Kári: Dómgæslan eins og hún var fyrir 15-20 árum Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2016 15:21 Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var gagnrýninn á dómarana eftir tapið gegn Stjörnunni í dag. Vísir/Ernir Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti og hraðaupphlaupum. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fór út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr tíu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Kári Garðarsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir að hans stúlkur biðu lægri hlut gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik. Grótta situr í 6.sæti deildarinnar eftir tapið. „Að sjálfsögðu er þetta sárt. Þetta var leikur þar sem við gátum tekið punkt eða jafnvel tvo punkta. Því miður féll þetta ekki fyrir okkur á lokakaflanum og þær náðu þessum eins marks sigri,“ sagði Kári þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við förum með rosa mörg færi, klikkum á vítakasti og hraðaupphlaupum. Ég hefði viljað séð okkur nýta færin mun betur.“ Grótta byrjaði leikinn afar vel og komst í 6-2 forystu. Stjarnan kom hins vegar til baka og heimastúlkur áttu í erfiðleikum í sókninni. „Mér fannst ýmislegt ganga á á þeim tíma sem var mjög athyglisvert. Dómgæslan á þeim tímapunkti var eiginlega hlægileg. Ég á eiginlega ekki orð yfir því að það séu settir dómarar af þessu kaliberi á leik í efstu deild.“ „Þessi lið mættust í leikjum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem dæmi má nefna og mér fannst ýmislegt sem hallaði á okkur í dómgæslunni,“ sagði Kári, afar ósáttur með þá Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægi Örn Sigurgeirsson sem dæmdu leikinn í dag. „Þetta jafnast kannski út en þetta fór út í tóma steypu. Dómgæslan hérna í dag er eins og hún var fyrir 15-20 árum. Það eru brot sem eiga ekki að sjást, aukaköst dæmd þegar ekkert á að dæma og svo skrefaruglið. Ég hef bara ekki séð annað eins.“ Íslandsmeistaralið Gróttu hefur byrjaði mótið illa og er einungis með þrjá sigra úr tíu leikjum. Aðeins fjögur efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina og ljóst að Grótta þarf að taka sig á þegar deildin hefst á ný eftir áramót ætli þær sér að reyna að verja titilinn sem þær hafa unnið síðustu tvö árin. „Við verðum að bíða og sjá. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur undanfarið og við náð tveimur sigrum í deild og einum í bikar. Nú tekur við leikjafrí fram í janúar og við þurfum að byggja okkur upp og koma enn grimmari til baka því það er stutt í að við förum að berjast þarna uppi.“ „Við erum enn að hugsa um að forða okkur frá þessu fallsæti, það er markmið númer eitt,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu að lokum og bætti við að hann ætti ekki von á að styrkja liðið fyrir átökin eftir áramótin.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita