Kári: Dómgæslan eins og hún var fyrir 15-20 árum Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2016 15:21 Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var gagnrýninn á dómarana eftir tapið gegn Stjörnunni í dag. Vísir/Ernir Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti og hraðaupphlaupum. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fór út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr tíu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti og hraðaupphlaupum. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fór út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr tíu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira