fyrir mér af hverju svo sé, hvort smekkur fólks hafi breyst í tímans rás. Eitt handritið er frá 16. öld og þar er búið að breyta mörgu sem mér fannst rökrétt að tengja smekk. Þar eru meiri sviðssetningar, meiri lýsingar á persónum og fleira í þeim dúr. Þá eru komnir inn straumar frá rómönsum og fornaldarsögum.“ Flest handritin að Jómsvíkingasögu eru geymd í Danmörku, eitt er í Svíþjóð en það yngsta hér í Reykjavík, í Árnasafni að sögn Þórdísar. „Svo er hún líka að hluta til í Flateyjarbók og hún er hér,“ bendir hún á. Hún segir söguna ritaða á íslensku og á aðgengilegu máli. „Hún er svolítið skrítin, stíllega séð, ber þess merki að sagnaritun er ekki mjög mótuð, kannski talmálsleg, sem er auðvitað erfitt að fullyrða þegar maður hefur ekki aðgang að talmáli. Þar eru mörg orð sem eru ekki til annars staðar – hurfu kannski úr málinu. En þar er líka margt sem vísar fram til stílsins sem við þekkjum í Íslendingasögum, hnyttni og fyndin tilsvör.“ Þórdís starfar við stundakennslu í HÍ bæði í bókmenntum og ritfærni og eftir áramót mun hún kafa ofan í miðaldahandrit með þeim sem hafa áhuga á því fagi. „Ég kenni svona það sem þarf að kenna, þegar vantar,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira