Helgi Hrafn og Birgitta ósammála um launahækkanir þingmanna Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2016 12:40 Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir. Helgi Hrafn Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Pírata, biður fólk um að anda með nefinu vegna launahækkana þingmanna. „Já, þær eru mjög, mjög háar og virðast í fljótu bragði í miklu ósamræmi við það sem verið hefur. En hugmyndir um að þingmenn taki málin í eigin hendur eru vondar. Nærri lagi væri að auka gegnsæið á bakvið ákvaðanirnar, setja reglur um ákveðin viðmið og fjarlægja kjararáð meira frá Alþingi,“ segir Helgi Hrafn á Facebook.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Hann segir hættu á tvennum mistökum, sem séu vel meintar en engu að síður mistök. Önnur er sú að Alþingi komi saman og taki eigin launamál í eigin hendur. „Það er versta mögulega leiðin til að kljást við þetta,“ segir Helgi Hrafn. Hin sé sú að einstaka þingmenn taki upp á sitt einsdæmi að hafna þessum hækkunum opinberlega. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði á Facebook fyrr í dag að ef allir þingmenn hafni þessum hækkunum til að sýna í verki að þeim sé umhugað um stöðugleika á vinnumarkaði séu það skýr skilaboð til almennings í landinu að þeir ætli ekki að taka þátt í að búa til gjá þings og þjóðar. Hún sagðist jafnframt ætla að taka þetta mál upp á þingflokksfundi Pírata seinna í dag. „Ég byrja að sjálfsögðu á sjálfri mér til að sýna gott fordæmi, sagði Birgitta í athugasemd við Facebook-færslu sína.Líkt og Helgi Hrafn segir er það að hans mati ekki gott að einstaka þingmenn taki upp á sitt einsdæmi að hafna þessum hækkunum opinberlega. „Vilji þeir gera það í kyrrþey er það annað mál, en það er vond þróun ef það myndast ójafnræði í launamálum þingmanna út frá tilteknum flokkum eða hópum. Við það myndast beinlínis fjárhagslegur hvati til að bjóða sig frekar fram fyrir flokk þar sem hvorki reglur né skömm ríkir yfir laununum. Þá myndast einnig fælni við að bjóða sig fram fyrir þann flokk sem ýmist bannar þingmönnum sínum eða skammar þá fyrir að taka við launum sem einhver annar hefur ákveðið fyrir þá,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist skilja reiði Íslendinga vegna málsins en að þeir verði að hætta að komast að niðurstöðu um mikilvæga hluti í brjálæðiskasti. „En við skulum ekki í einhverju geðvonskukasti koma því fyrirkomulagi á að þingmenn séu sjálfir að ákveða sín eigin laun eða að búa til einhverjar reglur um sjálfa sig hvað þykir við hæfi og hvað ekki. Það að kjararáð þyki óhæft akkúrat núna til að ákveða laun þingmanna þýðir ekki að þingmenn séu sjálfir hæfari til þess en áður. Afsakið óvinsælu skoðunina.“ Kjararáð Tengdar fréttir Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Pírata, biður fólk um að anda með nefinu vegna launahækkana þingmanna. „Já, þær eru mjög, mjög háar og virðast í fljótu bragði í miklu ósamræmi við það sem verið hefur. En hugmyndir um að þingmenn taki málin í eigin hendur eru vondar. Nærri lagi væri að auka gegnsæið á bakvið ákvaðanirnar, setja reglur um ákveðin viðmið og fjarlægja kjararáð meira frá Alþingi,“ segir Helgi Hrafn á Facebook.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Hann segir hættu á tvennum mistökum, sem séu vel meintar en engu að síður mistök. Önnur er sú að Alþingi komi saman og taki eigin launamál í eigin hendur. „Það er versta mögulega leiðin til að kljást við þetta,“ segir Helgi Hrafn. Hin sé sú að einstaka þingmenn taki upp á sitt einsdæmi að hafna þessum hækkunum opinberlega. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði á Facebook fyrr í dag að ef allir þingmenn hafni þessum hækkunum til að sýna í verki að þeim sé umhugað um stöðugleika á vinnumarkaði séu það skýr skilaboð til almennings í landinu að þeir ætli ekki að taka þátt í að búa til gjá þings og þjóðar. Hún sagðist jafnframt ætla að taka þetta mál upp á þingflokksfundi Pírata seinna í dag. „Ég byrja að sjálfsögðu á sjálfri mér til að sýna gott fordæmi, sagði Birgitta í athugasemd við Facebook-færslu sína.Líkt og Helgi Hrafn segir er það að hans mati ekki gott að einstaka þingmenn taki upp á sitt einsdæmi að hafna þessum hækkunum opinberlega. „Vilji þeir gera það í kyrrþey er það annað mál, en það er vond þróun ef það myndast ójafnræði í launamálum þingmanna út frá tilteknum flokkum eða hópum. Við það myndast beinlínis fjárhagslegur hvati til að bjóða sig frekar fram fyrir flokk þar sem hvorki reglur né skömm ríkir yfir laununum. Þá myndast einnig fælni við að bjóða sig fram fyrir þann flokk sem ýmist bannar þingmönnum sínum eða skammar þá fyrir að taka við launum sem einhver annar hefur ákveðið fyrir þá,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist skilja reiði Íslendinga vegna málsins en að þeir verði að hætta að komast að niðurstöðu um mikilvæga hluti í brjálæðiskasti. „En við skulum ekki í einhverju geðvonskukasti koma því fyrirkomulagi á að þingmenn séu sjálfir að ákveða sín eigin laun eða að búa til einhverjar reglur um sjálfa sig hvað þykir við hæfi og hvað ekki. Það að kjararáð þyki óhæft akkúrat núna til að ákveða laun þingmanna þýðir ekki að þingmenn séu sjálfir hæfari til þess en áður. Afsakið óvinsælu skoðunina.“
Kjararáð Tengdar fréttir Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“ Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu. 1. nóvember 2016 10:59
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38