BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 13:46 Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. mynd/bsrb BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandalaginu. „Launahækkun kjörinna fulltrúa er í engu samræmi við rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Í rammasamkomulaginu er ákvæði um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 sem koma átti í veg fyrir það höfrungahlaup sem einkennt hefur vinnumarkaðinn. Hækkanir kjararáðs fara langt út fyrir þann ramma,” segir í tilkynningunni. Að mati BSRB þarf að endurskoða lög um kjararáð til að auka gagnsæi í ákvörðunum ráðsins. Einnig þurfi að skilgreina betur hvaða stéttir eigi að miða við þegar ráðið ákvarðar laun og tryggja að launaþróun þeirra hópa sem heyri undir ráðið verði ekki leiðandi á launamarkaði. „Hækkanirnar ná ekki aðeins til þingmanna og forseta, heldur einnig til sveitarstjórnarmanna, þar sem laun þeirra miðast við þingfararkaup. Það er því fjölmennur hópur fólks sem hefur háar tekjur fyrir sem hækkar í launum vegna ákvörðunar kjararáðs. Með ákvörðuninni er verið að auka enn á ójöfnuð í landinu með því að hækka laun hátekjufólks um sem samsvarar vel rúmlega lágmarkslaunum í landinu. Það er augljóslega óásættanlegt. Það getur ekki verið verkefni verkalýðshreyfingarinnar einnar að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Þar verða stjórnvöld einnig að taka ábyrgð. Sé einhver alvara með orðum stjórnmálamanna um að viðhalda hér efnahagslegum og félagslegum stöðugleika er ljóst að þessar hækkanir geta ekki staðið. Sé það vilji stjórnvalda að fara af þeirri braut sem hefur verið mörkuð er ljóst að launafólk mun sækja sambærilegar launahækkanir.” Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Sjá meira
BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandalaginu. „Launahækkun kjörinna fulltrúa er í engu samræmi við rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Í rammasamkomulaginu er ákvæði um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 sem koma átti í veg fyrir það höfrungahlaup sem einkennt hefur vinnumarkaðinn. Hækkanir kjararáðs fara langt út fyrir þann ramma,” segir í tilkynningunni. Að mati BSRB þarf að endurskoða lög um kjararáð til að auka gagnsæi í ákvörðunum ráðsins. Einnig þurfi að skilgreina betur hvaða stéttir eigi að miða við þegar ráðið ákvarðar laun og tryggja að launaþróun þeirra hópa sem heyri undir ráðið verði ekki leiðandi á launamarkaði. „Hækkanirnar ná ekki aðeins til þingmanna og forseta, heldur einnig til sveitarstjórnarmanna, þar sem laun þeirra miðast við þingfararkaup. Það er því fjölmennur hópur fólks sem hefur háar tekjur fyrir sem hækkar í launum vegna ákvörðunar kjararáðs. Með ákvörðuninni er verið að auka enn á ójöfnuð í landinu með því að hækka laun hátekjufólks um sem samsvarar vel rúmlega lágmarkslaunum í landinu. Það er augljóslega óásættanlegt. Það getur ekki verið verkefni verkalýðshreyfingarinnar einnar að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Þar verða stjórnvöld einnig að taka ábyrgð. Sé einhver alvara með orðum stjórnmálamanna um að viðhalda hér efnahagslegum og félagslegum stöðugleika er ljóst að þessar hækkanir geta ekki staðið. Sé það vilji stjórnvalda að fara af þeirri braut sem hefur verið mörkuð er ljóst að launafólk mun sækja sambærilegar launahækkanir.”
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45