Hvíldarinnlögnin Snærós Sindradóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Það er svo mikilvægt að leggja sig. Við Íslendingar gerum svo tilfinnanlega lítið af því að þegar ég gúgglaði þennan uppáhalds frasa minn sýndu fyrstu leitarniðurstöðurnar fimm leiðir til að létta sig. Þar á eftir komu ótrúlega margar greinar um að leggja sig fram eða leggja eitthvað ægilegt á sig. Þrauka. En þessi grein er ekki um að leggja sig fram, böðlast áfram sama hvað tautar eða raular, gefast aldrei upp fyrir neinu eða láta ekki undan fyrr en í fulla hnefana. Þessi grein er um að leggja sig. Þetta dásamlega augnablik þegar börnin eru orðin nógu stór til að horfa sjálf á barnatímann án þess að maður sitji sjálfur glaseygður og úfinn við sjónvarpstækið á sunnudagsmorgni. Þegar maður gefur skít í vinnuna og finnur að nóg sé komið í bili. Þegar maður ákveður að það þurfi hvorki að bjóða í kaffi né fara í kaffi til stórfjölskyldunnar í frítímanum. Þegar maður skrópar í ræktinni. Samviskubitslaus hvíldarinnlögn í svefnherbergið eða sófann. Það er svo mikilvægt að leggja sig því annars tekur maður alla slagina. Trompast á netinu yfir sakleysislegum mismælum þingmanna eða klaufalegu orðalagi í frétt hjá einhverjum blaðamanni. Sendir Velvakandabréf í Moggann af því einhver svínaði í hringtorginu eða skrifar lærða grein á netið um að allir séu fávitar, nema maður sjálfur. Ef maður ekki leggur sig verða öll smámálin samdauna stóru málunum. Þegar ég verð vitni að slíku upphlaupi og þegar menn fara offari af litlu tilefni. Þegar fólk boltar sig og benslar fast á háan hest vandlætingarinnar. Þá hugsa ég af fyllsta kærleik til þeirra: Æ, góði besti leggðu þig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun
Það er svo mikilvægt að leggja sig. Við Íslendingar gerum svo tilfinnanlega lítið af því að þegar ég gúgglaði þennan uppáhalds frasa minn sýndu fyrstu leitarniðurstöðurnar fimm leiðir til að létta sig. Þar á eftir komu ótrúlega margar greinar um að leggja sig fram eða leggja eitthvað ægilegt á sig. Þrauka. En þessi grein er ekki um að leggja sig fram, böðlast áfram sama hvað tautar eða raular, gefast aldrei upp fyrir neinu eða láta ekki undan fyrr en í fulla hnefana. Þessi grein er um að leggja sig. Þetta dásamlega augnablik þegar börnin eru orðin nógu stór til að horfa sjálf á barnatímann án þess að maður sitji sjálfur glaseygður og úfinn við sjónvarpstækið á sunnudagsmorgni. Þegar maður gefur skít í vinnuna og finnur að nóg sé komið í bili. Þegar maður ákveður að það þurfi hvorki að bjóða í kaffi né fara í kaffi til stórfjölskyldunnar í frítímanum. Þegar maður skrópar í ræktinni. Samviskubitslaus hvíldarinnlögn í svefnherbergið eða sófann. Það er svo mikilvægt að leggja sig því annars tekur maður alla slagina. Trompast á netinu yfir sakleysislegum mismælum þingmanna eða klaufalegu orðalagi í frétt hjá einhverjum blaðamanni. Sendir Velvakandabréf í Moggann af því einhver svínaði í hringtorginu eða skrifar lærða grein á netið um að allir séu fávitar, nema maður sjálfur. Ef maður ekki leggur sig verða öll smámálin samdauna stóru málunum. Þegar ég verð vitni að slíku upphlaupi og þegar menn fara offari af litlu tilefni. Þegar fólk boltar sig og benslar fast á háan hest vandlætingarinnar. Þá hugsa ég af fyllsta kærleik til þeirra: Æ, góði besti leggðu þig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu