Íslendingar hafa bjargað 871 flóttamönnum við hrikalegar aðstæður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Jóhanna heldur um höfuð flóttamanns sem bjargað var úr sjávarháska. Mynd/Þórir Áhöfnin á Responder, björgunarskipi Rauða krossins á Miðjarðarhafi, hefur bjargað 871 flóttamanni upp úr ára- og gúmbátum, sem vonlaust var að kæmist annars á leiðarenda. Þetta segir Þórir Guðmundsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og meðlimur áhafnar Responder. Þórir og Jóhanna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur starfa á Responder fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. „Við erum 27 manns á skipinu og ég finn mjög fyrir því að það gera sér allir grein fyrir alvarleika þessa verkefnis,“ segir Þórir. Þau Jóhanna hafa verið á Responder í þrjár vikur og verða í áhöfninni fram undir lok mánaðar.Þórir GuðmundssonÞórir segir aðstæður geta verið hrikalegar. „Á síðustu vikum hafa félagar okkar sem hafa verið lengur í skipinu líka komið að þar sem lík fólks – karla, kvenna og barna – hafa legið í bátunum. Fólk hefur líka drukknað þegar bátarnir sökkva eða þeim hvolfir,“ segir hann. Þegar rólegt sé leyfi hópurinn sér að spjalla og gantast en alvaran sé aldrei langt undan. „Þannig vorum við á þriðjudagskvöld búin að útiloka að fleiri flóttamannabátar kæmu í ljós og vorum að klára kvöldmatinn þegar Jóhanna steig út á þilfar og heyrði þá hróp og köll. Þá var þarna gúmbátur fullur af fólki,“ segir Þórir. Báturinn sást ekki á ratsjá og ef Responder hefði ekki verið í nánd hefðu þeir 99 flóttamenn sem voru í bátnum líklega farist. Á miðvikudag bjargaði áhöfnin fólki úr þremur bátum til viðbótar og eru nú 554 flóttamenn um borð í Responder. Þórir segir fyrirliða Rauða krossins í skipinu vera Erítreumanninn Abdel. Hann fór sjálfur sömu leið og flóttamennirnir sem nú er bjargað fyrir fimm árum og starfar í dag fyrir ítalska Rauða krossinn. „Svo skemmtilega vill til að þegar sendinefnd kom frá Íslandi til að skoða flóttamannamál þá varð hann meðal annarra fyrir svörum.“ Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir söfnun vegna verkefnanna á Miðjarðarhafi. Hægt er að hringja í 904-1500, 904-2500 og 904-5500 til þess að styrkja um 1.500, 2.500 og 5.500 krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Áhöfnin á Responder, björgunarskipi Rauða krossins á Miðjarðarhafi, hefur bjargað 871 flóttamanni upp úr ára- og gúmbátum, sem vonlaust var að kæmist annars á leiðarenda. Þetta segir Þórir Guðmundsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og meðlimur áhafnar Responder. Þórir og Jóhanna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur starfa á Responder fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. „Við erum 27 manns á skipinu og ég finn mjög fyrir því að það gera sér allir grein fyrir alvarleika þessa verkefnis,“ segir Þórir. Þau Jóhanna hafa verið á Responder í þrjár vikur og verða í áhöfninni fram undir lok mánaðar.Þórir GuðmundssonÞórir segir aðstæður geta verið hrikalegar. „Á síðustu vikum hafa félagar okkar sem hafa verið lengur í skipinu líka komið að þar sem lík fólks – karla, kvenna og barna – hafa legið í bátunum. Fólk hefur líka drukknað þegar bátarnir sökkva eða þeim hvolfir,“ segir hann. Þegar rólegt sé leyfi hópurinn sér að spjalla og gantast en alvaran sé aldrei langt undan. „Þannig vorum við á þriðjudagskvöld búin að útiloka að fleiri flóttamannabátar kæmu í ljós og vorum að klára kvöldmatinn þegar Jóhanna steig út á þilfar og heyrði þá hróp og köll. Þá var þarna gúmbátur fullur af fólki,“ segir Þórir. Báturinn sást ekki á ratsjá og ef Responder hefði ekki verið í nánd hefðu þeir 99 flóttamenn sem voru í bátnum líklega farist. Á miðvikudag bjargaði áhöfnin fólki úr þremur bátum til viðbótar og eru nú 554 flóttamenn um borð í Responder. Þórir segir fyrirliða Rauða krossins í skipinu vera Erítreumanninn Abdel. Hann fór sjálfur sömu leið og flóttamennirnir sem nú er bjargað fyrir fimm árum og starfar í dag fyrir ítalska Rauða krossinn. „Svo skemmtilega vill til að þegar sendinefnd kom frá Íslandi til að skoða flóttamannamál þá varð hann meðal annarra fyrir svörum.“ Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir söfnun vegna verkefnanna á Miðjarðarhafi. Hægt er að hringja í 904-1500, 904-2500 og 904-5500 til þess að styrkja um 1.500, 2.500 og 5.500 krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira